föstudagur, febrúar 27, 2004
Ekki ofgera ykkur í vinnunni!
Ég er búin að koma mér upp nokkrum garanteruðum trixum til að losna sem fljótast við kúnna úr búðinni.
1. Forðist augnsamband við þá sem labba framhjá, látið sem þið séðuð að gera eitthvað og hafið engan tíma til að sinna neinu öðru.
2. Ef svo óheppilega vill til að einstaklingur villist inní búðina, ekki veita honum athygli og athugið hvort hann fari ekki bara aftur.
3. Ef einstaklingurinn lítur út fyrir að þurfa á hjálp að halda, en biður ekki um hana, ekki þá sýna nein viðbrögð. Látið helst eins og þið séuð að flýta ykkur og megið varla vera að því að hafa fólk inní búðinni.
4. Ef einstaklingurinn fer að biðja um hjálp látið þá fyrst um sinn eins og þið heyrið ekki í honum.
5. Ef hann heldur áfram að nauða í ykkur um aðstoð þá skuluð þið snúa ykkur að honum (engar snöggar hreyfingar), ekki brosa og spyrja í kuldalegum fyrirlitningartón: "Get ég Eitthvað aðstoðað þig?"
6. Ef svarið er já þá skuluð þið spyrja í sama tón: "Hvað var það?".
7. Einstaklingurinn ber þá væntanlega upp erindið og þegar því er lokið (reynið að láta það taka sem allra stystan tíma með því að grípa fram í fyrir viðkomandi) þá skuluð þið segja að sé ekki hægt að sinna þessu erindi, það sé fáránlegt, taki alltof langan tíma og kosti of mikla peninga.
8. Til að eiganda búðarinnar gruni ekki neitt og til að halda dagsölunni í temmilegu horfi skuluð þið pranga einum dýrum hlut uppá einhvern útlending einu sinni á dag með ofursölumannslegum töktum, eins og t.d. að segja; "My grandmother, who was a viking, once told me that when a foreigner comes in a shop in Iceland and doesn't buy anything, he's never going to get married".
Ég er búin að koma mér upp nokkrum garanteruðum trixum til að losna sem fljótast við kúnna úr búðinni.
1. Forðist augnsamband við þá sem labba framhjá, látið sem þið séðuð að gera eitthvað og hafið engan tíma til að sinna neinu öðru.
2. Ef svo óheppilega vill til að einstaklingur villist inní búðina, ekki veita honum athygli og athugið hvort hann fari ekki bara aftur.
3. Ef einstaklingurinn lítur út fyrir að þurfa á hjálp að halda, en biður ekki um hana, ekki þá sýna nein viðbrögð. Látið helst eins og þið séuð að flýta ykkur og megið varla vera að því að hafa fólk inní búðinni.
4. Ef einstaklingurinn fer að biðja um hjálp látið þá fyrst um sinn eins og þið heyrið ekki í honum.
5. Ef hann heldur áfram að nauða í ykkur um aðstoð þá skuluð þið snúa ykkur að honum (engar snöggar hreyfingar), ekki brosa og spyrja í kuldalegum fyrirlitningartón: "Get ég Eitthvað aðstoðað þig?"
6. Ef svarið er já þá skuluð þið spyrja í sama tón: "Hvað var það?".
7. Einstaklingurinn ber þá væntanlega upp erindið og þegar því er lokið (reynið að láta það taka sem allra stystan tíma með því að grípa fram í fyrir viðkomandi) þá skuluð þið segja að sé ekki hægt að sinna þessu erindi, það sé fáránlegt, taki alltof langan tíma og kosti of mikla peninga.
8. Til að eiganda búðarinnar gruni ekki neitt og til að halda dagsölunni í temmilegu horfi skuluð þið pranga einum dýrum hlut uppá einhvern útlending einu sinni á dag með ofursölumannslegum töktum, eins og t.d. að segja; "My grandmother, who was a viking, once told me that when a foreigner comes in a shop in Iceland and doesn't buy anything, he's never going to get married".