þriðjudagur, júní 29, 2004
Leyfið kúnnunum að koma til mín
Þegar ég vaknaði í morgun hafði ég andstyggilega mikið á tilfinningunni að einhver hefði tekið sig til og bólstrað á mér lærin og rassinn. Það er eitthvað svo undursamlega mjúkt að setjast að það er næstum því óþægilegt. Ef þetta er einhver hrekkur þá finnst mér hann ekki fyndinn en ég held samt að ég sé bara að fitna. Það finnst mér heldur ekki fyndið.
Ég fékk sterka löngun í trampólín í dag, hringdi og athugaði hvað þau kostuðu og gerði fjárhagsáætlun til að geta eignast eitt slíkt. Svo rann af mér eftir hádegið og ég hætti við. Ekkert vit að vera með trampólín hérna, ég er ekki einu sinni með garð til að hafa það í! Ekki get ég haft það úti á svölum.
Ég er smám saman að átta mig á því að kúnnafóbían mín er ekkert nema hugarástand og það er kominn tími til að hætta þessarri vitleysu. Héðan af ætla ég að gera mér far um að vera elskuleg og sinna hverju og einum kúnna eins og hann væri mín eigin móðir. Ég tók þessa ákvörðun eftir að hafa setið á bakvið og skrifað þetta um leið og ég óskaði öllum til helvítis:
Nú leiðist mér. Það er ekkert að gera hjá mér, vélin er biluð og lítið í afgreiðslu. Oj bara, og svo er veðrið úti geðveikt gott. Verður verra eftir því sem líður á daginn. Þegar ég verð búin í vinnunni verður kominn vetur eða e-ð. Djísös ég nenni ekki einu sinni að skrifa. Ég ætla að fara að horfa á símann og bíða eftir því að hann hringi.
....
Síminn hringir ekki og hér er allt morandi í frönskum vitleysingum sem láta eins og þeir séu heyrnarlausir þegar ég býð upp á mína úrvalsaðstoð. Svo líta þeir á mig heimskum augum meðan ég romsa uppúr mér því sem segi við alla sem koma til mín: "Góðandaginngetégaðstoðaðneieinmittekkifiktaíneinu" og brosa eins og fífl og yppta öxlum á afsakandi hátt í staðinn fyrir að segja bara eitthvað á útlensku; nó komprendei sör, eða eitthvað. En í staðinn verð ég að gizka á hvort þeir séu útlendingar og fávitar eða bara fávitar sem heyra illa. Ég náttúrulega æsist öll upp við svona virðingarleysi og læt eins og ég fatti ekki að þeir séu útlendingar og held áfram að bjóða fram aðstoð mína, tala bara hærra, þangað til þeir neyðast til að gubba uppúr sér nokkrum orðum og gera mér þannig ljóst að þeir skilji ekki tungumálið. Þá verð ég voða ljúf og blíð á manninn og segi: "Óóó....hahahha, I see! Fransmann! Farðí rassgat!" og brosi breitt og glaðlega á meðan.
Annars erum við öll kúnnar og ættum þessvegna öll að taka okkur á og tileinka okkur ákveðna mannasiði þegar við verslum eitthvað. T.d. þessar:
- Engin kumpánleg vináttuhót, ekkert óþarfa spjall eða brandarar sem lengja afgreiðsluna.
- Biðjið strax um aðstoð ef þið eruð að leita að einhverju ákveðnu, ekki skima um allt eins og fávitar þegar afgreiðslumanneskjan gæti bent ykkur á hlutinn á einni sekúndu.
- Ekki "bara skoða".
- Ekki halda að afgreiðslumanneskjan muni eftir ykkur frá því að þið komuð síðast.
- Ekki vera í heila öld að leita að veskinu ykkar.
- Bjóðið kurteislega góðan daginn þegar þið stígið inn á yfirráðasvæði afgreiðslumanneskjunnar og þakkið síðan kærlega fyrir ykkur þegar þið farið út aftur.
- Ekki muldra ofan í bringuna, talið hátt og skýrt.
