þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Ég er hrædd við rifrildi. Ég þoli ekki þegar fólk er að gera lítið úr hvoru öðru og hækkar róminn og heldur fast í sínar heimskulegu skoðanir og getur ekki viðurkennt að það hafi rangt fyrir sér af ótta við að missa virðingu andstæðingsins. Ég þoli ekki þegar fólk getur ekki komist að þeirri niðurstöðu að skoðanir annarra séu þess verðar að hlusta á. Fólk verður bara að vega og meta þá möguleika sem eru í boði, ef þeirra skoðanir eru, þeirra vegna, þær einu sem vert er að hlusta á þá er það fínt. En aðalatriðið er að hlusta á hvað aðrir hafa að segja, ekki bara vaða yfir þá með yfirgangi, háum rómi og rifrildi. Hei, eitt fyndið. Mamma segir alltaf "rifLildi" en ekki rifRildi! Hún er svo fyndin hún mamma. Enda er hún manneskja sem vit er í, hún rífst ekki.