laugardagur, september 23, 2006
Áskorun (ekki megrun)
Ég tek áskoruninni my fabulous uncle Olaf. Ég legg til freestyle útfærslu á kökunni með eftirfarandi reglum og skilmálum:
1. Kakan skal vera tveggja hæða og hringlótt.
2. Eftirfarandi hráefni verða að koma við sögu: súkkulaði, heimalagað hlaup og marsipan.
3. Þema kökunnar skal vera "skáld".
4. Allir litir þjóðfána vors verða að koma fram.
5. Engin utanaðkomandi hjálp er leyfileg við bakstur kökunnar en þó er keppendum heimilt að leita sér listrænnar ráðgjafar áður en eiginlegur bakstur fer fram.
6. Keppendur skulu velja sameiginlega fulltrúa sem sér um að skipa í dómnefnd, en hún á að samanstanda af tveimur börnum milli þriggja og sex ára og fjórum einstaklingum yfir tvítugu. Þrír fulltrúar skulu vera karlkyns og þrír kvenkyns.
7. Leynd skal hvíla yfir höfundi hvorrar köku um sig þangað til dómnefndin hefur tekið ákvörðun um sigurvegara.
1. Kakan skal vera tveggja hæða og hringlótt.
2. Eftirfarandi hráefni verða að koma við sögu: súkkulaði, heimalagað hlaup og marsipan.
3. Þema kökunnar skal vera "skáld".
4. Allir litir þjóðfána vors verða að koma fram.
5. Engin utanaðkomandi hjálp er leyfileg við bakstur kökunnar en þó er keppendum heimilt að leita sér listrænnar ráðgjafar áður en eiginlegur bakstur fer fram.
6. Keppendur skulu velja sameiginlega fulltrúa sem sér um að skipa í dómnefnd, en hún á að samanstanda af tveimur börnum milli þriggja og sex ára og fjórum einstaklingum yfir tvítugu. Þrír fulltrúar skulu vera karlkyns og þrír kvenkyns.
7. Leynd skal hvíla yfir höfundi hvorrar köku um sig þangað til dómnefndin hefur tekið ákvörðun um sigurvegara.
Ãfugmæli...
<< Heim
Ég legg það nú til að teknar verði myndir af kökunum svo að allir geti notið þessarar keppni! Sjáumst hressar 13.okt ;)
Ég verð nú að leggja inn mótmæli hérna. Hvað með aldurshópinn milli 6 ára og 20 ára? Er það fólk eitthvað verra en hin? Eru einhver rök þarna á bak við eða bara huldið fordómar? Já ég er sko alls ekki sátt. Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í rúst. Magga.
Eftir að hafa komið þessu frá mér vil ég leggja til að ég verði í dómnefnd. Fyrir utan að vera kvenmaður, vel að vexti og yfir tvítugt, þá er ég einstaklega kökugóð, sælkeri mikill og núverandi súffleimeistari.
Magga.
Magga.
Þú gætir amk bloggað um keppnina... Segja svona hvernig kökurnar voru og það sem mikilvægara er, hver vann!
Hey bara að segja þér að föðurbróðir þinn er kennari hér.Já hlýtur að vera vitur maður sem flytur á Kópasker,svo þú veist hvaðan gáfurnar koma.Hee bless.
Skrifa ummæli
<< Heim