laugardagur, apríl 30, 2005

fokking blokkflautusnillingur

Nonno nonno. Þá er maður bara kominn með linkasíðu eins og allt annað normalt fólk! Eiginlega lýkur hérna tímabili í mínu lífi sem allra mesti lúser í bloggheiminum... eða nei annars, ég gerði þetta nú ekki sjálf, þannig að ég held titlinum! Vuhú!
Ég er að fara suður í ódisjónir eftir þrjá daga. Eitt af því sem ég á að gera er fimm mínútna gjörningur um sjálfa mig. Ég á nú eftir að fara létt með það, enda er mér ekkert tamara en að tala um sjálfa mig eða fjalla um mig á annan hátt.
Magga vinkona vill endilega vera með í að undirbúa gjörninginn. Hún sagði bara þegar ég sagði henni frá þessu: "jájá, þetta verður pís of keik. Þú gengur bara um sviðið og segir: "ekkó...ekkó..ekkó.." og svo pírirðu augun og segir myrkum rómi: "heimur versnandi fer"". Mér láðist að spyrja hana hvernig þetta tengdist minni persónu því ég hló svo mikið. Þetta er svo mikil snilld hjá henni að ég er að hugsa um að gera þetta. Bara þetta í fimm mínútur.
Annars bjó ég til snilldarlega flott listaverk í gær. Alveg hreint ógeðslega snilldarlegt. Segi ekkert meira um það því ég veit að það eru allra handa pervertar þarna úti sem vilja ólmir stela hugmyndunum mínum.
Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn að ég hef óvenjulega hæfileika til að spila á blokkflautu. Ég var næstum því búin að gleyma því. En ég fór og fann flautuna mína og er búin að vera að flauta hérna í gríð og erg síðan, og ég sver það. Ég hef einhverja undarlega hæfileika. Ég get spila hvaða lag sem er í heiminum á þessa flautu! Og þið sem haldið að það að sé ekkert mál að spila á blokkflautu skuluð bara prófa. Já. Prófiði bara að spila þarna Pókahontas lagið! Það er sko ekki á allra færi.
Að lokum vil ég koma því á framfæri að Ása vinkona mín er geðveikt mjó og sæt. Og brún! En ekki láta ykkur dreyma um að hún sé á lausu, hún er með mér.

laugardagur, apríl 23, 2005

„Maður röflar ekki í Jesú“

Jesús er besta vinkona mín. Og fyrir þau ykkar sem finnst ég vera að fara yfirum í þessu Jesú tali, þá er ég aldrei þessu vant að segja sannleikann. Magga er Jesús, og Jesús er Magga og það er ekki bara ég sem held því fram, heldur hefur fólk útí bæ haft orð á þessu. Enda kominn tími til, ég hef vitað þetta árum saman!
Ég er að borða nammi og saltstangir og ídýfu, svona diet Vogaídýfu með kryddblöndu. Ég get borðað endalaust af henni. Ég ELSKA hana. Reyndar elska ég ídýfur yfir höfuð. Eða bara sósur yfir höfuð. Sósur eru svo mikil snilld. Maður er kannski að fara að svæla í sig einhverju hollu, brauði með grænmeti eða einhverju, og finnst það ekkert spes. Þá man maður eftir pítusósunni, skellir henni á og er allt í einu kominn með veislumat í hendurnar. Eða bara kjöt. Segjum dýrindis nautasteik. Hún væri ekkert, EKKERT án Bernæes sósu. Hrossagúllas; væri ekki einu sinni gúllas án sósunnar. Pylsa með öllu; pylsa með hverju, ef ekki væri fyrir allar sósurnar? Lauk og steiktum?. Franskar; réttar og sléttar kartöflur án tómatsósu. Kannski er sósubransinn eitthvað fyrir mig. Kannski ætti ég að fara að læra eitthvað tengt sósugerð. Ég ætla að leggjast undir feld og hugsa minn gang, þessar ritgerðir verða bara að bíða..

