sunnudagur, apríl 17, 2005
This summer is going to be hot and sexy
Vá, aldrei verið jafn mikið að frétta. Fyrst þetta: Ég fékk boð um að koma í inntökupróf og viðtal í Listaháskólanum. Fyrir þau ykkar sem ekkert vita sótti ég um nýja námið í leiklistardeildinni 'Fræði og Framkvæmd'. Ég var þónokkuð smeyk um að komast ekkert áfram þar sem umsóknin mín var númer 351. En svona kemur lífið manni á óvart stundum! Eina fokkið er að ég þarf að fixa síðasta prófinu í háskólanum einhvernveginn. Það hlýtur að reddast.
Annað sem er af mér að frétta er að ég kom í fréttunum í gær, bæði á stöð 2 og ríkissjónvarpinu. Eða réttara sagt, ennið á mér kom í fréttunum. Ég var nefnilega fundarstjóri á fundi sem bar yfirskriftina 'Ungt fólk og stjórnmál'. Össur og Ingibjörg voru bæði stödd á fundinum og þótt sú hefði reyndar ekki verið ætlunin þá litu fjölmiðlar á þennan fund sem fyrsta fundinn í baráttu þeirra um formannssætið. Ástæðan fyrir því að ennið á mér kom bara var sú að ég ekki sömu megin við púltið og Össur og Ingibjörg og myndavélarnar voru stöðugt á þeim. Ég var mest hissa á að fjölmiðlar skyldu ekki minnast á glæsilega fundarstjórn mína. Annars ætti það svo sem ekki að koma mér á óvart. Þetta er í annað skipti á einu ári sem frægðinni er beinlínis stolið af mér (við munum öll eftir hneykslinu þegar ég og mínir vinir uppgötvuðum eld í íbúð fyrir neðan okkur og hringdum á slökkvilið og rýmdum húsið, ekki orð um mig í blöðunum) svo ég ætti að vera orðin vön.
Svo fór ég í leikhús í gær að sjá Pakkið á móti eftir Henry Adam og þvílík fokking snilld. Ég er að segja ykkur það, ef þið eigið pening, skreppið þá á þessa sýningu. Hún er geðveik. Ég ætla ekki að segja neitt meira um hana, fariði bara að sjá!
Enn meiri fréttir: Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera á gestalista hjá Quarashi á föstudagskvöldið. Frikki hennar Kötu var nefnilega að spila með þeim því skratsarinn þeirra forfallaðist eitthvað. Þeir voru geðveikt flottir og ég er skotin í þeim öllum núna!
Annars eru bara próf og verkefni framundan. 3 vikur eftir og svo bara home sweet sumarfrí.
Veriði hott og tjilluð.
Tsjá.
Vá, aldrei verið jafn mikið að frétta. Fyrst þetta: Ég fékk boð um að koma í inntökupróf og viðtal í Listaháskólanum. Fyrir þau ykkar sem ekkert vita sótti ég um nýja námið í leiklistardeildinni 'Fræði og Framkvæmd'. Ég var þónokkuð smeyk um að komast ekkert áfram þar sem umsóknin mín var númer 351. En svona kemur lífið manni á óvart stundum! Eina fokkið er að ég þarf að fixa síðasta prófinu í háskólanum einhvernveginn. Það hlýtur að reddast.
Annað sem er af mér að frétta er að ég kom í fréttunum í gær, bæði á stöð 2 og ríkissjónvarpinu. Eða réttara sagt, ennið á mér kom í fréttunum. Ég var nefnilega fundarstjóri á fundi sem bar yfirskriftina 'Ungt fólk og stjórnmál'. Össur og Ingibjörg voru bæði stödd á fundinum og þótt sú hefði reyndar ekki verið ætlunin þá litu fjölmiðlar á þennan fund sem fyrsta fundinn í baráttu þeirra um formannssætið. Ástæðan fyrir því að ennið á mér kom bara var sú að ég ekki sömu megin við púltið og Össur og Ingibjörg og myndavélarnar voru stöðugt á þeim. Ég var mest hissa á að fjölmiðlar skyldu ekki minnast á glæsilega fundarstjórn mína. Annars ætti það svo sem ekki að koma mér á óvart. Þetta er í annað skipti á einu ári sem frægðinni er beinlínis stolið af mér (við munum öll eftir hneykslinu þegar ég og mínir vinir uppgötvuðum eld í íbúð fyrir neðan okkur og hringdum á slökkvilið og rýmdum húsið, ekki orð um mig í blöðunum) svo ég ætti að vera orðin vön.
Svo fór ég í leikhús í gær að sjá Pakkið á móti eftir Henry Adam og þvílík fokking snilld. Ég er að segja ykkur það, ef þið eigið pening, skreppið þá á þessa sýningu. Hún er geðveik. Ég ætla ekki að segja neitt meira um hana, fariði bara að sjá!
Enn meiri fréttir: Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera á gestalista hjá Quarashi á föstudagskvöldið. Frikki hennar Kötu var nefnilega að spila með þeim því skratsarinn þeirra forfallaðist eitthvað. Þeir voru geðveikt flottir og ég er skotin í þeim öllum núna!
Annars eru bara próf og verkefni framundan. 3 vikur eftir og svo bara home sweet sumarfrí.
Veriði hott og tjilluð.
Tsjá.