sunnudagur, febrúar 29, 2004
Glúbb!
Ég get sagt ykkur svolítið skemmtilegt. En ég geri það seinna því Gústi ætlar að setja svona kommentakerfi á bloggið. Jibbí!
Ég get sagt ykkur svolítið skemmtilegt. En ég geri það seinna því Gústi ætlar að setja svona kommentakerfi á bloggið. Jibbí!
föstudagur, febrúar 27, 2004
I.I. (Important information)
Hei vissuð þið að stewardessess er bara vélritað með venstre hönd? Merkilegt nokk.
Hei vissuð þið að stewardessess er bara vélritað með venstre hönd? Merkilegt nokk.
Ó well!
Er með einkennilega áráttu. Hún felst í því að gera aldrei það sem ég á að vera að gera. Og það versta við það er að ekki einasta geri ég ekki það sem ég á að vera að gera heldur geri ég akkúrat það sem ég á ALLS EKKI að vera að gera. Eins og þegar ég á að mæta í ræktina. Þá verð ég voðalega svona stressuð eitthvað en ákveð svo að mæta bara ekki. Ég ákveð bara með sjálfri mér að ég sé fullorðin manneskja og hafi fullan rétt á að taka þær ákvarðanir sem mér finnst henta best hverju sinni. Og ákvörðuninni fylgir ákveðinn léttir, svona: "úúff já, fyrst ég er ekki að fara í ræktina þá hef ég bara heilt kvöld fyrir mig! Ég er alltaf jafn heppin".
Gott væri ef ég gæti bara látið þar við sitja, en þá tekur hin einkennilega árátta við. Ég ákveð að fyrst ég hafi þarna heilt kvöld í frí þá sé nú alveg þess virði að gera sér glaðan dag. Nammi er lykilorðið á glöðum dögum svo að eftir vinnu renn ég við í 10-11 og kaupi vænan skammt af nammi (nánar tiltekið allt sem mig langar í). Ég er alltaf góð við sjálfa mig, leyfi mér að suða svolítið og læt svo allt eftir mér (krakkarnir mínir eiga von á góðu). Þegar ég kem heim byrja ég á að setja upp "æji ég veit ég er hrææææðileg manneskja en ég verð líka að hugsa um sálina"-svipinn minn og segi við þá sem málið varðar að ég ætli barasta að leyfa mér að vera heima um kvöldið og hafa það svolítið kósí.
Aldrei hefur sá góði svipur brugðist mér.
Og svo er etið. Fyrst um sinn dettur mér ekki í hug að hafa samviskubit, en eftir að hafa etið yfir mig, tvisvar, þá laumast að mér sú hugsun að ég hefði kannski átt að rækta líkamann. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Eeeeeen svo tekur nammihlutinn í heilanum aftur við og mér verður skííítsama. Já, einkennileg árátta, en svo virðist sem mér sé alveg sama, so why bother working on it?
Er með einkennilega áráttu. Hún felst í því að gera aldrei það sem ég á að vera að gera. Og það versta við það er að ekki einasta geri ég ekki það sem ég á að vera að gera heldur geri ég akkúrat það sem ég á ALLS EKKI að vera að gera. Eins og þegar ég á að mæta í ræktina. Þá verð ég voðalega svona stressuð eitthvað en ákveð svo að mæta bara ekki. Ég ákveð bara með sjálfri mér að ég sé fullorðin manneskja og hafi fullan rétt á að taka þær ákvarðanir sem mér finnst henta best hverju sinni. Og ákvörðuninni fylgir ákveðinn léttir, svona: "úúff já, fyrst ég er ekki að fara í ræktina þá hef ég bara heilt kvöld fyrir mig! Ég er alltaf jafn heppin".
Gott væri ef ég gæti bara látið þar við sitja, en þá tekur hin einkennilega árátta við. Ég ákveð að fyrst ég hafi þarna heilt kvöld í frí þá sé nú alveg þess virði að gera sér glaðan dag. Nammi er lykilorðið á glöðum dögum svo að eftir vinnu renn ég við í 10-11 og kaupi vænan skammt af nammi (nánar tiltekið allt sem mig langar í). Ég er alltaf góð við sjálfa mig, leyfi mér að suða svolítið og læt svo allt eftir mér (krakkarnir mínir eiga von á góðu). Þegar ég kem heim byrja ég á að setja upp "æji ég veit ég er hrææææðileg manneskja en ég verð líka að hugsa um sálina"-svipinn minn og segi við þá sem málið varðar að ég ætli barasta að leyfa mér að vera heima um kvöldið og hafa það svolítið kósí.
