mánudagur, maí 17, 2004
Úff. Langt síðan ég bloggaði síðast. Úff líka hvað ég er þreytt og fúl. Ég þoli ekki þegar maður heldur að maður sé allt í lagi sætur og fínn í vinnunni og fer svo á klóstið, kíkir í spegil og sér að maður er það ekki. Og ég þoli heldur ekki þegar maður meiðir sig geeeeeððððveeeeiiikt mikið og fær svo bara einn pínulítinn ljósbláan og gegnsæjan marblett. Ég nefninlega meiddi mig geeeeððððveeeeiiiiikkkt mikið í gær og var að vona að höndin á mér yðri svört og bólgin, en hún varð það ekki. Óþolandi. Hvernig á fólk að vita hvenær það á að vorkenna manni ef maður hlýtur engin almennileg lýti af slysinu?
Annars er það af mér og Gústa að frétta að við erum búin að verða okkur úti um íbúð sem við ætlum að leigja saman. Hún er alveg stórkostleg og ég hlakka mjög til að flytja inn, sem verður eftir tvær vikur. Og svo er ég að fara í söngpröf í tónlistarskólanum, þ.e. svona inntökupróf, á morgun. Það verður gaman! Sérstaklega þar sem ég er búin að missa röddina.
Á morgun ætla ég að sækja um í Háskólanum. Jámm, best ég geri það.
Annars er það af mér og Gústa að frétta að við erum búin að verða okkur úti um íbúð sem við ætlum að leigja saman. Hún er alveg stórkostleg og ég hlakka mjög til að flytja inn, sem verður eftir tvær vikur. Og svo er ég að fara í söngpröf í tónlistarskólanum, þ.e. svona inntökupróf, á morgun. Það verður gaman! Sérstaklega þar sem ég er búin að missa röddina.
Á morgun ætla ég að sækja um í Háskólanum. Jámm, best ég geri það.