laugardagur, maí 20, 2006

Ein létt á bárunni, haldiðaðasé...

Ókei. Bara til að sýna ykkur svart á hvítu hvaða mætti kommentin búa yfir hef ég ákveðið að blogga aftur þótt stutt sé liðið frá síðustu færslu.
Það er laugardagsmorgunn. Ég vaknaði snemma því ég fór snemma að sofa. Líklega líka vegna þess að ég hef engar gardínur í herberginu mínu til að draga fyrir blessuðu sólina. Það þykir mér yndislegt, enda held ég að það sé bara misskilningur að fólk geti ekki sofnað nema það sé dimmt í herberginu þeirra. Duglegt fólk sefur bara þegar það er þreytt.
Annars er ég að hugsa um að skella mér í skyrtu. Nei sturtu. Sturtu en ekki skyrtu. Ég á reyndar eina alveg ágæta skyrtu og það getur vel verið að ég skelli mér í hana eftir sturtuna.
Ef einhvern langar að gleðja mitt litla hjarta þá má hann gefa mér bókamerki. Ég þarf alltaf bókamerki og ég vil ekki að fólk sé að spyrja mig í hvað ég noti þau. Eða þarna fiskabókina þar sem fjallað er um neðansjávarlífið við Íslandsstrendur, mig langar líka í hana. En hún kostar heil ósköp. Þeir sem eru með meira en 300.000 kall í tekjur á mánuði mega hugsanlega gefa mér fiskabókina. Hinir mega gefa mér bókamerki. En jæja, nú er ég búin að tala svo lengi um bókamerki og fiskabækur að ég er farin að skammast mín.
Best að skella sér í sturtu og svo í skyrtu. Og svo.. hver veit nema ég skelli mér í leikhús klukkan tvö ! (Mín létt á því, haldiði að það sé léttleikinn á einu heimili, Jesús minn heilagur!)

Öfugmæli...
Þú vaktir mig. Það er líka bjart fyrir norðan, takk fyrir að vekja mig. Ég er að fara að búa til búning úr álpappír fyrir kveldið, (ekki fyrir mig samt, því miður) kannske ég geri mér eina skyrtu í leiðinni.
 
Létt á því! Heldurðu að það sé! Jahérnahér.
Ég er líka létt. Á því. Ég fó rí 3ja tíma göngu í dag. Jáhhh... Svo koma haglél og svo kom sól og svo kom haglél aftur og svo koma bara venjuleg snjókoma og svo kom vinur í andlitið á mér. Mér var kalt. Þá hefði nú verið að gott að vera í álpappír galla.
Magga
 
Vinur í andlitið á mér!! Ahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahhaa!!! Það mætti nú misskilja þetta :D:D:D
Það kom sem sagt vindur í andlitið á mér, enginn vinur.
Ahahahahahahahahahahahaha!
 
Ég held ég hafi pissað á mig af hlátri núna rétt í þessu.
 
:D Vinur í andlitið á mér:D:D Ég er alveg að pissa í mig af hlátri. Ekki myndi ég vilja að vinur kæmi í andlitið á mér, oj. Þetta er SVO fyndið komment, sérstaklega ef maður les það með austur evrópskum hreimi. :D
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?