föstudagur, apríl 16, 2004

Ég er ekkert sérlega duglegur blogger. En Reynir Albert og Magga mín eru miiiiklu verri! Það skiptir svosem engu máli. Hvað skiptir svosem máli? Kannski... ég veit það ekki. Kannski ástin og lífið. Eitt lag er svona: Ástin og lífið, ástin og lífið ég kýýýs ástina og lífið. Það er ekkert sérstakt lag. Annað lag er einhvernveginn svona: Vakní skólann klukkan sjö. Hlustá röfl um mengi og magann á beljum. Blablabla kók í kassavííís. Það er alveg ágætis ágætis lag. Samt ekki besta lag sem hún elsku Heiða hefur sungið. Heiða er frábær söngkona. Heiða skiptir máli.
Annars er ég greinilega eitthvað orðin þreytt. Bulla bara eitthvað. Ég er búin að vera voðalega fyndin þessa vikuna, við Reynzi komumst í úrslit í Skétsaképpninni á PoppTV og ég tók að mér að sjá til þess að við ynnum alveg örugglega ekki með því að senda öllum í símaskránni minni vitlaust númer til að kjósa. Það var skemmtilegt. Sem betur fer eru bara 15 númer í símaskránni minni, ég þekki svo fáa. Svo sendi ég afsökunarbeiðni og á endanum nýja og rétta númerið á alla. Jújú, búin að eyða einhverjum þúsundköllum í frelsi í vikunni. Svona er að vera fyndin.
Jæja, best að fara í bað!

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?