fimmtudagur, maí 20, 2004

Hei vissuð þið að ég gerði einu sinni aðra bloggsíðu! Hana er ennþá hægt að skoða en hún stendur bara til minningar um liðna tíð, þá tíð er ég var í menntaskóla. Línkurinn er www.breftillaru.blogspot.com. Hún fjallar sko um bókina Bréf til Láru eftir Þóberg Þórðar, hei fyndið, skrifaði fyrst Þórbert Þórðar hehee... sjitt maður. Allavega þá var þetta eitthvað íslenskuverkefni sem ég gerði utan skóla í fjórða bekk og mér finnst það bara kúúúl.
Ég var veik í gær og í dag var frí og ég er alveg að fara yfirum af öllum þessum tíma sem ég hef. Ég las eina bók, ævisöguna hennar Ruthar Reginalds og ég er sko búin að ákveða að ef ég hitti einhverntímann Ruth Reginalds á förnum vegi þá ætla ég að taka utan um hana og segja henni að hún sé gullfalleg og eigi allt það besta skilið og að mér finnist hún frábær manneskja og góð söngkona (samt bara ef ég er full þegar við hittumst). Og svo er ég hálfnuð með Ævintýra Skipið í svona áttunda skiptið. Merkilegt hvað ég fæ ekki leið á únglíngabókum sem pabbi las þegar hann var únglíngur fyrir einhverjum 60 árum síðan. Kannski er ég þessvegna með þetta unglingsdrengjafjéttisss, allt vegna þess að ég er búin að lesa svo margar sögur um Nonna og Finn og Flemming og Kvikk og hvað þeir nú heita allir saman strákarnir sem ég elska svo mikið. Ég á nú samt yndislegan kærasta sem er alltaf góður við mig og hvað með það þótt ég kalli hann Flemming í huganum, það er ekki að halda framhjá! ...það er það ekki!
Klukkan er núna orðin ellefu, nei rúmlega hálf tólf!!! Og ég sem er vön að sofna svona um tíu. Ég held ég fari nú að koma mér í rúmið og ég óska öllum þeim sem vilja taka það til sín til hamingju með nýju íbúðina. Góða nótt.

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?