föstudagur, apríl 08, 2005

Megas
Megas átti afmæli í gær. Mér skilst að hann hafi sjálfur viljað sem minnst af því vita, en fjölmiðlar tóku sig saman um að láta hann ekki gleyma því. Ég elskaði það! Enda elska ég hann, eða öllu heldur verkin hans. Uppáhalds Megasarlagið mitt er Tvær Stjörnur en textinn var einmitt lesinn upp á Talstöðinni í gær. Best ég skrifi textann bara, hann er svo greit, en þið verðið að lesa hann! Annars er enginn tilgangur með þessu!

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
en ég vona bara hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju, úr gulli um hálsinn þinn
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn
í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn
og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já og andlitið þitt málað, hve ég man það alltaf skýrt
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best
en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu, að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og ég sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær
ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund.

Þótt að Megas hafi skrifað marga frábæra texta þá er þessi samt alltaf uppáhalds minn. Ekki kannski endilega uppáhalds lagið, þótt það sé reyndar gullfallegt, en uppáhalds texti samt. En það er nú bara af því að ég er svo mikill sökker fyrir svona sorg og eftirsjá! Sökker blogger.
Annars er ég bara mest í því að reyna að klára þessar 4 vikur sem eftir eru af skólanum með sóma. Það verður pís of keik!
Jæja gott fólk. Ég vona að þið séuð öll að gera eitthvað skemmtilegt og gefandi.
Góðar stundir.

Öfugmæli...
hahhaa...ég skrifaði líka þennan texta á bloggið mitt!!
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?