mánudagur, janúar 24, 2005

And when I think of it, my fingers turn to fists
Ég var í Reykjavík um helgina. Tilgangur ferðarinnar var að fara og kreista strákinn hennar Kötu svolítið en því miður var hann ennþá á sjúkrahúsinu. Mér skilst að hann sé svo sætur að hjúkkurnar neiti að láta hann af hendi. En ég fór samt í heimsókn til Kötu og skoðaði milljón myndir. Og það er satt, hann er sjúklega sætur. Þið getið skoðað myndir af honum á reyndar þarf lykilorð til að skoða síðuna... en þið getið bara hringt í Kötu og spurt hana að því!
Ég, Magga og Hrönn versluðum og versluðum á laugardeginum og svo var partý heima hjá Hrönn og Hauki um kvöldið. Það var geggjað gaman, þau eru svo skemmtileg og frábær.
Annars er ég að hugsa um að fara á fætur og drífa mig að verða brjálæðislega rík. Ég læt vita hvernig gengur, en ekki halda að þið fáið eyri eftir dauða minn!!

Öfugmæli...
Já það var geggjað stuð!! ohh æðislegt að eiga rauða kápu;)En hvernig fór kvöldið??? hmmmm??? Var eitthvað hösl í gangi??? hmmm??? ;)
Knús Hrönn....
Vonandi eyðilagði ég ekki planað hösl;)
 
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Neinei Hrönnsa mín! Þú eyðilagðir sko ekki neitt! Ekkert hösl í gangi nei, bara fyllerí! :D
Þú varst æði!
 
Hei! Ég eyddi kommenti eftir sjálfa mig! Ég hlýt að vera geðveik! Nú haldið þið örugglega að ég hafi enga stjórn á hinum persónuleikanum mínum :D
 
verum hress og kát!
 
Vilborg ! hefuru enga stjórn á hinum persónuleikanum þínum ?

ÁsaÓla
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?