fimmtudagur, október 20, 2005

Ég Ég ÉG

Ok, tek þetta á stikkorðum bara.
- Ég er byrjuð að vinna í fiskbúðinni blessaðri með skólanum, ekki í breiðholtinu heldur í vesturbænum eða þarna Seltjarnarnesinu.
- Við FF nemar erum búin að busa okkur sjálf, það var á þriðjudaginn síðasta. Ég vil ekki segja mikið frá því nema að ég rétt svo tapaði keppninni um að verða fyllst/fyllstur allra. Var samt líklegust framan af til að vinna en bekkjarbróðir minn tók þetta á lokasprettinum, dró upp fleyg af Jagermeister þegar ég var búin með vínið mitt, kláraði hann og drapst, helvítið á honum.
- Ég er að fara að keyra ljósin á sýningu er nefnist "Gestur - síðasta máltíðin" og er sýnd í Iðnó. Minn kæri vinur Fiffi typpalingur er að lýsa hana og kenna mér í leiðinni, mun ég og vera ákaflega þakklát og glöð yfir að hann skuli vera svona fús til að hafa mig hangandi aftan í sér alla daga. Alveg hreint ljómandi glöð.
- Ég fór norður til Akureyrar síðustu helgi. Magga vinkona bætti mér upp fylleríisskortinn með því að troða í mig súkkulaði. Ég held ég hafi aldrei áður verið í jafn mikilli vímu um mína ævi.

En nóg um mig. Hvernig hafið þið það? Í alvörunni?

Öfugmæli...
Ahahahaha!!! "hvernig hafið þið það, í alvörunni?" Just kills me every time :D Ég hef það fínt.. í alvörunni.
En rosalega er ég ánægð með þig Bogga mín. Þú ert bara að meika það þarna í borginni ;) Full alla daga, vinnur í fiski.. What more does a girl need?
Nei samt í alvörunni.. Við erum ofsalega stolt af þér. Við, foreldrar þínir :)
Magga - sem elskar þig í laumi.
 
But seriously, how are you?
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?