föstudagur, apríl 01, 2005

Áætlanir
Ég er föst á bókasafninu þangað til einhver nennir að sækja mig. Ég veit! Ég nota tímann til að gera svona læri áætlun fyrir þessar fjórar vikur sem eftir eru af skólanum. Elska að gera svona áætlanir, verst að ég fer sjaldnast eftir þeim. En ég tók samt skref í rétta átt í gær, leigði mér bók á amtinu sem heitir "Lærum að nema". Hver veit nema ég verði bara lærigúrú aldarinnar! Það væri gaman!
Annars er ekkert sérstakt að frétta. Ekkert frá því síðast. Ég er alveg jafn upptekin og ég var þá. Ég ætla að fara að elskaða að vera upptekin. Ég er nefnilega svo mikið fyrir að slaka á. Heilu vikurnar hjá mér fara í það að slaka bara á. Og þá meina ég BARA. Ég held að ég hefði gott af því að vinna eðlilega eins og annað fólk, slaka aðeins oftar á, í minni skömmtum. Já, það er frábær hugmynd, best að gera línurit um þetta.

Öfugmæli...
Já vinnualki. Það er örugglega geðveikt. Ég ætla að vera vinnualki.
 
www.ma2003.tk
 
Já Vilborg vinna og vinna ég vinn núna um 12+ tíma á dag og er örugglega vinnualki og bara allki á allt.Hagaði Fanney sér illa á djamminu?getur ekki verið trúi ekki neinu upp á litla barnið mitt.Bið svo að heilsa gamla settinu blessss
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?