mánudagur, febrúar 28, 2005

Nú ætla ég að byrja á að óska comrad Albertinos til hamingju með afmælið. Hann er loksins orðinn 24 ára, loksins slétt tala eftir heilt ár í oddatölu. Og svo vil ég bjóða mína kæru systur Jónínu velkomna heim til Íslands og til Akureyrar, en hingað kom hún í dag. Ég tók til í herberginu mínu af þessu tilefni en mér láðist að ryksuga og þurrka ryk af hillum. Kannski, ef heppnin er með mér, gerir hún það fyrir mig. Annars finnst mér að pabbi ætti að sjá um allt svoleiðis, hann hefur aldrei þurrkað ryk á sinni ævi og löngu kominn tími til að hann bæti upp fyrir áralanga vanrækslu á því sviði.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Butterfly - Crazy Town

Butterfly - Crazy Town

Come my lady
Come, come my Lady
You're my butterfly. Sugar, baby
Come my lady
Come, come my lady
You're my butterfly. Sugar, baby

Such a sexy, sexy pretty little thing
Fierce nipple pierce, you got me sprung
With your tongue ring
And I ain't gonna lie
Cuz your lovin' gets me high
So to keep you by my side
There's nothin' that I won't try
Butterflies in her eyes
And the looks to kill
Time is passing
And I'm askin, "Could this be real?"
Cuz I can't sleep
I can't hold still
The only thing I really know
Is she got sex appeal
I can feel
Too much is never enough
You're always there to lift me up
When these times get rough
I was lost. Now I'm found
Ever since you've been around
You're the woman that I want
So yo, I'm puttin' it down

Come my lady
Come, come my lady
You're my butterfly. Sugar, baby
Come my lady
Come, come my lady
You're my pretty baby
I'll make your legs shake
You make me go crazy

Hey sugar-mama come and dance with me
The smartest thing you ever did
Was take a chance with me
Whatever tickles your fancy
Girl it's me and you like Sid and Nancy
So sexy, almost evil
Talkin' about butterflies in my head
I used to think happy endings
Were only in the books I read
But you made me feel alive
When I was almost dead
You filled that empty space
With the love I used to chase
And as far as I can see
It don't get better than this
So, butterfly here is a song
And it's sealed with a kiss
And I thank you miss

Come my lady
Come, come my lady
You're my butterfly. Sugar, baby
Come my lady
Come, come my lady
You're my pretty baby
I'll make your legs shake
You make me go crazy

Come and dance with me
(repeat 11x)

Æji, ég tek þetta til baka sem ég sagði um fangelsið. Þeir eru bara að reyna að gera sitt besta eins og allir aðrir. Svo eru þeir líka hott. Geðveikur texti:D ..make my legs shake bebee úúú

Komm komm ma ledeee
Vá hvað það er búið að vera gaman hjá mér í dag! Það er nefnilega einhver geimveruleg hrímþoka búin að vera hér á Akureyri í allan dag sem skilur eftir sig ca sentimeters þykkt lag af hrími á hverju strái hér í bæ. Ég og pabbi fórum í leiðangur og tókum milljón myndir af þessu öllu saman og ég myndi skella þeim inn á veraldarvefinn ef ég nennti því og kynni að gera það á auðveldan og skemmtilegan hátt, en ég kann bara leiðinlega og erfiða leið til þess svo ég nenni því ekki.
Annars er ég pirruð út í sjálfa mig fyrir að vera ekki að læra fyrir prófið sem er á mánudag. Mig langar að ganga vel í því og ég er að reyna að segja sjálfri mér að það sé þá best að byrja sem fyrst að læra en ég hlusta ekki á mig. Ég hreinlega nenni ekki að hlusta á tuðið í mér, þessvegna geri ég bara eitthvað annað í staðinn.
Í rauninni hef ég ekkert skemmtilegt að segja. Þá er víst best að þegja. En ef einhver man hvað hljómsveitin sem kom með smellinn góða "komm ma lady, komm komm ma lady, you're my butterfly, sugar bebeeee" heitir, þá má sá hinn sami endilega segja mér það. Ég ætla að kæra þessa hljómsveit fyrir subbulegan flutning eða eitthvað, þeir verða að fara í fangelsi!

