fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ég. Það er nú meira hvað allt snýst um mig. En svo þegar maður pælir í því þá er ég aðalpersónan í mínu lífi. Eða á allavega að vera það. Stundum finnst mér ég samt bara vera að leika aukahlutverk. Sérstaklega finnst mér ég vera aukahlutverk og Magga vinkona vera aðalpersónan. Ég veit ekki af hverju. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég er rauðhærð og hún er ljóshærð. Aðalpersónan er alltaf ljóshærð og hrein mey. En aukahlutverkið (ég) er alltaf rauðhærða vinkonan sem er svona frekar klikkuð, alltaf til í allt og segir við ljóshærðu stelpuna: "Gosh, I mean, you've gotta give it a try. If you don't do it now, then when?! I mean, I totally love doing drugs/sleeping with strangers/killing cats/drinking coctails in the daytime..."

Mér finnst þetta sorglegt. Ég vil vera góðhjartaða ljóshærða stelpan sem lendir í smá krísu í miðri myndinni en rætist úr á endanum.



Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?