föstudagur, júní 17, 2005

Sweet home Alabama

Enn og aftur á Akureyri. Ég fór samt suður í millitíðinni á Iron Maiden tónleika. Eða Nevolution tónleika öllu heldur. Ég fékk ekki að sjá Bruce enda var hann bara frammi að fróa sér allan tímann. Mér var svosum sama, ég fékk að sjá þarna gítarleikarann í Nevolution. Hann er fáránlega heitur og ég hef farið í sleik við hann. Ég réði mig líka í vinnu. Svona breytist lífið hratt stundum. Fyrir viku síðan var ég atvinnulaus og lifði sníkilslífi á skattborgurum þessa lands, nú er ég orðin virðulegur fisksali í Breiðholtinu!
Ég lenti í skemmtilegum strætóbílstjóra um daginn. Ég var ein í vagninum og hann var stopp á rauðu ljósi. Þá heyri ég bílstjórann segja stundarhátt: "Heyrðu, eigum við ekki bara að gefa skít í þetta og keyra upp í Þingvallasveit?" ég var svolítið hissa á þessari uppástungu en kallaði samt á móti: "jújú, ég er til!" og var hin hressasta. Þá var maðurinn ekkert að tala við mig heldur í símann eða einhvern fjandann. Mér leið svolítið kjánalega í smá stund. En svo kallaði hann á mig og bað mig um að gefa sér álit á vagninum, hvort hann rynni ekki mjúklega og hvernig væri að sitja þarna aftur í og svona. Ég gaf honum greinargóða skýrslu og svo bárust umræðurnar um víðan völl. Hann sagði mér að hann hefði þjónað Bakkusi í 41 ár en hefði fyrir eitthvað kraftaverk öðlast nýtt líf, var edrú og átti 2 ára gamla dóttur og konu sem var 37 árum yngri en hann og bráðum 5 ára starfsafmæli hjá Strætó. Mér fannst virkilega gaman að tala við hann. Það gladdi mig að heyra að jafnvel þó að fólk hafi klúðrað lífi sínu rækilega í fjölda mörg ár eigi það samt alltaf von um betra líf. Hann sagði, eins og Stella Löwe, að vandamálin væru til að leysa þau. Það þýddi ekkert að vera með hausinn fastan í vandamálunum heldur væri betra að einblína á lausnirnar.
Ég er búin að eignast bíl. Hann er grænn. Ég held að hann hafi tilfinningar og þessvegna ætla ég að koma fram við hann eins og vini mína. Treat him with respect.

Öfugmæli...
þannig að maður getur verið þjónn bakkusar í marga áratugi og snúið svo bara blaðinu við...hmmmmmm intrestiiiing...
 
Já, greinilega! En ég held samt að það sé ekkert spes sko..
 
Ekkert spes að snúa blaðinu við þá? En jáh - nú á sennilega ekkert betur við en hið fornkveðna: „Skjótt skipast veður í lofti - þó skjótar í Færeyjum!“ En öllum var mér að ljúka (því mér er ekki alveg lokið enn) þegar ég las um bílinn! Nú er víst ekkert því til fyurirstöðu að þú kíkir í heimsókn í Westrið - tjah, nema auðvitað vinnan. Hvernig var það, gafstu upp á að verða snillingur (eða been that done there kannski bara?)...

En það er allavega gaman að vita að jörðin snýst einhversstaðar :D Heyrumst!
 
Ha biddu attu nyjan bil. Madur rett skreppur til London i nokkra daga og adur en madur veit af ert tu ordin fiskistjori a graenum bil. Ja herna her segi eg nu bara. Tad er eins gott ad eg skrapp ekki til Nigeriu.

Jonina
 
Ertu vissum að þú hafir bara farið í sleik við hann Vilborg? :)
 
Umm, ég er hræddur um að það hafi nú eitthvað meira verið í gangi þarna :) hehehe
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?