mánudagur, janúar 31, 2005

Fróma jómfrú eða "frómas ungfrú?"
Ég er svo rosalega ömurlega hallærisleg stundum, finnst mér. En í rauninni er ég bara eins og allir hinir! Nákvæmlega eins og allir hinir. Til dæmis elska ég að keyra ein eitthvað út í buskann og syngja með lögunum í útvarpinu. Við svoleiðis tækifæri stilli ég yfirleitt á Létt96,7 og keyri svo og syng með kökk í hálsinum og tárin í augunum yfir því hvað ástin er vond og góð í senn. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi, umkringd forvitnum augum, syng ég án þess að hreyfa varirnar. Það er kúnst sem ég er búin að vera lengi að þróa. Stundum gleymi ég mér samt og hreyfi varirnar, þá fæ ég hnút í magann og vona að enginn, ENGINN hafi verið að horfa á mig. Samt hugsa ég með mér að allir hafi séð mig bæra varirnar og að flestir hafi dregið þá ályktun að ég hafi verið að tala við sjálfa mig og sé geðveik.
Það sem er hallærislegt við þetta er að allir gera þetta! Það eru allir alltaf á fullu að syngja, einir í bílnum eins og vitleysingar. Ég veit það vegna þess að ég sé það! Og ekki neita því!!! Ég dreg reyndar yfirleitt þá ályktun að fólk sé að tala við sjálft sig og sé geðveikt.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Jesús elskar oss
Stundum nenni ég ekki að lifa lengur. Þá helst þegar einhver fávitinn hefur rifið úr mér hjartað og sett það í örbylgjuofn til að gæða sér á því, tekið tvo bita eða svo og skilið það svo eftir á eldhúsborðinu þar sem það myglar bara. En þá fæ ég yfirleitt hugljómun! Fullt af hugmyndum og ljóðum detta inní kollinn á mér. Misgóðar hugmyndir og afar misjöfn ljóð. Yfirleitt eru það ljóð um morð og sjálfsmorð sem koma mér frekar til hlæja ef eitthvað er. Djöfull getur maður verið kreisí stundum. Hér er til dæmis eitt ljóð um morð og sjálfsmorð, eða meiri svona texti..

the longer you live
the more there is
to miss and regret
and cry about

the younger you are
the fewer the ghosts
from the past
who haunt you down

so I tell you my baby
it's best for us both
you lay down your armour
and let yourself go

you die to night
we'll go there together
you live tonight
we'll be hurting forever

Óh. Ætli allir eigi ekki sín móment.. Verst að þunglyndið endist sjaldnast nógu lengi hjá mér til að mér takist að semja heila skáldsögu! Það væri greit.

mánudagur, janúar 24, 2005

And when I think of it, my fingers turn to fists
Ég var í Reykjavík um helgina. Tilgangur ferðarinnar var að fara og kreista strákinn hennar Kötu svolítið en því miður var hann ennþá á sjúkrahúsinu. Mér skilst að hann sé svo sætur að hjúkkurnar neiti að láta hann af hendi. En ég fór samt í heimsókn til Kötu og skoðaði milljón myndir. Og það er satt, hann er sjúklega sætur. Þið getið skoðað myndir af honum á reyndar þarf lykilorð til að skoða síðuna... en þið getið bara hringt í Kötu og spurt hana að því!
Ég, Magga og Hrönn versluðum og versluðum á laugardeginum og svo var partý heima hjá Hrönn og Hauki um kvöldið. Það var geggjað gaman, þau eru svo skemmtileg og frábær.
Annars er ég að hugsa um að fara á fætur og drífa mig að verða brjálæðislega rík. Ég læt vita hvernig gengur, en ekki halda að þið fáið eyri eftir dauða minn!!

mánudagur, janúar 17, 2005

Living on the edge
Vóó, nú er ég þokkalega á brúninni gott fólk. Ég er að blogga í skólanum!! Reyndar ekki í tíma, en það er kannski eitthvað sem ég ætti að gera þegar ég er komin með leið á öllu hinu sem gerir mig æsta og spennta, hver veit. Ég er s.s. að bíða eftir mögnuðum tölvutíma í tölfræði hjá alveg hreint mögnuðum kennara. Það verður ÆÐI!
Ég fékk mér pasta í hádeginu. Það kostaði mikið og var ágætt. Ég er þokkalega að lifa á brúninni í dag, hugsiði ykkur alla saurgerlana í svona pasta-börum. Alveg hreint rosalega magnaðir.
Annars er aldrei þessu vant eitthvað að frétta. Ég var nefninlega í orgíu um helgina með fyrrverandi kærustum og kærustunum þeirra o.s.frv., allt í góðum fílíng, þegar það kviknaði allt í einu í íbúðinni fyrir neðan okkur! Við náttúrulega hringdum á slökkvilið og rýmdum blokkina og björguðum öllu. Jahá, við vorum sko hetjurnar. Meira að segja tókst að bjarga stelpu út sem var sofandi inní íbúðinni. Alveg hreint magnað stöff.
Klukkan er akkúrat 12:35, blessaður tíminn fer að byrja. Best að setja sig í stellingar.
Tsjá.

