mánudagur, janúar 10, 2005

Þrátt fyrir alla mína reiði er ég enn bara rotta í búri
Jæja, þá er skólinn loksins byrjaður! Ég var búin að hlakka þessi lifandis ósköp til. Það vildi nú ekki betur til en svo að ég var nærri því sofnuð í fyrsta tímanum. Ekki vegna þess að ég væri vansvefta, heldur þótti mér efnið svona helvíti leiðinlegt. Það var blessuð aðferðafræðin. Blessuð segi ég því ég er að reyna að venja mig af að blóta. (Ég veit að sum ykkar hafa veitt því athygli að ég skrifaði "helvíti" hér að ofan. Jöst gimmí a breik vúddja!)
Annars var næsti tími alveg yndislegur. Afbygging 20. aldarinnar. (Reyndar hallærislegt nafn á áfanga. Gat hann ekki bara heitið "saga" 20. aldarinnar? Líklega þykir það ekki nógu fínt nú til dags). Kennarinn var skemmtilegur. Ég hló, hann hló, allir hlógu. Þetta var yndislegt. Mikil ást í loftinu.
Í gær fór ég á kaffihús og fékk mér kaffi með bjór útí. Í kvöld ætla ég líka á kaffihús, en ég ætla að fá mér te. Te!? spyrjið þið í forundran. Já, segi ég. Te skal það vera.
Jónína systir mín vill endilega að ég segi eitthvað um hana hér á þessu bloggi. Hún er voða fín. Voða sæt og svona. Voða mjó. Og voða skemmtileg. Eiginlega bara voða lík mér! :D
Hei Fraiser!!

Öfugmæli...
Takk Vilborg. Jebb við erum alveg eins. Báðar jafn gullfallegar, skemmtilegar og bráðgreindar. Gott ef að við erum ekki bara flottari en Lárusdætur systurnar ... jafnvel þó svo að við spilum ekki á trompet.

Hey, ég kem á föstudaginn :-)

Jónína sæta
 
heyrðu, bloggið þitt er bara on fire! allir að kommenta :) ég og sunna sitjum hér með skólabækur í hönd, hún er að lita bókina mína með yfirstrikunarpennum, it looks fantastic:D hei ég veti soltið sem þú veist ekki.. ;) að vísu verð ég örugglega búin að segja þér það þegar þú lest þetta... hmmm, best ég hringi bara í þig núna!
Meggí the peggí
 
það er gott að blóta.
Pásan
 
Mér finnst að þú ættir að blogga meira ... I like your style.

E. Kárason
 
Hey I wan´t you to write for me a new comedy with a bitter sharp tone... something lika the Taxi episodes,
you know what I wan´t babe ;)
Quinten Tarantino
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?