þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nýtt ár!
Gleðilegt ár allir saman. Ég vona að síðasta ár hafi verið ykkur gott og að þetta ár náið þið öllum settum markmiðum. Takk svo meget fyrir gamla árið!
Jólin eru búin að vera yndisleg hjá mér. Ég er bara búin að vera að dóla mér. Borða nammi og kökur, drekka kakó og kaffi og hvítvín. Ég er búin að reyna til hins ítrasta að byrja aftur á átakinu sem mér gekk svo vel í fyrir jól en mér hefur ítrekað mistekist. Ég held að það sé vegna þess að húsið er ennþá fullt af góðgæti. Enda vinn ég núna hörðum höndum að því að klára hvern einasta konfektmola sem til er á heimilinu til að hann nái ekki að freista mín síðar. Þetta er allt í góðum gír.
Ég hlakka til að byrja í skólanum. Ég er s.s. búin að fá allar einkunnirnar loksins. Ég fékk 8 í aðferðafræði, 8 í ensku, 8.5 í upplýsingarýni og 8.5 í vinnulagi. Ljómandi gott. Ég er að sjálfsögðu búin að setja mér markmiðið sem ég set mér í byrjun hverrar annar; að mæta í hvern einasta tíma og taka þátt í umræðum. Ég hef aldrei náð þessu markmiði, en batnandi manni er best að lifa og auðvitað reyni ég þótt allt fari venjulega úr böndunum í fyrstu vikunni.
Núna bíð ég í ofvæni eftir fréttum af Kötu vinkonu. Hún er að eignast fyrsta barnið sitt og Frikka sæta. Ég er að springa úr spenningi.
Annars er allt fínt að frétta.

Öfugmæli...
Bara svo mikið til hamingju með þessar fallegu tölur sem að þú fékkst úr prófunum stelpa! kveðjan Ásan
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?