föstudagur, febrúar 27, 2004
Ó well!
Er með einkennilega áráttu. Hún felst í því að gera aldrei það sem ég á að vera að gera. Og það versta við það er að ekki einasta geri ég ekki það sem ég á að vera að gera heldur geri ég akkúrat það sem ég á ALLS EKKI að vera að gera. Eins og þegar ég á að mæta í ræktina. Þá verð ég voðalega svona stressuð eitthvað en ákveð svo að mæta bara ekki. Ég ákveð bara með sjálfri mér að ég sé fullorðin manneskja og hafi fullan rétt á að taka þær ákvarðanir sem mér finnst henta best hverju sinni. Og ákvörðuninni fylgir ákveðinn léttir, svona: "úúff já, fyrst ég er ekki að fara í ræktina þá hef ég bara heilt kvöld fyrir mig! Ég er alltaf jafn heppin".
Gott væri ef ég gæti bara látið þar við sitja, en þá tekur hin einkennilega árátta við. Ég ákveð að fyrst ég hafi þarna heilt kvöld í frí þá sé nú alveg þess virði að gera sér glaðan dag. Nammi er lykilorðið á glöðum dögum svo að eftir vinnu renn ég við í 10-11 og kaupi vænan skammt af nammi (nánar tiltekið allt sem mig langar í). Ég er alltaf góð við sjálfa mig, leyfi mér að suða svolítið og læt svo allt eftir mér (krakkarnir mínir eiga von á góðu). Þegar ég kem heim byrja ég á að setja upp "æji ég veit ég er hrææææðileg manneskja en ég verð líka að hugsa um sálina"-svipinn minn og segi við þá sem málið varðar að ég ætli barasta að leyfa mér að vera heima um kvöldið og hafa það svolítið kósí.
Aldrei hefur sá góði svipur brugðist mér.
Og svo er etið. Fyrst um sinn dettur mér ekki í hug að hafa samviskubit, en eftir að hafa etið yfir mig, tvisvar, þá laumast að mér sú hugsun að ég hefði kannski átt að rækta líkamann. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Eeeeeen svo tekur nammihlutinn í heilanum aftur við og mér verður skííítsama. Já, einkennileg árátta, en svo virðist sem mér sé alveg sama, so why bother working on it?
Er með einkennilega áráttu. Hún felst í því að gera aldrei það sem ég á að vera að gera. Og það versta við það er að ekki einasta geri ég ekki það sem ég á að vera að gera heldur geri ég akkúrat það sem ég á ALLS EKKI að vera að gera. Eins og þegar ég á að mæta í ræktina. Þá verð ég voðalega svona stressuð eitthvað en ákveð svo að mæta bara ekki. Ég ákveð bara með sjálfri mér að ég sé fullorðin manneskja og hafi fullan rétt á að taka þær ákvarðanir sem mér finnst henta best hverju sinni. Og ákvörðuninni fylgir ákveðinn léttir, svona: "úúff já, fyrst ég er ekki að fara í ræktina þá hef ég bara heilt kvöld fyrir mig! Ég er alltaf jafn heppin".
Gott væri ef ég gæti bara látið þar við sitja, en þá tekur hin einkennilega árátta við. Ég ákveð að fyrst ég hafi þarna heilt kvöld í frí þá sé nú alveg þess virði að gera sér glaðan dag. Nammi er lykilorðið á glöðum dögum svo að eftir vinnu renn ég við í 10-11 og kaupi vænan skammt af nammi (nánar tiltekið allt sem mig langar í). Ég er alltaf góð við sjálfa mig, leyfi mér að suða svolítið og læt svo allt eftir mér (krakkarnir mínir eiga von á góðu). Þegar ég kem heim byrja ég á að setja upp "æji ég veit ég er hrææææðileg manneskja en ég verð líka að hugsa um sálina"-svipinn minn og segi við þá sem málið varðar að ég ætli barasta að leyfa mér að vera heima um kvöldið og hafa það svolítið kósí.
Aldrei hefur sá góði svipur brugðist mér.
Og svo er etið. Fyrst um sinn dettur mér ekki í hug að hafa samviskubit, en eftir að hafa etið yfir mig, tvisvar, þá laumast að mér sú hugsun að ég hefði kannski átt að rækta líkamann. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það. Eeeeeen svo tekur nammihlutinn í heilanum aftur við og mér verður skííítsama. Já, einkennileg árátta, en svo virðist sem mér sé alveg sama, so why bother working on it?