- Ekki vera lengi að bera fram erindið.
- Ekki koma með dæmisögur úr lífi ykkar sem koma afgreiðslumanneskjunni ekkert við, hún nennir pottþétt ekki að hlusta á ykkur.
- Ekki vera að væflast eitthvurt þangað sem þið eigið ekkert erindi.
- Ekki vera að farast úr stressi.
Og munið meginregluna; í augum afgreiðslufólks eruð þið ekki manneskjur heldur viðurstyggilegir kúnnaræflar.
Það var líklega þetta síðasta sem gerði útslagið. Um leið og ég var búin að skrifa þetta steig Guð niður af himnum og sagði við mig: "Þetta gengur ekki Vilborg". Og ég sá að það var rétt.. Nei ég ýki nú kannski aðeins, en ég meinaða! Ég get ekki verið svona lengur. Svo héðan af mun ég elska alla; kúnna jafnt sem fólk. Bíddöö...
Þegar ég vaknaði í morgun hafði ég andstyggilega mikið á tilfinningunni að einhver hefði tekið sig til og bólstrað á mér lærin og rassinn. Það er eitthvað svo undursamlega mjúkt að setjast að það er næstum því óþægilegt. Ef þetta er einhver hrekkur þá finnst mér hann ekki fyndinn en ég held samt að ég sé bara að fitna. Það finnst mér heldur ekki fyndið.
Ég fékk sterka löngun í trampólín í dag, hringdi og athugaði hvað þau kostuðu og gerði fjárhagsáætlun til að geta eignast eitt slíkt. Svo rann af mér eftir hádegið og ég hætti við. Ekkert vit að vera með trampólín hérna, ég er ekki einu sinni með garð til að hafa það í! Ekki get ég haft það úti á svölum.
Ég er smám saman að átta mig á því að kúnnafóbían mín er ekkert nema hugarástand og það er kominn tími til að hætta þessarri vitleysu. Héðan af ætla ég að gera mér far um að vera elskuleg og sinna hverju og einum kúnna eins og hann væri mín eigin móðir. Ég tók þessa ákvörðun eftir að hafa setið á bakvið og skrifað þetta um leið og ég óskaði öllum til helvítis:
Nú leiðist mér. Það er ekkert að gera hjá mér, vélin er biluð og lítið í afgreiðslu. Oj bara, og svo er veðrið úti geðveikt gott. Verður verra eftir því sem líður á daginn. Þegar ég verð búin í vinnunni verður kominn vetur eða e-ð. Djísös ég nenni ekki einu sinni að skrifa. Ég ætla að fara að horfa á símann og bíða eftir því að hann hringi.
....
Síminn hringir ekki og hér er allt morandi í frönskum vitleysingum sem láta eins og þeir séu heyrnarlausir þegar ég býð upp á mína úrvalsaðstoð. Svo líta þeir á mig heimskum augum meðan ég romsa uppúr mér því sem segi við alla sem koma til mín: "Góðandaginngetégaðstoðaðneieinmittekkifiktaíneinu" og brosa eins og fífl og yppta öxlum á afsakandi hátt í staðinn fyrir að segja bara eitthvað á útlensku; nó komprendei sör, eða eitthvað. En í staðinn verð ég að gizka á hvort þeir séu útlendingar og fávitar eða bara fávitar sem heyra illa. Ég náttúrulega æsist öll upp við svona virðingarleysi og læt eins og ég fatti ekki að þeir séu útlendingar og held áfram að bjóða fram aðstoð mína, tala bara hærra, þangað til þeir neyðast til að gubba uppúr sér nokkrum orðum og gera mér þannig ljóst að þeir skilji ekki tungumálið. Þá verð ég voða ljúf og blíð á manninn og segi: "Óóó....hahahha, I see! Fransmann! Farðí rassgat!" og brosi breitt og glaðlega á meðan.
Annars erum við öll kúnnar og ættum þessvegna öll að taka okkur á og tileinka okkur ákveðna mannasiði þegar við verslum eitthvað. T.d. þessar:
- Engin kumpánleg vináttuhót, ekkert óþarfa spjall eða brandarar sem lengja afgreiðsluna.
