laugardagur, júní 26, 2004
Ég get ekki hætt að hugsa um Eternal Sunshine of the Spotless mind, hún var svo einkennileg, og góð.
Ég er svo yfir mig glöð og ánægð. Ég er í fríi í fjóra daga bara að dóla mér, borða nammi og kaupa dót í búið vort fallega. Ég fór á heimsins bestu tónleika á fimmtudagskvöldið með kærastanum mínum end his krú. Við sátum fremst í stúku og allir sátu, voða spakir og svo byrjuðu Deep Purple að spila Smók on ðe woter og allir stóðu upp og öskruðu enn hærra en áður og þegar lagið var búið stóð ég áfram og hoppaði og dansaði þangað til Gústi pikkaði í mig og benti mér á að allir voru sestir og að ég væri fyrir svona 20 manns sem voru við það að fara henda dósum og drasli í mig. Ég tók ekki eftir neinu!
Það er margt búið að gerast! Margt sem ég skil ekki og margt sem ég skil svo vel.
Ég er búin að kjósa! Ég kaus Ólaf og finnst ekkert að því að deila því með heiminum, hann er ókei! Ókei eins og Hödson bei.
Ég og Jónína fórum og fengum eiginhandaráritun hjá Jónsa, handa Dísu að sjálfsögðu því hún elskar hann, en núna elskum við hann líka. Hann var svo sætur og fyndinn!
Ég skil ekki hvernig minn kæri vinur, Magnús typpalingur, tímdi að hætta að vinna í Ikea. Þetta er bara skemmtilegsta búð í heiminum!
Ég skil ekki heldur hvernig ég gat týnt gleraugunum mínum í Kringlunni og þau ekki komist til skila í Týnt&fundið (hehe, skrifaði fyrst Týnt&fyndið) þarna á fyrstu hæðinni. Hver stelur gleraugum með mínus 8 og mínus 8.5?
Ég skil hinsvegar mjög vel að fólk laðist að mér. Ég er svo falleg og hæfileikarík.
Og ég skil að Jónína vilji elda fyrir mig mat því ég er óseðjandi og það veit hún.
Öðru fremur skil ég að Jónína vilji fara með mér út á lífið í kvöld því enginn er jafn léttur á því og skemmtilegur og ég þegar dimman dettur á.
Kæru vinir. ¨Verum hress þegar við erum ekki í vinnunni.
Ég er svo yfir mig glöð og ánægð. Ég er í fríi í fjóra daga bara að dóla mér, borða nammi og kaupa dót í búið vort fallega. Ég fór á heimsins bestu tónleika á fimmtudagskvöldið með kærastanum mínum end his krú. Við sátum fremst í stúku og allir sátu, voða spakir og svo byrjuðu Deep Purple að spila Smók on ðe woter og allir stóðu upp og öskruðu enn hærra en áður og þegar lagið var búið stóð ég áfram og hoppaði og dansaði þangað til Gústi pikkaði í mig og benti mér á að allir voru sestir og að ég væri fyrir svona 20 manns sem voru við það að fara henda dósum og drasli í mig. Ég tók ekki eftir neinu!
Það er margt búið að gerast! Margt sem ég skil ekki og margt sem ég skil svo vel.
Ég er búin að kjósa! Ég kaus Ólaf og finnst ekkert að því að deila því með heiminum, hann er ókei! Ókei eins og Hödson bei.
Ég og Jónína fórum og fengum eiginhandaráritun hjá Jónsa, handa Dísu að sjálfsögðu því hún elskar hann, en núna elskum við hann líka. Hann var svo sætur og fyndinn!
Ég skil ekki hvernig minn kæri vinur, Magnús typpalingur, tímdi að hætta að vinna í Ikea. Þetta er bara skemmtilegsta búð í heiminum!
Ég skil ekki heldur hvernig ég gat týnt gleraugunum mínum í Kringlunni og þau ekki komist til skila í Týnt&fundið (hehe, skrifaði fyrst Týnt&fyndið) þarna á fyrstu hæðinni. Hver stelur gleraugum með mínus 8 og mínus 8.5?
Ég skil hinsvegar mjög vel að fólk laðist að mér. Ég er svo falleg og hæfileikarík.
Og ég skil að Jónína vilji elda fyrir mig mat því ég er óseðjandi og það veit hún.
Öðru fremur skil ég að Jónína vilji fara með mér út á lífið í kvöld því enginn er jafn léttur á því og skemmtilegur og ég þegar dimman dettur á.
Kæru vinir. ¨Verum hress þegar við erum ekki í vinnunni.