laugardagur, febrúar 26, 2005

Komm komm ma ledeee
Vá hvað það er búið að vera gaman hjá mér í dag! Það er nefnilega einhver geimveruleg hrímþoka búin að vera hér á Akureyri í allan dag sem skilur eftir sig ca sentimeters þykkt lag af hrími á hverju strái hér í bæ. Ég og pabbi fórum í leiðangur og tókum milljón myndir af þessu öllu saman og ég myndi skella þeim inn á veraldarvefinn ef ég nennti því og kynni að gera það á auðveldan og skemmtilegan hátt, en ég kann bara leiðinlega og erfiða leið til þess svo ég nenni því ekki.
Annars er ég pirruð út í sjálfa mig fyrir að vera ekki að læra fyrir prófið sem er á mánudag. Mig langar að ganga vel í því og ég er að reyna að segja sjálfri mér að það sé þá best að byrja sem fyrst að læra en ég hlusta ekki á mig. Ég hreinlega nenni ekki að hlusta á tuðið í mér, þessvegna geri ég bara eitthvað annað í staðinn.
Í rauninni hef ég ekkert skemmtilegt að segja. Þá er víst best að þegja. En ef einhver man hvað hljómsveitin sem kom með smellinn góða "komm ma lady, komm komm ma lady, you're my butterfly, sugar bebeeee" heitir, þá má sá hinn sami endilega segja mér það. Ég ætla að kæra þessa hljómsveit fyrir subbulegan flutning eða eitthvað, þeir verða að fara í fangelsi!

Öfugmæli...
hvenær ætlaru að sýna mér þessar myndir!!?? ég er búin að bíða í allan dag!!!....*BÍÐ*
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?