fimmtudagur, maí 20, 2004

Hei vissuð þið að ég gerði einu sinni aðra bloggsíðu! Hana er ennþá hægt að skoða en hún stendur bara til minningar um liðna tíð, þá tíð er ég var í menntaskóla. Línkurinn er www.breftillaru.blogspot.com. Hún fjallar sko um bókina Bréf til Láru eftir Þóberg Þórðar, hei fyndið, skrifaði fyrst Þórbert Þórðar hehee... sjitt maður. Allavega þá var þetta eitthvað íslenskuverkefni sem ég gerði utan skóla í fjórða bekk og mér finnst það bara kúúúl.
Ég var veik í gær og í dag var frí og ég er alveg að fara yfirum af öllum þessum tíma sem ég hef. Ég las eina bók, ævisöguna hennar Ruthar Reginalds og ég er sko búin að ákveða að ef ég hitti einhverntímann Ruth Reginalds á förnum vegi þá ætla ég að taka utan um hana og segja henni að hún sé gullfalleg og eigi allt það besta skilið og að mér finnist hún frábær manneskja og góð söngkona (samt bara ef ég er full þegar við hittumst). Og svo er ég hálfnuð með Ævintýra Skipið í svona áttunda skiptið. Merkilegt hvað ég fæ ekki leið á únglíngabókum sem pabbi las þegar hann var únglíngur fyrir einhverjum 60 árum síðan. Kannski er ég þessvegna með þetta unglingsdrengjafjéttisss, allt vegna þess að ég er búin að lesa svo margar sögur um Nonna og Finn og Flemming og Kvikk og hvað þeir nú heita allir saman strákarnir sem ég elska svo mikið. Ég á nú samt yndislegan kærasta sem er alltaf góður við mig og hvað með það þótt ég kalli hann Flemming í huganum, það er ekki að halda framhjá! ...það er það ekki!
Klukkan er núna orðin ellefu, nei rúmlega hálf tólf!!! Og ég sem er vön að sofna svona um tíu. Ég held ég fari nú að koma mér í rúmið og ég óska öllum þeim sem vilja taka það til sín til hamingju með nýju íbúðina. Góða nótt.

mánudagur, maí 17, 2004

Úff. Langt síðan ég bloggaði síðast. Úff líka hvað ég er þreytt og fúl. Ég þoli ekki þegar maður heldur að maður sé allt í lagi sætur og fínn í vinnunni og fer svo á klóstið, kíkir í spegil og sér að maður er það ekki. Og ég þoli heldur ekki þegar maður meiðir sig geeeeeððððveeeeiiikt mikið og fær svo bara einn pínulítinn ljósbláan og gegnsæjan marblett. Ég nefninlega meiddi mig geeeeððððveeeeiiiiikkkt mikið í gær og var að vona að höndin á mér yðri svört og bólgin, en hún varð það ekki. Óþolandi. Hvernig á fólk að vita hvenær það á að vorkenna manni ef maður hlýtur engin almennileg lýti af slysinu?
Annars er það af mér og Gústa að frétta að við erum búin að verða okkur úti um íbúð sem við ætlum að leigja saman. Hún er alveg stórkostleg og ég hlakka mjög til að flytja inn, sem verður eftir tvær vikur. Og svo er ég að fara í söngpröf í tónlistarskólanum, þ.e. svona inntökupróf, á morgun. Það verður gaman! Sérstaklega þar sem ég er búin að missa röddina.
Á morgun ætla ég að sækja um í Háskólanum. Jámm, best ég geri það.

sunnudagur, maí 09, 2004

Gleðilegan mæðradag allar mæður oll aránd ðe vörld.
Hmm... pælið í því ef ég mundi alltaf skrifa allt í þriðju persónu. Ég ætla að prófa það. Eða öllu heldur; Vilborg ætlar að prófa það.
Vilborg fór á Listasafnið í dag og skoðaði sýningu sem heitir Allar heimsins konur og eru listaverk eftir 176 konur frá 176 löndum. Hún fór með pabba sínum sem var með vorþunglyndið. Honum fannst allt ömurlegt, sérstaklega góða veðrið og sólin. Vilborg reyndi að hressa hann við og benda honum á að vorið væri komið og að það væri nú fallegt, grænt hér og grænt þar en ekki leið á löngu þar til pabbi hennar hafði sannfært hana um að þetta væri aumingjalegt vor og það væri ennþá snjór í fjöllum því til sönnunnar. Þá fóru þau bæði heim og lögðust undir sæng og sofnuðu.
Nei úff. Þetta þriðju-persónu tal er fáránlegt. Eða vangefið. En ég fór samt á sýninguna í dag og pabba tókst að hrekja alla birtu úr mínu hjarta og núna er mér skítkalt og ég trúi því að sumarið komi aldrei. Aldrei segi ég. Jámm, þúnglindið hefur náð tökum á mér og allt sem mig langar að gera er að liggja undir sæng og borða lakkrís þangað til að ég æli.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?