sunnudagur, júní 26, 2005

REEEIF Í FÓTINN!

Það er stuð á mér í dag. Ég fór út á lífið í gær með Ásu vinkonu og Kristínu vinkonu hennar. Þær voru í bleyti og ég var þurr á bíl. Ég lenti nú samt í sætri löggu sem lét mig blása í hvítt rör. Hann bað mig um leyfa sér að sjá ökuskírteinið mitt. Ég reif upp veskið, alveg að drepast úr stressi (hef sko aldrei verið stoppuð af löggunni áður og fannst eins ég yrði að láta eins og ég væri edrú þótt ég væri það sko geðveikt) og lét hann hafa debet kortið í misgáningi. Hann leit á mig með "ertu ekki að djóka í mér fyllibyttan þín" fyrirlitningarsvip og sagði svo, mjög þurr á manninn: "við tökum ekki við mútum". Ása reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að flagga brjóstunum eins og hún gat framan í hann. Á meðan sat Kristín aftur í og hló eins og vitleysingur. Ég baðst afsökunar á ruglinu og lét hann hafa ökuskírteinið sem var einhverra hluta vegna löðrandi í gamalli hamborgarasósu. Hann skoðaði það, lét mig svo blása. Ég beið eftir niðurstöðunum með hnút í maganum því í matarboði hjá Hildi frænku og Óskari fyrr um kvöldið hafði ég þegið hálft glas af bollu til að falla betur inn í hópinn (helvítis hópþrýstingur). Á meðan við biðum eftir niðurstöðunum sagði löggan sagði mér að þótt að ég fengi mér bara einn bjór þá gæti það mælst, ég þyrfti að passa mig á því. Ég var næstum því farin að gráta og biðjast afsökunar á því að vera að flækjast um í umferðinni með hálft bolluglas í blóðinu, þegar hann þakkaði mér bara pent fyrir og bað mig vel að lifa. Hjúkket.
Annars var ég að skoða álitlega íbúð á Vesturgötu. Vona að við fáum hana. Ætla sko að leigja með Jónasínu vinkonu næsta vetur. Hún er æði. Íbúðin sko. Jónasína líka náttúrulega. Sérstaklega æðisleg því hún leyfir mér að vera hjá sér í herberginu sem hún er að leigja. Takk takk takk takk fyrir það elsku Jónasína mín, þú ert best, rspct. Mér fannst ég samt ekki koma nógu vel fyrir, var eitthvað nývöknuð og rám eins og fyllibytta. Mig langaði helst að segja konunni að ég hefði ekki verið á fylleríi kvöldið áður en fannst hálf bjánalegt að nefna það upp úr þurru svo ég sleppti því. Við skulum því öll biðja Guð og Jesús um að hjálpa okkur. Allir á hnén að biðja. Eða ef þið trúið ekki á guð, þá senda bara jákvæða strauma út í alheiminn. Hugsa jákvætt. Ef þið trúið á djöfulinn þá skuluð þið slátra geit. Takk, ég veit ég get treyst á ykkur.

föstudagur, júní 17, 2005

Sweet home Alabama

Enn og aftur á Akureyri. Ég fór samt suður í millitíðinni á Iron Maiden tónleika. Eða Nevolution tónleika öllu heldur. Ég fékk ekki að sjá Bruce enda var hann bara frammi að fróa sér allan tímann. Mér var svosum sama, ég fékk að sjá þarna gítarleikarann í Nevolution. Hann er fáránlega heitur og ég hef farið í sleik við hann. Ég réði mig líka í vinnu. Svona breytist lífið hratt stundum. Fyrir viku síðan var ég atvinnulaus og lifði sníkilslífi á skattborgurum þessa lands, nú er ég orðin virðulegur fisksali í Breiðholtinu!
Ég lenti í skemmtilegum strætóbílstjóra um daginn. Ég var ein í vagninum og hann var stopp á rauðu ljósi. Þá heyri ég bílstjórann segja stundarhátt: "Heyrðu, eigum við ekki bara að gefa skít í þetta og keyra upp í Þingvallasveit?" ég var svolítið hissa á þessari uppástungu en kallaði samt á móti: "jújú, ég er til!" og var hin hressasta. Þá var maðurinn ekkert að tala við mig heldur í símann eða einhvern fjandann. Mér leið svolítið kjánalega í smá stund. En svo kallaði hann á mig og bað mig um að gefa sér álit á vagninum, hvort hann rynni ekki mjúklega og hvernig væri að sitja þarna aftur í og svona. Ég gaf honum greinargóða skýrslu og svo bárust umræðurnar um víðan völl. Hann sagði mér að hann hefði þjónað Bakkusi í 41 ár en hefði fyrir eitthvað kraftaverk öðlast nýtt líf, var edrú og átti 2 ára gamla dóttur og konu sem var 37 árum yngri en hann og bráðum 5 ára starfsafmæli hjá Strætó. Mér fannst virkilega gaman að tala við hann. Það gladdi mig að heyra að jafnvel þó að fólk hafi klúðrað lífi sínu rækilega í fjölda mörg ár eigi það samt alltaf von um betra líf. Hann sagði, eins og Stella Löwe, að vandamálin væru til að leysa þau. Það þýddi ekkert að vera með hausinn fastan í vandamálunum heldur væri betra að einblína á lausnirnar.
Ég er búin að eignast bíl. Hann er grænn. Ég held að hann hafi tilfinningar og þessvegna ætla ég að koma fram við hann eins og vini mína. Treat him with respect.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Sweet home Akureyri

Nú er ég bara stödd á Akureyri. Kom hingað til að mæta á fund.. viðskiptafund.. Það var skemmtilegt! Ég, Magga og Reynir og Sunna Mekkín komum hingað á mánudaginn og ætlum ekki heim fyrr en næsta mánudag! Heil vika í höfuðstað Norðursins. Geðveikt yndislegt allt saman.
Það sem er helst að frétta er að ég fékk viðurkenningu fyrir listaverk sem ég sendi á svona listaverkasamkeppni í tilefni afmælis Leonardo Da Vinci stofnunarinnar hér á landi. Tvær yndislegar bækur, How to think like Leonardo Da Vinci: Seven Steps to Genius Everyday og svo bók sem heitir eitthvað The Real Truth Behind the Da Vinci Code eða eitthvað svoleiðis. Ég er á fullu að lesa fyrri bókina og býst við að vera orðin fullnuminn snillingur í enda sumars.
Ég fór á einhverskonar nýliðafund í Listaháskólanum um daginn. Það var mjög gaman að sjá framan í fólkið sem verður memmér í þessu öllu saman. Ég hlakka til að kynnast þeim betur!
Annars er málið bara að vera nógu helvíti róleg á því, finna mér íbúð fyrir veturinn og reyna svo að vera almennileg!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?