fimmtudagur, júlí 01, 2004

Það er eitt sem er stórkostlega mikið að angra mig þessa dagana. Og það er hvað læknar geta verið miklar helvítis drullur. Ókei, geri mér grein fyrir því að það er örugglega heví álag á læknum og svona en þeir, frekar en allir aðrir, verða að hafa góða þjónustulund! Þeir veeerða að passa sig á því hvað þeir segja. Ég hef heyrt svo óóógeðslega margar sögur af því að hinir og þessir læknar hafi sagt eitthvað sem ekki stóðst en gjörsamlega eyðilagði líf manneskjunnar sem við átti í margar vikur á eftir. Gott dæmi um þetta er helvítis læknirinn sem ég fór til um árið til að tékka hvort hann gæti ekki gefið mér frítt í sund og afslátt á líkamsræktarstöðvum og e-ð því ég er með örlítinn fæðingargalla á fótum sem háir mér ekki að neinu leyti öðru en því að ég get ekki staðið á tám. Hann skoðaði mig eitthvað og sagði mér svo að þetta væri sorglegt með mig, ég mætti bara alls ekki labba of mikið því þá flýtti ég fyrir því að ég lenti í hjólastól, sem var óhjákvæmilegt að hans mati því það væri of mikið álag á ökklunum. Ég náttúrlega var ekkert hress. Eiginlega bara drulluóhress og byrjaði að finna ægilega til í öllum líkamanum af tómri ímyndunarveiki, sá fyrir mér samþjöppun hryggjarliðanna í hverju spori sem ég tók og var viss um hvert skref sem ég tæki yrði mitt síðasta, nú væri það bara sjúkralega og sársauki þangað til ég dræpist úr leiðindum. Svo ákvað ég að fara til annars læknis til að sækja um spelkur eða eitthvað því ég var viss um að ég væri orðin svo fötluð og hann sagði mér bara að vera ekki með þetta bull, það væri allt í lagi með mig hann hefði ekki séð hressara bak og fætur í háa herrans tíð. Ég myndi bara slitna og eldast eins og annað fólk. Hugsiði ykkur alla mánuðina sem þetta læknaviðrini kostaði mig í kvöl og pínu yfir slæmu líkamlegu ástandi. Ég veit að læknar þjást örugglega af sjúklingafóbíu eins og ég af kúnnafóbíu en það skiptir bara meira máli að vera tillitsamur í þeirra starfi.
Já æji ég verð svo mikið að hlaupa að ég nenni ekki að ritskoða þetta. Kannski er þetta bara rögl!

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?