fimmtudagur, maí 11, 2006

Um baks

Ég held svei mér þá að þetta verði eina færsla sumarsins. Ég vona allavega að það verði meira en svo að gera hjá mér að ég sjái mér fært að blogga fyrir þær fáu hræður sem enn slæðast hingað inn. Sem stendur er ég að vinna í fiskibúðinni, þeirri sömu og ég vann í síðasta sumar. Pabbi á bágt með að skilja hvað svona sæt og klár stelpa eins og ég sé að vilja í þessari eilífu fiskibúð alltaf hreint. Ég segi honum eftirfarandi: Þetta er góð og heiðarleg vinna. Ég fæ að baksa í stígvélum og gúmmísvuntu allan daginn, verða blaut og skítug og það er bara eitthvað svo heilsusamlegt og gott. Ég get allsstaðar annarsstaðar verið með lakkaðar neglur í hreinum fötum og engum stígvélum að pikka inn á tölvu og blaða í pappírum. Mig langar að baksa svolítið þegar mér gefst færi á því.
Baks er s.s. að vera að gera eitthvað í fötum sem mega verða skítug og maður má svitna í. Baks er að mínu mati lífsnauðsynlegt og kemur í veg fyrir firringuna sem felst í því að sitja í einu herbergi heilu dagana, talað við fullt af fólki án þess að hitta nokkurn mann og verslað hluti í gegnum internetið sem maður hefur aldrei snert, fyrir peninga sem maður á ekki.
Jæja, baksið kallar.

Öfugmæli...
Það var mikið að eitthvað gerðist hér. þú ættir nú að baksa við að skrifa eitthvað hér oftar. Kveðja frá stóru systur í firringunni
 
já verður þá svona fiskitómatamótorhjólalykt inní íbúðinni í sumar ? það þykir mér vera spennandi, er viss um að fólk kemur með látum til að bera þann þef að vitum sér. Annars er ég mest að pæla í því að vera túrkislituð heiðargæs næstu daga. ok ?
 
Mæli með því að þú baksir við að baka eitthvað gott fyrir mig um helgina og bjóðir mér svo í kaffi.
 
Jess hvað þið eruð frábærar að tékka á síðunni minni þó það séu hundrað ár síðan ég bloggaði síðast. Jónína er komin í köku og kaffi og auðvitað er öllum boðið sem vilja koma. Bankið bara á undan ykkur, ég gæti verið nakin að neðan. Ókei Ása, þú mátt vera heiðargæs:)
 
vúúúúhúúúúúúúú !
 
"Gætirðu kannski spilað eitthvað íslenskt?! Eitthvað gamalt og gott..."
Svo mæælti ég áður en ég beit í múffuna góðu. Ég svitna örlítið í öðrum handakrikanum. Ég hlæ að því. Svosem. Ha. Ha.
... Ha.
Mister D. Dídjei
 
Nei bíddu ha?! Nei bíddu ha!!!
Nei bíddu ha, nei bíddu ha, nei bíddu haaaa!!!!
 
Þú ert vissulega sæt og vissuleg frábær. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að það eru ýmsir einfaldir hlutir sem gefa meira en að sitja og góna út í loftið, selja fólki sem ekki lítur upp drasl sem það hefur ekkert með að gera. Það er ágætt að hafa svolítinn skít í vinnunni, sag og drullu, slor og þessháttar. Þá getur maður skolað af sér daginn þegar maður kemur heim, hugsað um lífið og haft það gott.

Ég vil taka fram að ég hef loksins tjáð mig, for better or for worse. Einhver ykkar vita hvað það þýðir og önnur ekki. Vilborg veit það, það dugar mér.
 
ok þetta er bara eitthvað svo 100% þú

ég held að þú sért stórfengleg þó ég þekki þig ekki neitt.

Mamma þín er svo mikill töffari!

endilega samt blogga í sumar
 
Ég hringdi í númerið hérna að ofan og þetta er allt rétt. Ég er loksins orðin betri en þið og þið eruð öll rekin. Vel níutíuþúsund dollara virði verð ég að segja.
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?