mánudagur, apríl 18, 2005

Black heart, black soul brotha
Jájájájájá! Maður er bara hreinlega að drepast úr hressleika þessa dagana. Held reyndar að ég sé að fá magasár í öllum hressleikanum og sé að drepast í alvörunni. Þessvegna hef ég ákveðið að reyna að tjilla svolítið á því. Reyna að vera svolítið "svört" í anda, if you dig what I mean.
Ég tók próf í morgun maður, tvö stykki próf maður. Gekk vel í báðum. Er alveg tjilluð á því.
Svo er maður bara að... sjitt var að muna eftir tveimur hlutum sem ég gleymdi að gera í dag. Sjitt fokk sjitt, nei róleg Vilborg. It's gonna be fine sista. Just remember that life is only as hard as you'll have it, kick back and relaaax sista. Já einmitt. Þessir hlutir sko, það er alveg hægt að gera þá á morgun. Mmm mmm mmm, langar í búðing og ætla að láta það eftir mér, mm mm, that's the motherfokkin black spirit. Já það er gaman að vera svört. Það er ég viss um að Jesú var svartur. Hann var alltaf svo tjillaður á því!

sunnudagur, apríl 17, 2005

This summer is going to be hot and sexy
Vá, aldrei verið jafn mikið að frétta. Fyrst þetta: Ég fékk boð um að koma í inntökupróf og viðtal í Listaháskólanum. Fyrir þau ykkar sem ekkert vita sótti ég um nýja námið í leiklistardeildinni 'Fræði og Framkvæmd'. Ég var þónokkuð smeyk um að komast ekkert áfram þar sem umsóknin mín var númer 351. En svona kemur lífið manni á óvart stundum! Eina fokkið er að ég þarf að fixa síðasta prófinu í háskólanum einhvernveginn. Það hlýtur að reddast.
Annað sem er af mér að frétta er að ég kom í fréttunum í gær, bæði á stöð 2 og ríkissjónvarpinu. Eða réttara sagt, ennið á mér kom í fréttunum. Ég var nefnilega fundarstjóri á fundi sem bar yfirskriftina 'Ungt fólk og stjórnmál'. Össur og Ingibjörg voru bæði stödd á fundinum og þótt sú hefði reyndar ekki verið ætlunin þá litu fjölmiðlar á þennan fund sem fyrsta fundinn í baráttu þeirra um formannssætið. Ástæðan fyrir því að ennið á mér kom bara var sú að ég ekki sömu megin við púltið og Össur og Ingibjörg og myndavélarnar voru stöðugt á þeim. Ég var mest hissa á að fjölmiðlar skyldu ekki minnast á glæsilega fundarstjórn mína. Annars ætti það svo sem ekki að koma mér á óvart. Þetta er í annað skipti á einu ári sem frægðinni er beinlínis stolið af mér (við munum öll eftir hneykslinu þegar ég og mínir vinir uppgötvuðum eld í íbúð fyrir neðan okkur og hringdum á slökkvilið og rýmdum húsið, ekki orð um mig í blöðunum) svo ég ætti að vera orðin vön.
Svo fór ég í leikhús í gær að sjá Pakkið á móti eftir Henry Adam og þvílík fokking snilld. Ég er að segja ykkur það, ef þið eigið pening, skreppið þá á þessa sýningu. Hún er geðveik. Ég ætla ekki að segja neitt meira um hana, fariði bara að sjá!
Enn meiri fréttir: Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera á gestalista hjá Quarashi á föstudagskvöldið. Frikki hennar Kötu var nefnilega að spila með þeim því skratsarinn þeirra forfallaðist eitthvað. Þeir voru geðveikt flottir og ég er skotin í þeim öllum núna!
Annars eru bara próf og verkefni framundan. 3 vikur eftir og svo bara home sweet sumarfrí.
Veriði hott og tjilluð.
Tsjá.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Heilsa og sæla
Eftir að pabbi varð löglegt gamalmenni hefur hann fengið gríðarlegan áhuga á heilsunni. Málið er að hann óttast að tapa henni og geta ekki notið þess sem skyldi að þurfa ekki að vinna. Til allrar lukku fyrir hann á mamma allskonar tæki og tól til að mæla blóðsykur og blóðþrýsting. Pabbi mælir oft á dag. Hann lætur sér ekki nægja að mæla hann einu sinni á dag á einum handlegg heldur mælir hann þrisvar á hvorum handlegg og reiknar svo meðaltalið. Blóðsykurmælingarnar eru aðeins meira mál því hann er svo hræddur við nálar. Mamma stingur í hann (minnstu nál í heiminum sem sést ekki einu sinni af því að hún er innbyggð í tækið) og kreistir úr honum blóðdropann sem þarf til mælingarinnar. Á meðan starir hann náfölur út um gluggann og berst við að æla ekki eða falla í yfirlið. Hann lætur sig samt hafa það því hann ætlar ekki að gera heimilislækninum okkar það til geðs að uppgötva hjá honum of háan blóðsykur eða blóðþrýsting. Fyrirbyggjandi aðferðir eins og líkamrækt og grænmetisát hvarfla samt ekki að honum. Spes keis.

