miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hei. Ég á sexþúsund krónur á reikningum mínum og það eru alveg að koma mánaðarmót. Ég er ekki viss um að ég kunni almennilega við það að vera ekki á betlandi síðustu vikuna í mánuðinum. Best að eyða þessum sexþúsundkalli í einhverja vitleysu í kvöld til að vera a.m.k. fátæk síðastu tvo dagana... nei bíddu er miðvikudagur í dag??!!! Þá verð ég bara að vera fátæk í einn dag.
Ég held að bloggerar verði ekki frægir nema þeir tali um það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Ég er ekki svoleiðis blogger og verð þessvegna örugglega ekki fræg, sem er ágætt því ég hefi í hyggju að verða fræg fyrir aðra hluti en blogg. Mig langar ekkert að tala um þetta fjölmiðlafrumvarp sem allir eru að missa sig yfir þessa dagana. En eitt langar mig að segja á málefnalegum nótum; Ekki kjósa Sjálfstæðisklobbann í næstu kosningum, það hefur ekkert uppá sig nema leiðinlega fréttaskýringaþætti og lengri Kastljós um deilumál sem engin veit rassgat um.
Já ég sagði rassgat.

mánudagur, apríl 26, 2004

Ég er að hlusta á svo skemmtilegt lag hérna. Með Maroon 5 (sem ég hélt í fávísi minni að héti My Room 5. Jóhanna systir endurtók nafnið fyrir mig 5 sinnum og ég heyrði aldrei hvað hún sagði, á endanum fannst mér vandræðalegt að segja "ha" einu sinni enn svo ég ákvað bara með sjálfri mér að hún hefði örugglega sagt My Room 5, þótt það meiki ekki sens). En allavega, mér finnst Maroon 5 vera ágætis band.
Annars komst ég að furðulegum hlut um mig sjálfa í dag, ég er haldin alvarlegu "theing" fyrir 13 ára strákum. En það er ekkert sem ég kæri mig um að ræða frekar..
Allavega... heheeee..
Jónína systir ætlar að vera heima í sumar!!!!!! Og Dísa kemur í einn mánuð til Akureyrar!!!! Þetta verður stórkostlegt sumar.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

GLEÐILEGT SUMAR MÍN KÆRA FJÖLSKYLDA OG MÍNIR KÆRU VINIR!!
Ég er í rosalegum sumarfíling. Nýbúin að lakka á mér neglurnar skærbleikar og er að hugsa um að vera jafnvel berfætt í skónum í dag. Mig langar í bjór en er að hugsa um að bíða með það framyfir hádegi..
Takk allir fyrir að kjósa í sketsakeppninni og takk fyrir hamingjuóskirnar með annað sætið.
Annars er ég að hugsa um að fara að borða morgunmat einhversstaðar úti í tilefni dagsins. Ef ég dey úr kulda þá megið þið vita að ég elska ykkur öll from the bottom of mæ hart. Og ef ég lifi þetta af þá megið þið sko vita að þetta verður besta sumar allra tíma, bjór og bjór og bjór og bjór og bjór...

mánudagur, apríl 19, 2004

Úff. Við lentum í öðru sæti í skétsaképpninni. Ég er rohosalega fegin að sketsinn sem vann var ekki númer 15! Úff púff. Reynir er brjálaður, enda svekkjandi að vera svona nálægt því að vinna en vinna ekki. En ég meina! 2. sæti! Verðlaun! Þau hjónakornin fá myndavél í verðlaun! Verðlaun, verðlaun, verðlaun. Ég vildi að ég fengi verðlaun fyrir að vera jafn frábær og ég er. Ég vildi að ég fengi verðlaun fyrir allar bækurnar sem ég hef lesið um æfina. Ég fæ örugglega verðlaun einhverntímann. Einu sinni var ég í fyrsta sæti í lestrahestakeppni Síðuskóla. Ég held samt að ég hafi ekki fengið nein verðlaun þá.
HmmmHmmm... ég er búin að komast að því að ég elska Akureyri svo mikið að mig langar ekki nokkurntímann að flytja héðan. Er meira að segja að hugsa um að læra bara einhvern andskotann hérna í Háskólanum til þess að þurfa ekki að flytja.
Annars er það merkilegasta sem ég heyrði í dag að skátum hefur fjölgað á Íslandi. Kemur virkilega á óvart ef ég á að segja eins og er. Hvar eru allir þessir skátar sem allir eru að tala um? Og af hverju eru þeir ekki í búningum?

föstudagur, apríl 16, 2004

Ég er ekkert sérlega duglegur blogger. En Reynir Albert og Magga mín eru miiiiklu verri! Það skiptir svosem engu máli. Hvað skiptir svosem máli? Kannski... ég veit það ekki. Kannski ástin og lífið. Eitt lag er svona: Ástin og lífið, ástin og lífið ég kýýýs ástina og lífið. Það er ekkert sérstakt lag. Annað lag er einhvernveginn svona: Vakní skólann klukkan sjö. Hlustá röfl um mengi og magann á beljum. Blablabla kók í kassavííís. Það er alveg ágætis ágætis lag. Samt ekki besta lag sem hún elsku Heiða hefur sungið. Heiða er frábær söngkona. Heiða skiptir máli.
Annars er ég greinilega eitthvað orðin þreytt. Bulla bara eitthvað. Ég er búin að vera voðalega fyndin þessa vikuna, við Reynzi komumst í úrslit í Skétsaképpninni á PoppTV og ég tók að mér að sjá til þess að við ynnum alveg örugglega ekki með því að senda öllum í símaskránni minni vitlaust númer til að kjósa. Það var skemmtilegt. Sem betur fer eru bara 15 númer í símaskránni minni, ég þekki svo fáa. Svo sendi ég afsökunarbeiðni og á endanum nýja og rétta númerið á alla. Jújú, búin að eyða einhverjum þúsundköllum í frelsi í vikunni. Svona er að vera fyndin.
Jæja, best að fara í bað!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Njork, Njork. Njork is a greit lil villids. Éé. Never slíps.
Annars langar mig bara að koma því á framfæri við heiminn að það er fólk þarna úti sem les bloggið mitt og kommentar ekki. Ég hefi fyrir því áreiðanlegar heimildir. Nokkrir hafa viðurkennt það fyrir mér og hér kemur svartur listi yfir fólk sem getur bara átt sig ef það skrifar ekki komment í hvert einasta skipti sem það les bloggið mitt.
Mamma. Ég veit hún kann meira en hún þykist kunna á tölvur.
Kata. Hún hefur enga afsökun því hún kann alveg á tölvur.
Magnús. Hann er fáviti en það er engin afsökun.
Dunda. Hún er voða mjó og allt það, en það gagnast henni ekkert ef hún ætlar aldrei að skrifa komment.
Sunna. Hún þykist vera voða upptekin, en það ðe sjitt tekur ekki nema 5 sekúndur maður!!
Og fleiri og fleiri og fleiri og fleiri. Ef ég heyri af því að þið hafið lesið og ekki kommentað þá eigið þið ekki von á góðu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?