mánudagur, júlí 19, 2004

Can I borrow a feeeling, can you lend me a jar of love..?
Vá! Frábær tilviljun í gangi hér! Sko þegar ég logga mig inn á blogger þá fæ ég upp statusinn á báðum bloggsíðunum mínum (eða þegar ég skrái mig inn á þvaðursíðurnar þá fæ ég upp stöðuna..blablabla íslenska) og ég hef aldrei skoðað það neitt náið, en núna skoðaði ég óvart og sá að á báðum hefi ég bloggað akkúrat 47 sinnum og síðasta færsla var 14. júlí 2004 á Mahogg og 14. apríl 200ogeitthvað á Bréf til Láru! Er þetta ekki Guð að segja eitthvað? Ég held það. Kannski er hann að minna mig á að ég á afmæli í dag! Óþarfi að minna mig á það núna svosum. Þetta er búinn að vera einn besti afmælisdagur sem ég hef átt um mína ævi. Takk allir sem hringdu og komu til mín og sendu sms. Og takk takk Gústi minn fyrir að vera besti kærasti í heiminum og bjóða mér úr að ofan.. nei ég meina út að borða og í bíó.  Og takk Spædermann fyrir að vera mjúki maðurinn, svo rómantískur en þó ekki.. Og takk Kirsten Dunst fyrir að vera rauðhærð og alveg eins og ég. Takk fyrir frábæran dag allir saman.
Ein önnur fyndin tilviljun er sú að kortið sem ég fékk frá Gústa var svona loðið og í Gay-Pride litunum en ég fékk einmitt "Velkomin út úr skápnum" kort í fyrra frá vinum mínum og belti í Gay-Pride litunum frá systur minni. Vísbendingarnar hlaðast upp hérna enda er ég búin að ákveða að vera bara Gay. Æm gei end práááááád off itt!

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?