sunnudagur, maí 09, 2004
Gleðilegan mæðradag allar mæður oll aránd ðe vörld.
Hmm... pælið í því ef ég mundi alltaf skrifa allt í þriðju persónu. Ég ætla að prófa það. Eða öllu heldur; Vilborg ætlar að prófa það.
Vilborg fór á Listasafnið í dag og skoðaði sýningu sem heitir Allar heimsins konur og eru listaverk eftir 176 konur frá 176 löndum. Hún fór með pabba sínum sem var með vorþunglyndið. Honum fannst allt ömurlegt, sérstaklega góða veðrið og sólin. Vilborg reyndi að hressa hann við og benda honum á að vorið væri komið og að það væri nú fallegt, grænt hér og grænt þar en ekki leið á löngu þar til pabbi hennar hafði sannfært hana um að þetta væri aumingjalegt vor og það væri ennþá snjór í fjöllum því til sönnunnar. Þá fóru þau bæði heim og lögðust undir sæng og sofnuðu.
Nei úff. Þetta þriðju-persónu tal er fáránlegt. Eða vangefið. En ég fór samt á sýninguna í dag og pabba tókst að hrekja alla birtu úr mínu hjarta og núna er mér skítkalt og ég trúi því að sumarið komi aldrei. Aldrei segi ég. Jámm, þúnglindið hefur náð tökum á mér og allt sem mig langar að gera er að liggja undir sæng og borða lakkrís þangað til að ég æli.
Hmm... pælið í því ef ég mundi alltaf skrifa allt í þriðju persónu. Ég ætla að prófa það. Eða öllu heldur; Vilborg ætlar að prófa það.
Vilborg fór á Listasafnið í dag og skoðaði sýningu sem heitir Allar heimsins konur og eru listaverk eftir 176 konur frá 176 löndum. Hún fór með pabba sínum sem var með vorþunglyndið. Honum fannst allt ömurlegt, sérstaklega góða veðrið og sólin. Vilborg reyndi að hressa hann við og benda honum á að vorið væri komið og að það væri nú fallegt, grænt hér og grænt þar en ekki leið á löngu þar til pabbi hennar hafði sannfært hana um að þetta væri aumingjalegt vor og það væri ennþá snjór í fjöllum því til sönnunnar. Þá fóru þau bæði heim og lögðust undir sæng og sofnuðu.
Nei úff. Þetta þriðju-persónu tal er fáránlegt. Eða vangefið. En ég fór samt á sýninguna í dag og pabba tókst að hrekja alla birtu úr mínu hjarta og núna er mér skítkalt og ég trúi því að sumarið komi aldrei. Aldrei segi ég. Jámm, þúnglindið hefur náð tökum á mér og allt sem mig langar að gera er að liggja undir sæng og borða lakkrís þangað til að ég æli.