laugardagur, júní 05, 2004
Fyrirsagnirnar snúa aftur
Var í leiðindum mínum að lesa allt bloggið mitt frá upphafi til enda og komst að því að það hefur farið versnandi. Hnignunin er mest áberandi í nýjasta blogginu þar sem meira að segja stafsetningarvillur vaða uppi. Ég sem er vön að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust, jafnvel leiðrétta stafsetningarvillur í bókum sem ég les, bara svona fyrir sjálfa mig. Þessu verður að linna. Þetta með fyrirsagnirnar get ég samt útskýrt. Það var nefninlega þannig að mér fannst smekklegra og skemmtilegra að hafa smellnar fyrirsagnir fyrir hverju bloggi en svo breytti einhver ívil kall í útlöndum Blogger.com þannig að möguleikinn til að feitletra eitthvað var ekki lengur fyrir hendi. Núna er aftur búið að laga bloggið og héðan í frá læt ég ekki einhverja ívil kalla í útlöndum stjórna mínu lífi. Fyrirsagnirnar eru komnar til að vera!
Var í leiðindum mínum að lesa allt bloggið mitt frá upphafi til enda og komst að því að það hefur farið versnandi. Hnignunin er mest áberandi í nýjasta blogginu þar sem meira að segja stafsetningarvillur vaða uppi. Ég sem er vön að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust, jafnvel leiðrétta stafsetningarvillur í bókum sem ég les, bara svona fyrir sjálfa mig. Þessu verður að linna. Þetta með fyrirsagnirnar get ég samt útskýrt. Það var nefninlega þannig að mér fannst smekklegra og skemmtilegra að hafa smellnar fyrirsagnir fyrir hverju bloggi en svo breytti einhver ívil kall í útlöndum Blogger.com þannig að möguleikinn til að feitletra eitthvað var ekki lengur fyrir hendi. Núna er aftur búið að laga bloggið og héðan í frá læt ég ekki einhverja ívil kalla í útlöndum stjórna mínu lífi. Fyrirsagnirnar eru komnar til að vera!