föstudagur, apríl 08, 2005

Megas
Megas átti afmæli í gær. Mér skilst að hann hafi sjálfur viljað sem minnst af því vita, en fjölmiðlar tóku sig saman um að láta hann ekki gleyma því. Ég elskaði það! Enda elska ég hann, eða öllu heldur verkin hans. Uppáhalds Megasarlagið mitt er Tvær Stjörnur en textinn var einmitt lesinn upp á Talstöðinni í gær. Best ég skrifi textann bara, hann er svo greit, en þið verðið að lesa hann! Annars er enginn tilgangur með þessu!

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
en ég vona bara hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju, úr gulli um hálsinn þinn
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn
í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn
og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já og andlitið þitt málað, hve ég man það alltaf skýrt
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best
en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu, að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og ég sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær
ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund.

Þótt að Megas hafi skrifað marga frábæra texta þá er þessi samt alltaf uppáhalds minn. Ekki kannski endilega uppáhalds lagið, þótt það sé reyndar gullfallegt, en uppáhalds texti samt. En það er nú bara af því að ég er svo mikill sökker fyrir svona sorg og eftirsjá! Sökker blogger.
Annars er ég bara mest í því að reyna að klára þessar 4 vikur sem eftir eru af skólanum með sóma. Það verður pís of keik!
Jæja gott fólk. Ég vona að þið séuð öll að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi.
Góðar stundir.

föstudagur, apríl 01, 2005

Áætlanir
Ég er föst á bókasafninu þangað til einhver nennir að sækja mig. Ég veit! Ég nota tímann til að gera svona læri áætlun fyrir þessar fjórar vikur sem eftir eru af skólanum. Elska að gera svona áætlanir, verst að ég fer sjaldnast eftir þeim. En ég tók samt skref í rétta átt í gær, leigði mér bók á amtinu sem heitir "Lærum að nema". Hver veit nema ég verði bara lærigúrú aldarinnar! Það væri gaman!
Annars er ekkert sérstakt að frétta. Ekkert frá því síðast. Ég er alveg jafn upptekin og ég var þá. Ég ætla að fara að elskaða að vera upptekin. Ég er nefnilega svo mikið fyrir að slaka á. Heilu vikurnar hjá mér fara í það að slaka bara á. Og þá meina ég BARA. Ég held að ég hefði gott af því að vinna eðlilega eins og annað fólk, slaka aðeins oftar á, í minni skömmtum. Já, það er frábær hugmynd, best að gera línurit um þetta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?