laugardagur, júní 05, 2004

Ó það er margt búið að gerast síðan síðast ég skrifaði. En ég ætla ekki að segja frá því öllu. Það kemur til af því að ég man ekki allt og sumt er ekki prenthæft. Já, fyllerí og skándálar, daglegt brauð á nýja heimilinu mínu. Þetta heimili sem við Gústi erum í óða önn að koma okkur upp er frábært! Ég mæli með því við alla að fá sér svona heimili þar sem allt er eftir manns eigin höfði. Síðustu fimm, ef ekki sex árin í mínu lífi hef ég verið á hrakhólum með allt dótið mitt (sem reyndar er alls ekki eins mikið og ég hélt að það væri, einn og hálfu pappakassi eða svo)og það er ótrúlega mikill munur að hafa það allt á einum stað og nákvæmlega þar sem ég vil hafa það! (í pappakassanum inní mínum eigin skáp!)
Gústi kom aftur á móti á óvart í þessum flutningum. Hann á bókstaflega allt! Klósettbursta og Þvottavél og ALLT þar á milli. Það er eins og hann hafi ekki gert annað síðan hann varð kynþroska en að hanga á internetinu og panta sér hluti í búið. Hís fökking ameising.
Annars er ég bara lasin. Mamma mín er líka lasin. Gústi er að fara til Húsavíkur á eitthvað heví fyllerí í kvöld. Ætli það sé ekki best að ég fari til mömmu minnar og sinni henni smá. Við getum óverdósað á sýklalyfjum og fengið okkur rauðvínsglas. Það verður gaman!

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?