mánudagur, júlí 19, 2004

Can I borrow a feeeling, can you lend me a jar of love..?
Vá! Frábær tilviljun í gangi hér! Sko þegar ég logga mig inn á blogger þá fæ ég upp statusinn á báðum bloggsíðunum mínum (eða þegar ég skrái mig inn á þvaðursíðurnar þá fæ ég upp stöðuna..blablabla íslenska) og ég hef aldrei skoðað það neitt náið, en núna skoðaði ég óvart og sá að á báðum hefi ég bloggað akkúrat 47 sinnum og síðasta færsla var 14. júlí 2004 á Mahogg og 14. apríl 200ogeitthvað á Bréf til Láru! Er þetta ekki Guð að segja eitthvað? Ég held það. Kannski er hann að minna mig á að ég á afmæli í dag! Óþarfi að minna mig á það núna svosum. Þetta er búinn að vera einn besti afmælisdagur sem ég hef átt um mína ævi. Takk allir sem hringdu og komu til mín og sendu sms. Og takk takk Gústi minn fyrir að vera besti kærasti í heiminum og bjóða mér úr að ofan.. nei ég meina út að borða og í bíó.  Og takk Spædermann fyrir að vera mjúki maðurinn, svo rómantískur en þó ekki.. Og takk Kirsten Dunst fyrir að vera rauðhærð og alveg eins og ég. Takk fyrir frábæran dag allir saman.
Ein önnur fyndin tilviljun er sú að kortið sem ég fékk frá Gústa var svona loðið og í Gay-Pride litunum en ég fékk einmitt "Velkomin út úr skápnum" kort í fyrra frá vinum mínum og belti í Gay-Pride litunum frá systur minni. Vísbendingarnar hlaðast upp hérna enda er ég búin að ákveða að vera bara Gay. Æm gei end práááááád off itt!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Vvóóóóó
Ég er að gleyma aðal helvítis fréttunum. Ég á afmæli á mánudaginn! Loksins að verða 16! Eins gott fyrir ykkur að muna það þarna helvítin ykkar.

O jæja
Ég er stundum þreytt á lífinu en vinnan er alltaf jafn skemmtileg. Eftir að ég ákvað að fara að sýna fólki kurteisi og almennilegheit, ekki bara í framkomu, heldur líka í huganum, þá gengur allt miklu betur. T.d. kom einn kall í vinnuna til mín í dag sem fannst allt sem ég sagði vera frábær hugmynd. Ég spurði hvort hann væri með afsláttarkort, hann sagði: "nei, en það væri sniðugt að eiga svoleiðis" og ég sagði: "ekkert mál, ég gef þér eitt" og hann varð voða upprifinn og glaður og blaðraði heil ósköp um gjafmildi mína og þá komst ég í svo mikið stuð að ég ákvað að bjóða honum poka undir vörurnar og hann varð svona líka ljómandi glaður og og fannst það líka vera besta hugmynd sem einhver hefði nokkurntímann fengið. Þannig teygðist á afgreiðslunni svolítið á meðan við hrósuðum hvort öðru fyrir brosmildi, gott skap og flottar hárgreiðslur og eftir að hann fór var ég öll eitt skínandi bros. Já, það borgar sig svo sannarlega að vera góður við kúnnana. Ekki skemmdi svo fyrir að einn af uppáhaldskúnnunum mínum kom í dag og sagði mér margsinnis hvað henni þætti nú vænt um mig og hvað henni þætti alltaf gott að koma til mín og sjá mig o.s.frv. Stanslaus gleði í vinnunni s.s. þótt lífið sé annars hundleiðinlegt.
Annars er það helst að frétta að Magga mín og Albert hennar eru að fara að gifta sig á laugardaginn. Ég er eiginlega bara farin að hlakka til þótt ég viti ekki ennþá í hverju ég ætla að vera og hvað ég ætla að segja í veislunni. Það kemur vonandi bara í ljós á föstudaginn eða eitthvað, ég er að vona að Jessi vinur minn reddi þessu fyrir mig, sko Jesú. Hann finnur örugglega föt á mig og sendir mér ræðu í pósti. Jájájá, ég er ekkert að verða klikkuð.
Ég var eitthvað að lesa bloggið hennar Katrinar.is í gær af því að ég hafði ekki rassgat að gera. Og hún var þar eitthvað að tala um Fanneyju nýju vinkonu sína sem hefði stoppað niðrí bæ og sagt eitthvað um að þetta væri Katrin.iiiiis og að hún væri fræææææææg. Ég skal bíta af mér vísifingur hægri handar ef þetta var ekki hún Jónasína Fanney, mín elsta vinkona. Jónasína Fanney, gefðu þig fram og játaðu gjörðir þínar! Það geta ekki verið til tvær Fanneyjar sem segja svona hluti við bláókunnugar manneskjur.