mánudagur, janúar 10, 2005

Þrátt fyrir alla mína reiði er ég enn bara rotta í búri
Jæja, þá er skólinn loksins byrjaður! Ég var búin að hlakka þessi lifandis ósköp til. Það vildi nú ekki betur til en svo að ég var nærri því sofnuð í fyrsta tímanum. Ekki vegna þess að ég væri vansvefta, heldur þótti mér efnið svona helvíti leiðinlegt. Það var blessuð aðferðafræðin. Blessuð segi ég því ég er að reyna að venja mig af að blóta. (Ég veit að sum ykkar hafa veitt því athygli að ég skrifaði "helvíti" hér að ofan. Jöst gimmí a breik vúddja!)
Annars var næsti tími alveg yndislegur. Afbygging 20. aldarinnar. (Reyndar hallærislegt nafn á áfanga. Gat hann ekki bara heitið "saga" 20. aldarinnar? Líklega þykir það ekki nógu fínt nú til dags). Kennarinn var skemmtilegur. Ég hló, hann hló, allir hlógu. Þetta var yndislegt. Mikil ást í loftinu.
Í gær fór ég á kaffihús og fékk mér kaffi með bjór útí. Í kvöld ætla ég líka á kaffihús, en ég ætla að fá mér te. Te!? spyrjið þið í forundran. Já, segi ég. Te skal það vera.
Jónína systir mín vill endilega að ég segi eitthvað um hana hér á þessu bloggi. Hún er voða fín. Voða sæt og svona. Voða mjó. Og voða skemmtileg. Eiginlega bara voða lík mér! :D
Hei Fraiser!!

laugardagur, janúar 08, 2005

On books and asses
Skólinn byrjar á mánudaginn. Ég er alveg í fílíng fyrir smá skóla. Bring it on. Annars er ég mest í fílíng til að fara á kaffihús núna. Fá mér smá kaffi og svona. Kannski smá bjór útí. Ég keypti mér skólabækur í dag. Það var rosalegt stuð. Ég veit fátt skemmtilegra en að kaupa nýjar og ilmandi bækur. Sérstaklega þegar þær líta út fyrir að vera skemmtilegar. Ég græddi alveg 4000 kall á því að kaupa bók á ensku í staðinn fyrir íslensku. Okrið alveg að fara með íslenska bókaútgefendur. Okur hokur. Ég sem ljóð um þetta!

Okur er á bókum hér
er hér margt á ensku
ætti maður að fá sér smjer
á alíslenskri ensku.

Nei sjitt maður enska og enska, þetta var glatað. Hér kemur annað:

Ég heimta að fá bækur
á viðráðanlegum prís
ef ekki, ég missi mínar brækur
og rassinn á mér frýs

Ljómandi! I feel like a woman.


þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýtt ár!
Gleðilegt ár allir saman. Ég vona að síðasta ár hafi verið ykkur gott og að þetta ár náið þið öllum settum markmiðum. Takk svo meget fyrir gamla árið!
Jólin eru búin að vera yndisleg hjá mér. Ég er bara búin að vera að dóla mér. Borða nammi og kökur, drekka kakó og kaffi og hvítvín. Ég er búin að reyna til hins ítrasta að byrja aftur á átakinu sem mér gekk svo vel í fyrir jól en mér hefur ítrekað mistekist. Ég held að það sé vegna þess að húsið er ennþá fullt af góðgæti. Enda vinn ég núna hörðum höndum að því að klára hvern einasta konfektmola sem til er á heimilinu til að hann nái ekki að freista mín síðar. Þetta er allt í góðum gír.
Ég hlakka til að byrja í skólanum. Ég er s.s. búin að fá allar einkunnirnar loksins. Ég fékk 8 í aðferðafræði, 8 í ensku, 8.5 í upplýsingarýni og 8.5 í vinnulagi. Ljómandi gott. Ég er að sjálfsögðu búin að setja mér markmiðið sem ég set mér í byrjun hverrar annar; að mæta í hvern einasta tíma og taka þátt í umræðum. Ég hef aldrei náð þessu markmiði, en batnandi manni er best að lifa og auðvitað reyni ég þótt allt fari venjulega úr böndunum í fyrstu vikunni.
Núna bíð ég í ofvæni eftir fréttum af Kötu vinkonu. Hún er að eignast fyrsta barnið sitt og Frikka sæta. Ég er að springa úr spenningi.
Annars er allt fínt að frétta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?