sunnudagur, febrúar 20, 2005

http://www.kaffiakureyri.is/systems/gallery/igallery.asp?d=C:\Inetpub\domains\kaffiakureyri.is\SiteData\pictures\05_Árið%202005\02_Febrúar\19_19.%20feb.%20Rúnar%20og%20Siggi\&page=7
Ég er samkvæmisljón á hátindi frægðarinnar. Fyndið, fyrir aftan okkur er maður sem steinsefur einn við borð. Mig langaði að vekja hann og drífa hann með okkur út á dansgólfið en Magga bannaði mér það. Henni fannst hann sofa svo vært. Ég var ekki viss. Hversu vært getur maður sofið á skemmtistað, sitjandi á stól með hausinn hangandi útá hlið? Ég get eiginlega ekki svarað því.. Þetta er eitthvað sem ég á eftir að prófa!
Annars var ég bara í brúðkaupi í gær. Nína Jensen og Gunnar Óli voru að gifta sig. Það var rosalega yndislega yndislegt. Allir í sínu fínasta pússi og sínu albesta skapi, staðráðnir í því að skemmta sér vel. Ég fíla það. Eftir brúðkaupið fór ég heim til Möggu og hellti í mig bjór og söng af mér tútturnar í singstar. Ég er ekkert spes í þessum leik, en þetta var samt rosalega skemmtilegt.
Í dag er konudagur. Ég er kona. Ég óska þessvegna mér og öllum öðrum konum hjartanlega til hamingju með daginn. Ég fékk blóm og kakó og kleinu frá pabba mínum. Og yndislega skemmtilegt símtal með yndislega skemmtilegum fréttum frá fyrrverandi kærasta. Alveg hreint yndislegt.
Jæja, nú er komið nóg af þessu. Ætli það sé eitthvað gott í sjónvarpinu?

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Bittersweet bitterness
Hello darlings! Langt síðan ég bloggaði síðast. Hvað vitið þið nema ég loggi mig samt inn á hverjum degi, skrifi langa pistla, helli úr hjarta mínu, en stroki þá svo út aftur. Kannski treysti ég ekki internetinu fyrir öllu sem ég hef að segja. En til að þið þurfið ekki að velta því fyrir ykkur þá get ég svarað því hér og nú: Nei, ég logga mig ekki inn á hverjum degi til að skrifa langa pistla til þess eins að stroka þá út aftur. Nei og nei, það geri ég nú ekki.
Ég logga mig nú samt inn á hverjum degi til að tékka á kommentaflæðinu. Ég vakna spennt á hverjum morgni, eldsnemma, rýk upp úr hlýju rúminu og beint í tölvuna. Þegar ég sé að ekkert komment hefur bæst við frá deginum áður, reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að fólk hafi bara ekki haft tíma til að lesa. Ég bægi frá mér öllum óþægilegum hugsunum um að fólk lesi bloggið mitt og kommenti ekki. Tárin safnast upp í augunum á mér og til að koma í veg fyrir að fólk sjái vonbrigðin lýsa af andliti mínu horfi ég alltaf niður í gólf en ekki í augun á fólki sem ég tala við. Ég er hranaleg í málrómnum til að fólk heyri ekki klökkvann í röddinni. Ef einhver spyr mig hvort ekki sé allt í lagi hjá mér horfi ég bitur út í buskann og segi: "jújú. Allt í þessu fínasta."
En svona grínlaust, þá er bara gaman hjá mér núna! Magga er búin að stofna nýja bloggedíblogg síðu fyrir okkur vinkonurnar; Mig, hana, Hrönn, Lilju og Elvu. Vinagengi eru ekki gengi með gengjum ef þau eru ekki með bloggsíðu, þannig að við hellum okkur útí bransann! Slóðin er http://blog.central.is/maggs
Tékkitt át og pís át!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