Allavega gott fólk, veriði kúl.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Midlæf Kræses
Það er víst langt síðan ég bloggaði síðast. Og síðast var ég ekki einu sinni jákvæð og skemmtileg eins og ég er annars oftast. En ég vona bara að enginn hafi hlotið varanlegan skaða af og reyni að bæta upp fyrir þetta núna.
......Æji fökkit, það er ekkert gaman að lifa. Ég nenni ekki að hafa fyrir því lengur. Sko ekki þannig að mig langi ekki að lifa, heldur nenni ég því engan veginn. Ég nenni ekki að þurfa að vinna. Ég nenni ekki að hafa allskonar óskilgreindar þarfir sem fæða ekkert af sér nema endalausa reikninga sem ég nenni síðan ekki að borga. Ég nenni ekki að þurfa að eiga síma og internet og tölvu og bíl og skó og allskonar föt og hús og peninga eitthvað svona drasl sem maður hefur í rauninni enga þörf fyrir til að komast af. Mig langar bara að leggjast í útlegð. Það er eina vitið! Fara eitthvurt uppá öræfi og búa í helli og eitthvað. Ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki þessu uppáþrengjandi tilbúna lífi sem ég lifi. Til hvers í ósköpunum mæti ég í vinnuna? Til að eignast peninga. Og til hvers þarf ég peninga? Til að viðhalda þessari neyslu og þessu öllu sem mér er sagt að ég þurfi. Mig langar svoooo að gefa skít í allt þetta tilbúna drasl. Mig langar ekki að vera hérna! Mig langar í eitthvað allt allt allt allt allt allt allt annað. Er ekki einhver Fjalla-Eyvindur til í að koma og ræna mér?
Já svona er nú jákvæðnin. Hún kann svo sannarlega að koma manni á óvart.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Það er eitt sem er stórkostlega mikið að angra mig þessa dagana. Og það er hvað læknar geta verið miklar helvítis drullur. Ókei, geri mér grein fyrir því að það er örugglega heví álag á læknum og svona en þeir, frekar en allir aðrir, verða að hafa góða þjónustulund! Þeir veeerða að passa sig á því hvað þeir segja. Ég hef heyrt svo óóógeðslega margar sögur af því að hinir og þessir læknar hafi sagt eitthvað sem ekki stóðst en gjörsamlega eyðilagði líf manneskjunnar sem við átti í margar vikur á eftir. Gott dæmi um þetta er helvítis læknirinn sem ég fór til um árið til að tékka hvort hann gæti ekki gefið mér frítt í sund og afslátt á líkamsræktarstöðvum og e-ð því ég er með örlítinn fæðingargalla á fótum sem háir mér ekki að neinu leyti öðru en því að ég get ekki staðið á tám. Hann skoðaði mig eitthvað og sagði mér svo að þetta væri sorglegt með mig, ég mætti bara alls ekki labba of mikið því þá flýtti ég fyrir því að ég lenti í hjólastól, sem var óhjákvæmilegt að hans mati því það væri of mikið álag á ökklunum. Ég náttúrlega var ekkert hress. Eiginlega bara drulluóhress og byrjaði að finna ægilega til í öllum líkamanum af tómri ímyndunarveiki, sá fyrir mér samþjöppun hryggjarliðanna í hverju spori sem ég tók og var viss um hvert skref sem ég tæki yrði mitt síðasta, nú væri það bara sjúkralega og sársauki þangað til ég dræpist úr leiðindum. Svo ákvað ég að fara til annars læknis til að sækja um spelkur eða eitthvað því ég var viss um að ég væri orðin svo fötluð og hann sagði mér bara að vera ekki með þetta bull, það væri allt í lagi með mig hann hefði ekki séð hressara bak og fætur í háa herrans tíð. Ég myndi bara slitna og eldast eins og annað fólk. Hugsiði ykkur alla mánuðina sem þetta læknaviðrini kostaði mig í kvöl og pínu yfir slæmu líkamlegu ástandi. Ég veit að læknar þjást örugglega af sjúklingafóbíu eins og ég af kúnnafóbíu en það skiptir bara meira máli að vera tillitsamur í þeirra starfi.
Já æji ég verð svo mikið að hlaupa að ég nenni ekki að ritskoða þetta. Kannski er þetta bara rögl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?