Aldrei hefur sá góði svipur brugðist mér.
Og svo er etið. Fyrst um sinn dettur mér ekki í hug að hafa samviskubit, en eftir að hafa etið yfir mig, tvisvar, þá laumast að mér sú hugsun að ég hefði kannski átt að rækta líkamann. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Eeeeeen svo tekur nammihlutinn í heilanum aftur við og mér verður skííítsama. Já, einkennileg árátta, en svo virðist sem mér sé alveg sama, so why bother working on it?
Ekki ofgera ykkur í vinnunni!
Ég er búin að koma mér upp nokkrum garanteruðum trixum til að losna sem fljótast við kúnna úr búðinni.
1. Forðist augnsamband við þá sem labba framhjá, látið sem þið séðuð að gera eitthvað og hafið engan tíma til að sinna neinu öðru.
2. Ef svo óheppilega vill til að einstaklingur villist inní búðina, ekki veita honum athygli og athugið hvort hann fari ekki bara aftur.
3. Ef einstaklingurinn lítur út fyrir að þurfa á hjálp að halda, en biður ekki um hana, ekki þá sýna nein viðbrögð. Látið helst eins og þið séuð að flýta ykkur og megið varla vera að því að hafa fólk inní búðinni.
4. Ef einstaklingurinn fer að biðja um hjálp látið þá fyrst um sinn eins og þið heyrið ekki í honum.
5. Ef hann heldur áfram að nauða í ykkur um aðstoð þá skuluð þið snúa ykkur að honum (engar snöggar hreyfingar), ekki brosa og spyrja í kuldalegum fyrirlitningartón: "Get ég Eitthvað aðstoðað þig?"
6. Ef svarið er já þá skuluð þið spyrja í sama tón: "Hvað var það?".
7. Einstaklingurinn ber þá væntanlega upp erindið og þegar því er lokið (reynið að láta það taka sem allra stystan tíma með því að grípa fram í fyrir viðkomandi) þá skuluð þið segja að sé ekki hægt að sinna þessu erindi, það sé fáránlegt, taki alltof langan tíma og kosti of mikla peninga.
8. Til að eiganda búðarinnar gruni ekki neitt og til að halda dagsölunni í temmilegu horfi skuluð þið pranga einum dýrum hlut uppá einhvern útlending einu sinni á dag með ofursölumannslegum töktum, eins og t.d. að segja; "My grandmother, who was a viking, once told me that when a foreigner comes in a shop in Iceland and doesn't buy anything, he's never going to get married".
Ég er búin að koma mér upp nokkrum garanteruðum trixum til að losna sem fljótast við kúnna úr búðinni.
1. Forðist augnsamband við þá sem labba framhjá, látið sem þið séðuð að gera eitthvað og hafið engan tíma til að sinna neinu öðru.
2. Ef svo óheppilega vill til að einstaklingur villist inní búðina, ekki veita honum athygli og athugið hvort hann fari ekki bara aftur.
3. Ef einstaklingurinn lítur út fyrir að þurfa á hjálp að halda, en biður ekki um hana, ekki þá sýna nein viðbrögð. Látið helst eins og þið séuð að flýta ykkur og megið varla vera að því að hafa fólk inní búðinni.
4. Ef einstaklingurinn fer að biðja um hjálp látið þá fyrst um sinn eins og þið heyrið ekki í honum.
5. Ef hann heldur áfram að nauða í ykkur um aðstoð þá skuluð þið snúa ykkur að honum (engar snöggar hreyfingar), ekki brosa og spyrja í kuldalegum fyrirlitningartón: "Get ég Eitthvað aðstoðað þig?"
6. Ef svarið er já þá skuluð þið spyrja í sama tón: "Hvað var það?".
7. Einstaklingurinn ber þá væntanlega upp erindið og þegar því er lokið (reynið að láta það taka sem allra stystan tíma með því að grípa fram í fyrir viðkomandi) þá skuluð þið segja að sé ekki hægt að sinna þessu erindi, það sé fáránlegt, taki alltof langan tíma og kosti of mikla peninga.
