miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hei. Ég á sexþúsund krónur á reikningum mínum og það eru alveg að koma mánaðarmót. Ég er ekki viss um að ég kunni almennilega við það að vera ekki á betlandi síðustu vikuna í mánuðinum. Best að eyða þessum sexþúsundkalli í einhverja vitleysu í kvöld til að vera a.m.k. fátæk síðastu tvo dagana... nei bíddu er miðvikudagur í dag??!!! Þá verð ég bara að vera fátæk í einn dag.
Ég held að bloggerar verði ekki frægir nema þeir tali um það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Ég er ekki svoleiðis blogger og verð þessvegna örugglega ekki fræg, sem er ágætt því ég hefi í hyggju að verða fræg fyrir aðra hluti en blogg. Mig langar ekkert að tala um þetta fjölmiðlafrumvarp sem allir eru að missa sig yfir þessa dagana. En eitt langar mig að segja á málefnalegum nótum; Ekki kjósa Sjálfstæðisklobbann í næstu kosningum, það hefur ekkert uppá sig nema leiðinlega fréttaskýringaþætti og lengri Kastljós um deilumál sem engin veit rassgat um.
Já ég sagði rassgat.

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?