fimmtudagur, janúar 27, 2005

Jesús elskar oss
Stundum nenni ég ekki að lifa lengur. Þá helst þegar einhver fávitinn hefur rifið úr mér hjartað og sett það í örbylgjuofn til að gæða sér á því, tekið tvo bita eða svo og skilið það svo eftir á eldhúsborðinu þar sem það myglar bara. En þá fæ ég yfirleitt hugljómun! Fullt af hugmyndum og ljóðum detta inní kollinn á mér. Misgóðar hugmyndir og afar misjöfn ljóð. Yfirleitt eru það ljóð um morð og sjálfsmorð sem koma mér frekar til hlæja ef eitthvað er. Djöfull getur maður verið kreisí stundum. Hér er til dæmis eitt ljóð um morð og sjálfsmorð, eða meiri svona texti..

the longer you live
the more there is
to miss and regret
and cry about

the younger you are
the fewer the ghosts
from the past
who haunt you down

so I tell you my baby
it's best for us both
you lay down your armour
and let yourself go

you die to night
we'll go there together
you live tonight
we'll be hurting forever

Óh. Ætli allir eigi ekki sín móment.. Verst að þunglyndið endist sjaldnast nógu lengi hjá mér til að mér takist að semja heila skáldsögu! Það væri greit.

Öfugmæli...
:( :( fallegt ljóð Vilborg mín :( en sorglegt..
mér finnst að þú ættir að koma til mín í kvöld og við getum skælt saman, og borðað nammi og drukkið landakók... mmmmm landakók, ég fæ alveg vatn í munninn... eða kannski er þetta æla.. mmmmmm æla...
M.K.H
 
fokkin snilld ekkert annað!!!!

ég ætla að gera lag við þetta og þetta verður hittari!!!

bráðum fara stefgjöldin að flæða inn til þín vilborg mín...

ég býst við að verða í æfisögunni þinni á blaðsíðu 16 takk fyrir

reynzi rokk
 
What are you like baby !!!

Joe
 
Úúú, neikvætt og Smashing Pumpkins legt! Lagið ætti þá að vera einhvernveginn svona: Dahdahdah glínglúnglúng dahhr, dahdahdahdah glínglúnglúng dahrdahr. Af hverju eru allirg hættir að skrifa ljóð og texta um blóm og hamingju? Er samt mjög fínt.

Gústi
 
Blóm og hamingju? Ekkert mál.

ég sá eitt blóm og ég át það
það hamingju mína sá
ég vildi bara að það vissi
að ég hamingju mína á
og enginn annar

Vona að þetta hafi verið nógu gott fyrir þig pönk!:)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?