- Biðjið strax um aðstoð ef þið eruð að leita að einhverju ákveðnu, ekki skima um allt eins og fávitar þegar afgreiðslumanneskjan gæti bent ykkur á hlutinn á einni sekúndu.
- Ekki "bara skoða".
- Ekki halda að afgreiðslumanneskjan muni eftir ykkur frá því að þið komuð síðast.
- Ekki vera í heila öld að leita að veskinu ykkar.
- Bjóðið kurteislega góðan daginn þegar þið stígið inn á yfirráðasvæði afgreiðslumanneskjunnar og þakkið síðan kærlega fyrir ykkur þegar þið farið út aftur.
- Ekki muldra ofan í bringuna, talið hátt og skýrt.
- Ekki vera lengi að bera fram erindið.
- Ekki koma með dæmisögur úr lífi ykkar sem koma afgreiðslumanneskjunni ekkert við, hún nennir pottþétt ekki að hlusta á ykkur.
- Ekki vera að væflast eitthvurt þangað sem þið eigið ekkert erindi.
- Ekki vera að farast úr stressi.
Og munið meginregluna; í augum afgreiðslufólks eruð þið ekki manneskjur heldur viðurstyggilegir kúnnaræflar.
Það var líklega þetta síðasta sem gerði útslagið. Um leið og ég var búin að skrifa þetta steig Guð niður af himnum og sagði við mig: "Þetta gengur ekki Vilborg". Og ég sá að það var rétt.. Nei ég ýki nú kannski aðeins, en ég meinaða! Ég get ekki verið svona lengur. Svo héðan af mun ég elska alla; kúnna jafnt sem fólk. Bíddöö...
laugardagur, júní 26, 2004
Ég get ekki hætt að hugsa um Eternal Sunshine of the Spotless mind, hún var svo einkennileg, og góð.
Ég er svo yfir mig glöð og ánægð. Ég er í fríi í fjóra daga bara að dóla mér, borða nammi og kaupa dót í búið vort fallega. Ég fór á heimsins bestu tónleika á fimmtudagskvöldið með kærastanum mínum end his krú. Við sátum fremst í stúku og allir sátu, voða spakir og svo byrjuðu Deep Purple að spila Smók on ðe woter og allir stóðu upp og öskruðu enn hærra en áður og þegar lagið var búið stóð ég áfram og hoppaði og dansaði þangað til Gústi pikkaði í mig og benti mér á að allir voru sestir og að ég væri fyrir svona 20 manns sem voru við það að fara henda dósum og drasli í mig. Ég tók ekki eftir neinu!
Það er margt búið að gerast! Margt sem ég skil ekki og margt sem ég skil svo vel.
Ég er búin að kjósa! Ég kaus Ólaf og finnst ekkert að því að deila því með heiminum, hann er ókei! Ókei eins og Hödson bei.
Ég og Jónína fórum og fengum eiginhandaráritun hjá Jónsa, handa Dísu að sjálfsögðu því hún elskar hann, en núna elskum við hann líka. Hann var svo sætur og fyndinn!
Ég skil ekki hvernig minn kæri vinur, Magnús typpalingur, tímdi að hætta að vinna í Ikea. Þetta er bara skemmtilegsta búð í heiminum!
Ég skil ekki heldur hvernig ég gat týnt gleraugunum mínum í Kringlunni og þau ekki komist til skila í Týnt&fundið (hehe, skrifaði fyrst Týnt&fyndið) þarna á fyrstu hæðinni. Hver stelur gleraugum með mínus 8 og mínus 8.5?
Ég skil hinsvegar mjög vel að fólk laðist að mér. Ég er svo falleg og hæfileikarík.
Og ég skil að Jónína vilji elda fyrir mig mat því ég er óseðjandi og það veit hún.
Öðru fremur skil ég að Jónína vilji fara með mér út á lífið í kvöld því enginn er jafn léttur á því og skemmtilegur og ég þegar dimman dettur á.
