þriðjudagur, október 25, 2005

Spilling!

Í morgun fannst mér lífið vera grátt og ömurlegt. Ég ákvað samt að fara á fætur, en datt ekki eitt augnablik í hug að þessi dagur gæti gert eitthvað fyrir mig, ég væri ekkert hress og þannig yrði það bara þennan daginn. Um leið og ég mætti í skólann tóku brosandi samnemendur mínir við mér, alltaf jafn rífandi hress og óþolandi skemmtileg. Það léttist aðeins á mér brúnin, en ég var samt staðráðin í að láta ekki glaðværð þeirra spilla fyrir mér ógleðinni. Í fyrsta tíma dagsins fengum við verkefni í hendur sem var svo skemmtilegt að ég gleymdi mér smá, brosti pínu og hló svolítið. Í hádeginu ákvað ég að gera það sem ég gerði ekki í gær og leið pínu vel með það, þótt ég reyndi að láta eins og ekkert væri. Eftir skólann þurfti ég að hlaupa heim, þar sem bíllinn minn beið, og skutlast á honum í vinnuna. Ég var búin að mikla það heil ósköp fyrir mér að þurfa að flýta mér svona, en svo var það ekkert mál. Óþolandi hressandi jafnvel.
Já gott fólk. Svona spillast stundum vondu dagarnir.

Öfugmæli...
Í gær vaknaði ég með bros á vör, staðráðin í því að þetta yrði einn af skemmtilegustu dögum ársins. Uppúr hádegi var ég hætt að brosa og um fimm gat ég ekki hugsað mér að lifa lengur.

Svona geta nú góðu dagarnir breyst í martröð.

Góðar stundir.
 
Reynum að þrauka gott fólk, lífið kemur sífellt á óvart, stundum á skemmtilegan hátt!
 
hei,
þetta er skrítið líf!
en það er alltaf gott að sofa!
 
Ég samdi ljóð fyrir þig systir mín kær. Hér er það.

Hey Mister!
You know my sister?
She nice and trendy.
She ain´t your candy.

Hey Mister!
You know my sister.
She´s a fine lady.
She ain´t your baby.

Meira seinna ...
 
Toten Hosen – Nur zu Besuch



Immer wenn ich dich besuch
fühl ich mich grenzenlos
alles andre ist von hier aus so weit weg
Ich mag die Ruhe hier
zwischen all den Bäumen
als ob es den Frieden auf Erden wirklich gibt
Es ist ein schöner Weg
der unauffällig zu dir führt
ja ich hab ihn gern
weil er so hell und freundlich wirkt
Ich habe Blumen mit
weiß nicht ob du sie magst
damals hättest du dich wahrscheinlich sehr gefreut
Wenn sie dir nicht gefallen
stör dich nicht weiter dran
sie werden ganz bestimmt bald wieder weg geräumt
Wie es mir geht
die Frage stellst du jedes Mal
ich bin OK
will nicht das du dir Sorgen machst
Und so red ich mit dir wie immer
so als ob es wie früher wär
so als hätten wir jede Menge Zeit
Ich spür dich ganz nah hier bei mir
kann deine Stimme im Wind hör`n
und wenn es regnet weiß ich das du manchmal weinst
bis die Sonne scheint
bis sie wieder scheint
Ich soll dich grüßen
von den andern
sie denken alle noch ganz oft an dich
Und dein Garten
Es geht ihm wirklich gut
Obwohl man merkt, dass du ihm doch sehr fehlst
Und es kommt immer noch Post ganz fett adressiert an dich
Obwohl doch jeder weiß
dass du weggezogen bist
Und so red ich mit dir wie immer
und ich verspreche dir
Wir haben irgendwann wieder jede Menge Zeit
Dann werden wir uns wieder sehn
Du kannst dich ja kümmern, wenn du willst
dass die Sonne an diesem Tag auch auf mein Grab scheint
dass die Sonne scheint
dass sie wieder scheint.
gruss in die welt hinaus!!!! :{}
 
Toten Hosen!!! Vuhú!! :D Menntaskólaárin alveg hérna flassandi fyrir augum mér :D
Múhahahahahahahaha
Magga
 
Hey görl! Alltaf jafn gaman að droppa hérna við;)
 
Toten Hosen. Schön:) Ein bischen traurig, aber schön. Ég skrifa s.s. bara eitthvað á þýsku því ég vona að minn fyrrverandi þýski kærasti hafi verið sá sem setti inn þennan texta. Og ef það var hann þá skilur hann bara þýsku sko.. þetta eru s.s. skilaboð til hans..
 
Hér er framhald af ljóðinu.

Hey Mister!
You know my sister?
She ain´t yours to be.
She means everything to me.


Kannski svolítið væmið en ég er bara svo "soft".

Ciao
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?