mánudagur, janúar 17, 2005

Living on the edge
Vóó, nú er ég þokkalega á brúninni gott fólk. Ég er að blogga í skólanum!! Reyndar ekki í tíma, en það er kannski eitthvað sem ég ætti að gera þegar ég er komin með leið á öllu hinu sem gerir mig æsta og spennta, hver veit. Ég er s.s. að bíða eftir mögnuðum tölvutíma í tölfræði hjá alveg hreint mögnuðum kennara. Það verður ÆÐI!
Ég fékk mér pasta í hádeginu. Það kostaði mikið og var ágætt. Ég er þokkalega að lifa á brúninni í dag, hugsiði ykkur alla saurgerlana í svona pasta-börum. Alveg hreint rosalega magnaðir.
Annars er aldrei þessu vant eitthvað að frétta. Ég var nefninlega í orgíu um helgina með fyrrverandi kærustum og kærustunum þeirra o.s.frv., allt í góðum fílíng, þegar það kviknaði allt í einu í íbúðinni fyrir neðan okkur! Við náttúrulega hringdum á slökkvilið og rýmdum blokkina og björguðum öllu. Jahá, við vorum sko hetjurnar. Meira að segja tókst að bjarga stelpu út sem var sofandi inní íbúðinni. Alveg hreint magnað stöff.
Klukkan er akkúrat 12:35, blessaður tíminn fer að byrja. Best að setja sig í stellingar.
Tsjá.

Öfugmæli...
Mér finnst vanta alveg svona tengla á síðuna þína.. Ha Vilborg þetta gengur ekki svona. En vó, svo er svaðalegt fyllerí um helgina!! SAAAAAAVÍNG! Við verðum að kíkja á kallarnir.is og öppdeita brúnkuþemað góða.. Ef þú veist ekki hvað ég meina, kíktu þá á kallarnir.is, i dare yah.
Magga by the way
 
Eitt sem ég var að spá.. afhverju kom ekki mynd af ykkur í blaðinu? weird...
 
Hehehe... já af hverju var ekki mynd af þér í fréttunum? Bara viðtal við Hinna? múhahaha! 15 mínútna frægð sem var í raun stolið af þér, er það ekki?
kv. Fanney beib
 
Já Af hverju hringdu þeir ekki í mig, ég er í símaskránni!>:( Vilborg Ólafsdóttir, slökkvilisforingi. Djíses, its outrageous.
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?