þriðjudagur, október 25, 2005

Spilling!

Í morgun fannst mér lífið vera grátt og ömurlegt. Ég ákvað samt að fara á fætur, en datt ekki eitt augnablik í hug að þessi dagur gæti gert eitthvað fyrir mig, ég væri ekkert hress og þannig yrði það bara þennan daginn. Um leið og ég mætti í skólann tóku brosandi samnemendur mínir við mér, alltaf jafn rífandi hress og óþolandi skemmtileg. Það léttist aðeins á mér brúnin, en ég var samt staðráðin í að láta ekki glaðværð þeirra spilla fyrir mér ógleðinni. Í fyrsta tíma dagsins fengum við verkefni í hendur sem var svo skemmtilegt að ég gleymdi mér smá, brosti pínu og hló svolítið. Í hádeginu ákvað ég að gera það sem ég gerði ekki í gær og leið pínu vel með það, þótt ég reyndi að láta eins og ekkert væri. Eftir skólann þurfti ég að hlaupa heim, þar sem bíllinn minn beið, og skutlast á honum í vinnuna. Ég var búin að mikla það heil ósköp fyrir mér að þurfa að flýta mér svona, en svo var það ekkert mál. Óþolandi hressandi jafnvel.
Já gott fólk. Svona spillast stundum vondu dagarnir.

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég Ég ÉG

Ok, tek þetta á stikkorðum bara.
- Ég er byrjuð að vinna í fiskbúðinni blessaðri með skólanum, ekki í breiðholtinu heldur í vesturbænum eða þarna Seltjarnarnesinu.
- Við FF nemar erum búin að busa okkur sjálf, það var á þriðjudaginn síðasta. Ég vil ekki segja mikið frá því nema að ég rétt svo tapaði keppninni um að verða fyllst/fyllstur allra. Var samt líklegust framan af til að vinna en bekkjarbróðir minn tók þetta á lokasprettinum, dró upp fleyg af Jagermeister þegar ég var búin með vínið mitt, kláraði hann og drapst, helvítið á honum.
- Ég er að fara að keyra ljósin á sýningu er nefnist "Gestur - síðasta máltíðin" og er sýnd í Iðnó. Minn kæri vinur Fiffi typpalingur er að lýsa hana og kenna mér í leiðinni, mun ég og vera ákaflega þakklát og glöð yfir að hann skuli vera svona fús til að hafa mig hangandi aftan í sér alla daga. Alveg hreint ljómandi glöð.
- Ég fór norður til Akureyrar síðustu helgi. Magga vinkona bætti mér upp fylleríisskortinn með því að troða í mig súkkulaði. Ég held ég hafi aldrei áður verið í jafn mikilli vímu um mína ævi.

En nóg um mig. Hvernig hafið þið það? Í alvörunni?

laugardagur, október 01, 2005

Æm not a görl.. what em æ!?

Jæja chicks and brods. Nú kemur það. Ég er sit hérna s.s. við eldhúsborðið á laugardagsmorgni, aldrei þessu vant ekki þunn, nýbúin að skella í mig þessu eðalkaffi. Ég væri að lesa blöðin ef þau hefðu borist mér í morgun en þau bárust mér ekki. Það eina sem beið mín í póstkassanum var sjóðandi heitt tilboð frá Nóatúni. Ég er búin að lesa það fram og til baka og kann það orðið utan að. Alveg skelfilegt að hafa ekkert léttmeti að lesa á morgnana sem maður getur hlegið að.
Mamma og pabbi og Andrea og Soffía eru að fara að koma í heimsókn seinna í dag, það gleður mig ósegjanlega mikið. Ósegjanlega, segjanlega ó, lega ó segjan, segjan ó lega.
Annars er allt gott að frétta, ég er ennþá mesti lúserinn í msn-heiminum (samkvæmt gallup-könnun sem gerð er reglulega) en það stendur allt til bóta því ég veit að allir sem ég þekki, líka þeir sem ég þekki ekki eru u.þ.b. að fara að adda mér á listann sinn! Víjú víjú! villa82@hotmail.com (ég er ekki desperat, eins og sumir gætu haldið, heldur bara svona rífandi hress).
Jæja, nú ætla ég að reyna að læra svolítið áður en ég fer í Kringluna og kaupi mér stígvél fyrir veturinn.
Verið þið Blessuð og Sæl og megi Guð og Jesús vera með ykkur í dag og alla aðra daga.
Tsjá tjsikkas mamas.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?