Kæru vinir. ¨Verum hress þegar við erum ekki í vinnunni.
Ég er svo yfir mig glöð og ánægð. Ég er í fríi í fjóra daga bara að dóla mér, borða nammi og kaupa dót í búið vort fallega. Ég fór á heimsins bestu tónleika á fimmtudagskvöldið með kærastanum mínum end his krú. Við sátum fremst í stúku og allir sátu, voða spakir og svo byrjuðu Deep Purple að spila Smók on ðe woter og allir stóðu upp og öskruðu enn hærra en áður og þegar lagið var búið stóð ég áfram og hoppaði og dansaði þangað til Gústi pikkaði í mig og benti mér á að allir voru sestir og að ég væri fyrir svona 20 manns sem voru við það að fara henda dósum og drasli í mig. Ég tók ekki eftir neinu!
Það er margt búið að gerast! Margt sem ég skil ekki og margt sem ég skil svo vel.
Ég er búin að kjósa! Ég kaus Ólaf og finnst ekkert að því að deila því með heiminum, hann er ókei! Ókei eins og Hödson bei.
Ég og Jónína fórum og fengum eiginhandaráritun hjá Jónsa, handa Dísu að sjálfsögðu því hún elskar hann, en núna elskum við hann líka. Hann var svo sætur og fyndinn!
Ég skil ekki hvernig minn kæri vinur, Magnús typpalingur, tímdi að hætta að vinna í Ikea. Þetta er bara skemmtilegsta búð í heiminum!
Ég skil ekki heldur hvernig ég gat týnt gleraugunum mínum í Kringlunni og þau ekki komist til skila í Týnt&fundið (hehe, skrifaði fyrst Týnt&fyndið) þarna á fyrstu hæðinni. Hver stelur gleraugum með mínus 8 og mínus 8.5?
Ég skil hinsvegar mjög vel að fólk laðist að mér. Ég er svo falleg og hæfileikarík.
Og ég skil að Jónína vilji elda fyrir mig mat því ég er óseðjandi og það veit hún.
Öðru fremur skil ég að Jónína vilji fara með mér út á lífið í kvöld því enginn er jafn léttur á því og skemmtilegur og ég þegar dimman dettur á.
Kæru vinir. ¨Verum hress þegar við erum ekki í vinnunni.
þriðjudagur, júní 15, 2004
Ellispik
Ég hef verið mikið í því undanfarið að finna uppá hobbýum handa pabba mínum í ellinni. Hann fer nefninlega á eftirlaun á næsta ári og mér finnst alveg gráupplagt að hann taki upp á einhverju skemmtilegu. Ekstrím íþróttir hafa verið mér ofarlega í huga í þessu samhengi og þessvegna ákvað ég að draga hann með mér á kynningarfund um svifflug um daginn. Hann var ekkert hrifinn af hugmyndinni og röflaði um að þetta væri lífshættulegt og að hann gæti drepist á þessu o.s.frv. en ég sagði honum að einmitt þessvegna ætti hann að stunda svona eitthvað, það gerði nú varla mikið til þótt hann dræpist núna, orðinn svona gamall! Honum fannst þetta ekki eins sniðugt og mér þannig að líklega verður hann bara enn eitt gamalmennið sem keyrir hægt og stússast í garðinum. Og ég sem hafði gert mér svo háar hugmyndir um hann í ellinni..
Annars er kúnnafóbían mín öll að færast í aukana með hækkandi sól. Ekki nóg með það að það sé meira að gera hjá mér heldur verður fólk alltaf hressara og hressara eftir því sem líður á sumarið, það er gjörsamlega að fara með mig. Ef það er eitthvað fólk sem mig langar til að skjóta þá er það fólk í stuttbuxum með hatt og freknur með vegahandbókina í vasanum og pulsu í báðum, ég bara þoli ekki þegar þannig fólk valhoppar inn í búðina til mín eins og heimurinn sé yndislegur og biður um filmu "af því að það er að fara í fríið þú veist" eins og ég, námsmaður dauðans sem hefur aldrei á ævinni farið í sumarfrí, viti eitthvað hvað það er að meina. Mest langar mig til að staupa mig á rauðsprittinu sem ég geymi á bakvið og segja þessu fólki öllu að fara til andskotans og láta mig í friði. Geri það á morgun.