I am who I am
Í dag er öskudagur. Í fyrra var ég sérútvaldur nammiútdeilari Drottins. Í dag er ég bara boðberi sannleikans. Nammi skemmir tennurnar og gerir mann feitan.
OF mikið af öllu síðustu daga (nammi, svefni, bollum, baunum, vökum, saltkjöti) hefur valdið einkennilegu kæruleysi í fasi mínu. Til dæmis mætti ég í skólann í dag, í krumpaðri mussu og víðum gallabuxum, með skítugt hár spennt upp með teygju og spennum. Þrátt fyrir ömurlegt útlitið blaðraði ég heil ósköp í þjóðfélagsfræðitíma. Lét eins og ég vissi heilan helling, sem ég vissi þó ekki. En hver veit nokkurn skapaðan hlut? Ég vann þjóðfélagsfræðilegt verkefni í aðferðafræðitíma, þrátt fyrir að kennarinn héngi yfir mér með manndrápssvip, lét það ekkert á mig fá. Og á fyrirlestri um blaðamannverðlaun lét ég hugann reika og skrifaði um ástina í grænbláa stílabók. Greinilegt að ég þarf að fara heim í sturtu, slá mig utanundir og gera mér betur grein fyrir stöðu minni.
Hver er staða mín? Jah, spyrji nú hver fyrir sig.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

http://www.hi.is/~egillg/mynd/22_jan/index.htm
Á þessari síðu eru myndir af mér, Möggu, Hrönn, Lilju og Elvu og fleirum frá því síðast ég var í Reykjavík! Þið verðið bara að skoða þær, ég er svo rosalega sæt á þeim!:D
Annars er ég búin að vera rosalega dugleg í dag. Las og las og las fyrir vikuna og gæti núna sagt ykkur allt um Nietzsche ef þið hefðuð áhuga. En ég efast um að áhuginn sé svo mikill.. Eruð þið að hugsa það sama og ég? Er Nietzsche virkilega skrifað svona? Er þessu s-i ekki ofaukið? ...nei búin að gá, svona er þetta.
Á morgun ætla ég að vakna á sama tíma og venjulega. Brosa rosa mikið og fá mér kaffi. Svo ætla ég í skólann og einbeita mér að öllu sem Giorgio segir frekar en að hugsa um kynlíf. Ég ætla að skrifa og skrifa glósur og ég ætla að spyrja gáfulegra spurninga sem koma málinu við. Ég ætla ekki að skrópa í einum einasta tíma, jafnvel þótt ég sé í skólanum frá 8 til 18. Í pásum ætla ég að halda áfram að lesa lesefnið fyrir vikuna. Þegar ég kem heim úr skólanum ætla ég að borða eitthvað hollt og gott og slaka svo á og gleðjast yfir því að allir erfiðu dagarnir í vikunni séu að baki.
Líklega mun ég þó vakna seint og illa, mæta seint í fyrsta tíma og bölva öllu sem heitir skóli fram yfir hádegi. Ég mun láta hugann reika á meðan Giorgio fræðir okkur um stefnur og strauma 20. aldarinnar, hrökkva upp á fimm mínútna fresti og laumast til að kíkja á glósurnar hjá þeim sem situr við hliðina á mér. Pásurnar fara allar í að teygja mig og geyspa, loka augunum og berjast við að opna þau aftur. Ef ég þrauka allan daginn og mæti í hvern einasta tíma mun ég koma við í 10-11 á leiðinni heim og kaupa nammi fyrir tíuþúsund krónur. Þegar ég kem heim mun ég fleygja mér á rúmið, borða nammi eins og ég get í mig látið og grenja af streitu og leiða, sofna í fötunum og vakna hálftíma seinna, brjálæðislega pirruð og enn þreyttari en áður.
Jájá, ég þekki mig og mína líka.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?