mánudagur, janúar 31, 2005

Fróma jómfrú eða "frómas ungfrú?"
Ég er svo rosalega ömurlega hallærisleg stundum, finnst mér. En í rauninni er ég bara eins og allir hinir! Nákvæmlega eins og allir hinir. Til dæmis elska ég að keyra ein eitthvað út í buskann og syngja með lögunum í útvarpinu. Við svoleiðis tækifæri stilli ég yfirleitt á Létt96,7 og keyri svo og syng með kökk í hálsinum og tárin í augunum yfir því hvað ástin er vond og góð í senn. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi, umkringd forvitnum augum, syng ég án þess að hreyfa varirnar. Það er kúnst sem ég er búin að vera lengi að þróa. Stundum gleymi ég mér samt og hreyfi varirnar, þá fæ ég hnút í magann og vona að enginn, ENGINN hafi verið að horfa á mig. Samt hugsa ég með mér að allir hafi séð mig bæra varirnar og að flestir hafi dregið þá ályktun að ég hafi verið að tala við sjálfa mig og sé geðveik.
Það sem er hallærislegt við þetta er að allir gera þetta! Það eru allir alltaf á fullu að syngja, einir í bílnum eins og vitleysingar. Ég veit það vegna þess að ég sé það! Og ekki neita því!!! Ég dreg reyndar yfirleitt þá ályktun að fólk sé að tala við sjálft sig og sé geðveikt.

Öfugmæli...
nákvæmlega! Ég syng alltaf í bílnum.. og stundum slekk ég meira að segja á útvarpinu til að heyra betur í sjálfri mér syngja.. þá syng ég yfirleitt lagið með sverri bergmann síðan í óld deis; "ég skæri mér hjartað úr með skeið.. því ég gæti ekki elskað þig neitt meir." Veit ekki afhverju, en þetta verður alltaf fyrir valinu... Ætti í rauninni frekar að syngja; "tvö hjól undir bílnum, en áfram skröæltir hann þó." Geri það samt ekki. En mundu Vilborg, að horfast í augu við "vandann" en ekki líta undan.. það gera bara gungur, eins og ég. (nú halda allir að eitthvað voðalegt slúður sé í gangi, þú sért haldin spilafíkn eða eitthvað,... ég elska Akureyri!
 
HAHAHAHahaha...ég syng líka en mín þróaða aðferð felst í því að leggja gemsann að eyranu á rauðum ljósum...og syngja svo....þá halda allir að ég sé bara í símanum:)
 
...og þú getur sleeeeept þér í símann! laaaaaaaaaa....
 
Ég tek alltaf eitthvað með Bette Midler ... some say love it is a river that ... la lala laaala. Ég er meira í jákvæðu ástarlögunum. Not that I am in love or anything ...

Jónína
 
ég syng bara um dauðann

reynzi
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?