Og hei! Ég er eins árs stúdína! Hæ hó jibbí jeij og fyllerí og trallallalalaa.
Ég hef verið mikið í því undanfarið að finna uppá hobbýum handa pabba mínum í ellinni. Hann fer nefninlega á eftirlaun á næsta ári og mér finnst alveg gráupplagt að hann taki upp á einhverju skemmtilegu. Ekstrím íþróttir hafa verið mér ofarlega í huga í þessu samhengi og þessvegna ákvað ég að draga hann með mér á kynningarfund um svifflug um daginn. Hann var ekkert hrifinn af hugmyndinni og röflaði um að þetta væri lífshættulegt og að hann gæti drepist á þessu o.s.frv. en ég sagði honum að einmitt þessvegna ætti hann að stunda svona eitthvað, það gerði nú varla mikið til þótt hann dræpist núna, orðinn svona gamall! Honum fannst þetta ekki eins sniðugt og mér þannig að líklega verður hann bara enn eitt gamalmennið sem keyrir hægt og stússast í garðinum. Og ég sem hafði gert mér svo háar hugmyndir um hann í ellinni..
Annars er kúnnafóbían mín öll að færast í aukana með hækkandi sól. Ekki nóg með það að það sé meira að gera hjá mér heldur verður fólk alltaf hressara og hressara eftir því sem líður á sumarið, það er gjörsamlega að fara með mig. Ef það er eitthvað fólk sem mig langar til að skjóta þá er það fólk í stuttbuxum með hatt og freknur með vegahandbókina í vasanum og pulsu í báðum, ég bara þoli ekki þegar þannig fólk valhoppar inn í búðina til mín eins og heimurinn sé yndislegur og biður um filmu "af því að það er að fara í fríið þú veist" eins og ég, námsmaður dauðans sem hefur aldrei á ævinni farið í sumarfrí, viti eitthvað hvað það er að meina. Mest langar mig til að staupa mig á rauðsprittinu sem ég geymi á bakvið og segja þessu fólki öllu að fara til andskotans og láta mig í friði. Geri það á morgun.
Og hei! Ég er eins árs stúdína! Hæ hó jibbí jeij og fyllerí og trallallalalaa.
fimmtudagur, júní 10, 2004
Drulla litla
Mig langar til að benda á bloggsíðuna hennar Dundu litlu vinkonu minnar. Hún er drullu löt við að blogga en ég held að ef einhver tekur sig til og les bloggið hennar og skrifar komment og svona þá kannski nenni hún þessu frekar. Látum á það reyna: www.dundalitla.blogspot.com
Hún er sko geðveikt mjó en því miður ekki á lausu, þó er ekki ólíklegt að hún láti til leiðast að sýna á sér brjóstin ef hún er beðin fallega.
Mig langar til að benda á bloggsíðuna hennar Dundu litlu vinkonu minnar. Hún er drullu löt við að blogga en ég held að ef einhver tekur sig til og les bloggið hennar og skrifar komment og svona þá kannski nenni hún þessu frekar. Látum á það reyna: www.dundalitla.blogspot.com
Hún er sko geðveikt mjó en því miður ekki á lausu, þó er ekki ólíklegt að hún láti til leiðast að sýna á sér brjóstin ef hún er beðin fallega.
sunnudagur, júní 06, 2004
Vott the fökk is íting Gilbert Grei?
Draumar hafa áhrif á líf okkar. Draumurinn sem mig dreymdi síðustu nótt hefur t.d. haft þau áhrif á mig að mér finnst ég ekki lengur þurfa að efast um kynhneigð mína. Ég ætla ekki að fara útí nein subbuleg smáatriði en núna er ég loksins alveg hundrað prósent viss um að ég er gagnkynhneigð. Ég hefi hugsað mér að semja ljóð af þessu tilefni enda er þetta stór dagur í mínu lífi.
