miðvikudagur, maí 31, 2006
Pólland, Pólland, ich liebe dich.
Ég er að fara til Póllands á laugardaginn, á ég að skila kveðju?
Á listanum langa yfir hluti sem við eigum að taka með okkur (ég er sko að fara á leiklistarnámskeið með bekkjarbróður mínum og kærum vini, Árna Kristjánssyni) er m.a. hljóðfæri. Ég kann ekki að spila á neitt nema píanó og blokkflautu svo af augljósum ástæðum ákvað ég að taka með mér píanóið (blokkflautan er svo dónaleg í laginu). En svo dreymdi mig undarlegan draum í nótt sem ég held að tákni, ef ég kann að lesa rétt í drauma, að ég eigi að taka með mér flautuna eftir allt saman. Mig dreymdi s.s. að minn kæri vinur Gústi væri að vinna í hljóðfærabúð og í þeirri búð fékkst rafmagnsblokkflauta, með hundruðum stillinga..
Draumaráðning: ef ég tek ekki með mér flautuna þá mun ég þurfa að borga fullt af peningum í flutningskostnað á píanói. Stillingarnar á flautunni í draumnum þýða líklega að ég muni græða mikla peninga á næstu dögum og að ókunnugur, dökkhærður maður með stálgrá augu muni koma mér til bjargar í sjávarháska.
Á listanum langa yfir hluti sem við eigum að taka með okkur (ég er sko að fara á leiklistarnámskeið með bekkjarbróður mínum og kærum vini, Árna Kristjánssyni) er m.a. hljóðfæri. Ég kann ekki að spila á neitt nema píanó og blokkflautu svo af augljósum ástæðum ákvað ég að taka með mér píanóið (blokkflautan er svo dónaleg í laginu). En svo dreymdi mig undarlegan draum í nótt sem ég held að tákni, ef ég kann að lesa rétt í drauma, að ég eigi að taka með mér flautuna eftir allt saman. Mig dreymdi s.s. að minn kæri vinur Gústi væri að vinna í hljóðfærabúð og í þeirri búð fékkst rafmagnsblokkflauta, með hundruðum stillinga..
Draumaráðning: ef ég tek ekki með mér flautuna þá mun ég þurfa að borga fullt af peningum í flutningskostnað á píanói. Stillingarnar á flautunni í draumnum þýða líklega að ég muni græða mikla peninga á næstu dögum og að ókunnugur, dökkhærður maður með stálgrá augu muni koma mér til bjargar í sjávarháska.
sunnudagur, maí 21, 2006
Ég er neðanberi
Fyrir þá sem hafa í hyggju að gerast meðlimir í Neðanbera Klúbbi Hennar Hátignar vil ég segja að reglurnar eru þessar:
Verið í fínum fötum að ofan.
Farið úr ÖLLU að neðan.
Verið loðin og náttúruleg, helst fram úr hófi.
Aldrei, aldrei, aldrei gera þetta í kynferðislegum tilgangi.
Aldrei, aldrei, aldrei vera sexý.
Í þessu ástandi má helst ekki ræða neitt nema pólitík og bókmenntir, ekki má víkja einu orði að lágmenningu og kynlífi.
Alls ekki má undir nokkrum kringumstæðum dilla mjöðmunum á eggjandi hátt.
Blátt bann er lagt við söng. Undantekningar eru þó gerðar við þessa reglu ef um ræðir pólitíska baráttusöngva, en þá á að syngja í megafón, ekki í míkrófón.
Hafið húmor fyrir sérkennilegum ljótleika kynfæra ykkar.
Þið eruð fallegt fólk þegar á heildina er litið.
Góðar stundir.
Verið í fínum fötum að ofan.
Farið úr ÖLLU að neðan.
Verið loðin og náttúruleg, helst fram úr hófi.
Aldrei, aldrei, aldrei gera þetta í kynferðislegum tilgangi.
Aldrei, aldrei, aldrei vera sexý.
Í þessu ástandi má helst ekki ræða neitt nema pólitík og bókmenntir, ekki má víkja einu orði að lágmenningu og kynlífi.
Alls ekki má undir nokkrum kringumstæðum dilla mjöðmunum á eggjandi hátt.
Blátt bann er lagt við söng. Undantekningar eru þó gerðar við þessa reglu ef um ræðir pólitíska baráttusöngva, en þá á að syngja í megafón, ekki í míkrófón.
Hafið húmor fyrir sérkennilegum ljótleika kynfæra ykkar.
Þið eruð fallegt fólk þegar á heildina er litið.
Góðar stundir.
laugardagur, maí 20, 2006
Ein létt á bárunni, haldiðaðasé...
Ókei. Bara til að sýna ykkur svart á hvítu hvaða mætti kommentin búa yfir hef ég ákveðið að blogga aftur þótt stutt sé liðið frá síðustu færslu.