8. Til að eiganda búðarinnar gruni ekki neitt og til að halda dagsölunni í temmilegu horfi skuluð þið pranga einum dýrum hlut uppá einhvern útlending einu sinni á dag með ofursölumannslegum töktum, eins og t.d. að segja; "My grandmother, who was a viking, once told me that when a foreigner comes in a shop in Iceland and doesn't buy anything, he's never going to get married".
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Öskudagurinn maður!
Ég var bak við búðarborðið í dag! Ég var konan sem gaf nammið! Ég var sérútvaldur nammiútdeilari drottins í dag! Og það var bara gaman! Ég stóð mig með stakri prýði, borðaði ekki eitt einasta nammi sjálf. Krakkarnir fengu allt! Allt segi ég! Stundum heldur maður að lífið sé tilgangslaust og sé einhver tilgangur með því þá sé hann gjörsamlega að fara fram hjá manni, á klúðurslegan hátt. En í dag var ég virkilega kona á réttum stað á réttum tíma að gera réttu hlutina, can you belíf it! Borðaði ekki eitt einasta nammi sjálf! Yeah, I'm high on success.
Ég var bak við búðarborðið í dag! Ég var konan sem gaf nammið! Ég var sérútvaldur nammiútdeilari drottins í dag! Og það var bara gaman! Ég stóð mig með stakri prýði, borðaði ekki eitt einasta nammi sjálf. Krakkarnir fengu allt! Allt segi ég! Stundum heldur maður að lífið sé tilgangslaust og sé einhver tilgangur með því þá sé hann gjörsamlega að fara fram hjá manni, á klúðurslegan hátt. En í dag var ég virkilega kona á réttum stað á réttum tíma að gera réttu hlutina, can you belíf it! Borðaði ekki eitt einasta nammi sjálf! Yeah, I'm high on success.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Ég er hrædd við rifrildi. Ég þoli ekki þegar fólk er að gera lítið úr hvoru öðru og hækkar róminn og heldur fast í sínar heimskulegu skoðanir og getur ekki viðurkennt að það hafi rangt fyrir sér af ótta við að missa virðingu andstæðingsins. Ég þoli ekki þegar fólk getur ekki komist að þeirri niðurstöðu að skoðanir annarra séu þess verðar að hlusta á. Fólk verður bara að vega og meta þá möguleika sem eru í boði, ef þeirra skoðanir eru, þeirra vegna, þær einu sem vert er að hlusta á þá er það fínt. En aðalatriðið er að hlusta á hvað aðrir hafa að segja, ekki bara vaða yfir þá með yfirgangi, háum rómi og rifrildi. Hei, eitt fyndið. Mamma segir alltaf "rifLildi" en ekki rifRildi! Hún er svo fyndin hún mamma. Enda er hún manneskja sem vit er í, hún rífst ekki.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Var að komast að því að Hildur frænka er byrjuð að blogga aftur af fullum krafti! Jibbí jeijj!!! Nenni samt ekki að skrifa meira núna, mér er illt í rassinum.
Ég. Það er nú meira hvað allt snýst um mig. En svo þegar maður pælir í því þá er ég aðalpersónan í mínu lífi. Eða á allavega að vera það. Stundum finnst mér ég samt bara vera að leika aukahlutverk. Sérstaklega finnst mér ég vera aukahlutverk og Magga vinkona vera aðalpersónan. Ég veit ekki af hverju. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég er rauðhærð og hún er ljóshærð. Aðalpersónan er alltaf ljóshærð og hrein mey. En aukahlutverkið (ég) er alltaf rauðhærða vinkonan sem er svona frekar klikkuð, alltaf til í allt og segir við ljóshærðu stelpuna: "Gosh, I mean, you've gotta give it a try. If you don't do it now, then when?! I mean, I totally love doing drugs/sleeping with strangers/killing cats/drinking coctails in the daytime..."
Mér finnst þetta sorglegt. Ég vil vera góðhjartaða ljóshærða stelpan sem lendir í smá krísu í miðri myndinni en rætist úr á endanum.
Mér finnst þetta sorglegt. Ég vil vera góðhjartaða ljóshærða stelpan sem lendir í smá krísu í miðri myndinni en rætist úr á endanum.