There was a time
I used to think
that I could be a lesb
but then I thougt
I might as well
be bitten by a vesp...
Nei þetta var kraaaapííeeiii ljóð. Hér kemur annað:
I've fallen in love so easily
with women as with men
I've never known
wich love was real
or who I loved the most.
Since last night
I'm pretty sure
that from this very day
I'll know the answer
and be confident
in the fact that I'm not gay.
Djöffulinn. Mér gengur ekkert að semja ljóð. Venjulega er ég rosalega góð í þessu en ég hugsa að þetta sé bara ekki dagurinn minn. Ekki minn dagur í ljóðabransanum. Og skrú all sem finnast ljóð vera hallærisleg. Mér hefur alltaf fundist að með því að skrifa texta komist maður í betra samband við mann sjálfan og skilji betur hvað það er sem er að naga mann að innan. Og það er alltaf eitthvað að naga alla, dónt træ tú dínæ it.
Hei, ég man eftir einni mynd sem hét What's eating Gilbert Grey. En ég man ekki eftir því hvað var að naga hann. Ég man bara að hann átti feita mömmu og þroskaheftan bróður og svo byrjaði hann með einhverri gellu í endann. Gott ef hún ók ekki um bæinn á pallbíl.. eða húsbíl.
Vona að helgin hafi verið ástvinum mínum góð og öllum öðrum líka. Höfum í huga að Guð er í öllu og öllum.
Pís át. Skil samt ekki þetta Pís Át. Af hverju ekki bara Pís? Höfum það bara Pís. Pís in ðe wörld.
Draumar hafa áhrif á líf okkar. Draumurinn sem mig dreymdi síðustu nótt hefur t.d. haft þau áhrif á mig að mér finnst ég ekki lengur þurfa að efast um kynhneigð mína. Ég ætla ekki að fara útí nein subbuleg smáatriði en núna er ég loksins alveg hundrað prósent viss um að ég er gagnkynhneigð. Ég hefi hugsað mér að semja ljóð af þessu tilefni enda er þetta stór dagur í mínu lífi.
There was a time
I used to think
that I could be a lesb
but then I thougt
I might as well
be bitten by a vesp...
Nei þetta var kraaaapííeeiii ljóð. Hér kemur annað:
I've fallen in love so easily
with women as with men
I've never known
wich love was real
or who I loved the most.
Since last night
I'm pretty sure
that from this very day
I'll know the answer
and be confident
in the fact that I'm not gay.
Djöffulinn. Mér gengur ekkert að semja ljóð. Venjulega er ég rosalega góð í þessu en ég hugsa að þetta sé bara ekki dagurinn minn. Ekki minn dagur í ljóðabransanum. Og skrú all sem finnast ljóð vera hallærisleg. Mér hefur alltaf fundist að með því að skrifa texta komist maður í betra samband við mann sjálfan og skilji betur hvað það er sem er að naga mann að innan. Og það er alltaf eitthvað að naga alla, dónt træ tú dínæ it.
Hei, ég man eftir einni mynd sem hét What's eating Gilbert Grey. En ég man ekki eftir því hvað var að naga hann. Ég man bara að hann átti feita mömmu og þroskaheftan bróður og svo byrjaði hann með einhverri gellu í endann. Gott ef hún ók ekki um bæinn á pallbíl.. eða húsbíl.
Vona að helgin hafi verið ástvinum mínum góð og öllum öðrum líka. Höfum í huga að Guð er í öllu og öllum.
