þriðjudagur, júlí 13, 2004

Midlæf Kræses
Það er víst langt síðan ég bloggaði síðast. Og síðast var ég ekki einu sinni jákvæð og skemmtileg eins og ég er annars oftast. En ég vona bara að enginn hafi hlotið varanlegan skaða af og reyni að bæta upp fyrir þetta núna.
......Æji fökkit, það er ekkert gaman að lifa. Ég nenni ekki að hafa fyrir því lengur. Sko ekki þannig að mig langi ekki að lifa, heldur nenni ég því engan veginn. Ég nenni ekki að þurfa að vinna. Ég nenni ekki að hafa allskonar óskilgreindar þarfir sem fæða ekkert af sér nema endalausa reikninga sem ég nenni síðan ekki að borga. Ég nenni ekki að þurfa að eiga síma og internet og tölvu og bíl og skó og allskonar föt og hús og peninga eitthvað svona drasl sem maður hefur í rauninni enga þörf fyrir til að komast af. Mig langar bara að leggjast í útlegð. Það er eina vitið! Fara eitthvurt uppá öræfi og búa í helli og eitthvað. Ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki þessu uppáþrengjandi tilbúna lífi sem ég lifi. Til hvers í ósköpunum mæti ég í vinnuna? Til að eignast peninga. Og til hvers þarf ég peninga? Til að viðhalda þessari neyslu og þessu öllu sem mér er sagt að ég þurfi. Mig langar svoooo að gefa skít í allt þetta tilbúna drasl. Mig langar ekki að vera hérna! Mig langar í eitthvað allt allt allt allt allt allt allt annað. Er ekki einhver Fjalla-Eyvindur til í að koma og ræna mér?
Já svona er nú jákvæðnin. Hún kann svo sannarlega að koma manni á óvart.

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?