Það er laugardagsmorgunn. Ég vaknaði snemma því ég fór snemma að sofa. Líklega líka vegna þess að ég hef engar gardínur í herberginu mínu til að draga fyrir blessuðu sólina. Það þykir mér yndislegt, enda held ég að það sé bara misskilningur að fólk geti ekki sofnað nema það sé dimmt í herberginu þeirra. Duglegt fólk sefur bara þegar það er þreytt.
Annars er ég að hugsa um að skella mér í skyrtu. Nei sturtu. Sturtu en ekki skyrtu. Ég á reyndar eina alveg ágæta skyrtu og það getur vel verið að ég skelli mér í hana eftir sturtuna.
Ef einhvern langar að gleðja mitt litla hjarta þá má hann gefa mér bókamerki. Ég þarf alltaf bókamerki og ég vil ekki að fólk sé að spyrja mig í hvað ég noti þau. Eða þarna fiskabókina þar sem fjallað er um neðansjávarlífið við Íslandsstrendur, mig langar líka í hana. En hún kostar heil ósköp. Þeir sem eru með meira en 300.000 kall í tekjur á mánuði mega hugsanlega gefa mér fiskabókina. Hinir mega gefa mér bókamerki. En jæja, nú er ég búin að tala svo lengi um bókamerki og fiskabækur að ég er farin að skammast mín.
Best að skella sér í sturtu og svo í skyrtu. Og svo.. hver veit nema ég skelli mér í leikhús klukkan tvö ! (Mín létt á því, haldiði að það sé léttleikinn á einu heimili, Jesús minn heilagur!)
Það er laugardagsmorgunn. Ég vaknaði snemma því ég fór snemma að sofa. Líklega líka vegna þess að ég hef engar gardínur í herberginu mínu til að draga fyrir blessuðu sólina. Það þykir mér yndislegt, enda held ég að það sé bara misskilningur að fólk geti ekki sofnað nema það sé dimmt í herberginu þeirra. Duglegt fólk sefur bara þegar það er þreytt.
Annars er ég að hugsa um að skella mér í skyrtu. Nei sturtu. Sturtu en ekki skyrtu. Ég á reyndar eina alveg ágæta skyrtu og það getur vel verið að ég skelli mér í hana eftir sturtuna.
Ef einhvern langar að gleðja mitt litla hjarta þá má hann gefa mér bókamerki. Ég þarf alltaf bókamerki og ég vil ekki að fólk sé að spyrja mig í hvað ég noti þau. Eða þarna fiskabókina þar sem fjallað er um neðansjávarlífið við Íslandsstrendur, mig langar líka í hana. En hún kostar heil ósköp. Þeir sem eru með meira en 300.000 kall í tekjur á mánuði mega hugsanlega gefa mér fiskabókina. Hinir mega gefa mér bókamerki. En jæja, nú er ég búin að tala svo lengi um bókamerki og fiskabækur að ég er farin að skammast mín.
Best að skella sér í sturtu og svo í skyrtu. Og svo.. hver veit nema ég skelli mér í leikhús klukkan tvö ! (Mín létt á því, haldiði að það sé léttleikinn á einu heimili, Jesús minn heilagur!)
fimmtudagur, maí 11, 2006
Um baks
Ég held svei mér þá að þetta verði eina færsla sumarsins. Ég vona allavega að það verði meira en svo að gera hjá mér að ég sjái mér fært að blogga fyrir þær fáu hræður sem enn slæðast hingað inn. Sem stendur er ég að vinna í fiskibúðinni, þeirri sömu og ég vann í síðasta sumar. Pabbi á bágt með að skilja hvað svona sæt og klár stelpa eins og ég sé að vilja í þessari eilífu fiskibúð alltaf hreint. Ég segi honum eftirfarandi: Þetta er góð og heiðarleg vinna. Ég fæ að baksa í stígvélum og gúmmísvuntu allan daginn, verða blaut og skítug og það er bara eitthvað svo heilsusamlegt og gott. Ég get allsstaðar annarsstaðar verið með lakkaðar neglur í hreinum fötum og engum stígvélum að pikka inn á tölvu og blaða í pappírum. Mig langar að baksa svolítið þegar mér gefst færi á því.
Baks er s.s. að vera að gera eitthvað í fötum sem mega verða skítug og maður má svitna í. Baks er að mínu mati lífsnauðsynlegt og kemur í veg fyrir firringuna sem felst í því að sitja í einu herbergi heilu dagana, talað við fullt af fólki án þess að hitta nokkurn mann og verslað hluti í gegnum internetið sem maður hefur aldrei snert, fyrir peninga sem maður á ekki.
Jæja, baksið kallar.
Baks er s.s. að vera að gera eitthvað í fötum sem mega verða skítug og maður má svitna í. Baks er að mínu mati lífsnauðsynlegt og kemur í veg fyrir firringuna sem felst í því að sitja í einu herbergi heilu dagana, talað við fullt af fólki án þess að hitta nokkurn mann og verslað hluti í gegnum internetið sem maður hefur aldrei snert, fyrir peninga sem maður á ekki.
Jæja, baksið kallar.