Pís át. Skil samt ekki þetta Pís Át. Af hverju ekki bara Pís? Höfum það bara Pís. Pís in ðe wörld.
laugardagur, júní 05, 2004
Fyrirsagnirnar snúa aftur
Var í leiðindum mínum að lesa allt bloggið mitt frá upphafi til enda og komst að því að það hefur farið versnandi. Hnignunin er mest áberandi í nýjasta blogginu þar sem meira að segja stafsetningarvillur vaða uppi. Ég sem er vön að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust, jafnvel leiðrétta stafsetningarvillur í bókum sem ég les, bara svona fyrir sjálfa mig. Þessu verður að linna. Þetta með fyrirsagnirnar get ég samt útskýrt. Það var nefninlega þannig að mér fannst smekklegra og skemmtilegra að hafa smellnar fyrirsagnir fyrir hverju bloggi en svo breytti einhver ívil kall í útlöndum Blogger.com þannig að möguleikinn til að feitletra eitthvað var ekki lengur fyrir hendi. Núna er aftur búið að laga bloggið og héðan í frá læt ég ekki einhverja ívil kalla í útlöndum stjórna mínu lífi. Fyrirsagnirnar eru komnar til að vera!
Var í leiðindum mínum að lesa allt bloggið mitt frá upphafi til enda og komst að því að það hefur farið versnandi. Hnignunin er mest áberandi í nýjasta blogginu þar sem meira að segja stafsetningarvillur vaða uppi. Ég sem er vön að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust, jafnvel leiðrétta stafsetningarvillur í bókum sem ég les, bara svona fyrir sjálfa mig. Þessu verður að linna. Þetta með fyrirsagnirnar get ég samt útskýrt. Það var nefninlega þannig að mér fannst smekklegra og skemmtilegra að hafa smellnar fyrirsagnir fyrir hverju bloggi en svo breytti einhver ívil kall í útlöndum Blogger.com þannig að möguleikinn til að feitletra eitthvað var ekki lengur fyrir hendi. Núna er aftur búið að laga bloggið og héðan í frá læt ég ekki einhverja ívil kalla í útlöndum stjórna mínu lífi. Fyrirsagnirnar eru komnar til að vera!
Ó það er margt búið að gerast síðan síðast ég skrifaði. En ég ætla ekki að segja frá því öllu. Það kemur til af því að ég man ekki allt og sumt er ekki prenthæft. Já, fyllerí og skándálar, daglegt brauð á nýja heimilinu mínu. Þetta heimili sem við Gústi erum í óða önn að koma okkur upp er frábært! Ég mæli með því við alla að fá sér svona heimili þar sem allt er eftir manns eigin höfði. Síðustu fimm, ef ekki sex árin í mínu lífi hef ég verið á hrakhólum með allt dótið mitt (sem reyndar er alls ekki eins mikið og ég hélt að það væri, einn og hálfu pappakassi eða svo)og það er ótrúlega mikill munur að hafa það allt á einum stað og nákvæmlega þar sem ég vil hafa það! (í pappakassanum inní mínum eigin skáp!)
Gústi kom aftur á móti á óvart í þessum flutningum. Hann á bókstaflega allt! Klósettbursta og Þvottavél og ALLT þar á milli. Það er eins og hann hafi ekki gert annað síðan hann varð kynþroska en að hanga á internetinu og panta sér hluti í búið. Hís fökking ameising.
Annars er ég bara lasin. Mamma mín er líka lasin. Gústi er að fara til Húsavíkur á eitthvað heví fyllerí í kvöld. Ætli það sé ekki best að ég fari til mömmu minnar og sinni henni smá. Við getum óverdósað á sýklalyfjum og fengið okkur rauðvínsglas. Það verður gaman!
Gústi kom aftur á móti á óvart í þessum flutningum. Hann á bókstaflega allt! Klósettbursta og Þvottavél og ALLT þar á milli. Það er eins og hann hafi ekki gert annað síðan hann varð kynþroska en að hanga á internetinu og panta sér hluti í búið. Hís fökking ameising.
Annars er ég bara lasin. Mamma mín er líka lasin. Gústi er að fara til Húsavíkur á eitthvað heví fyllerí í kvöld. Ætli það sé ekki best að ég fari til mömmu minnar og sinni henni smá. Við getum óverdósað á sýklalyfjum og fengið okkur rauðvínsglas. Það verður gaman!