laugardagur, maí 21, 2005
..
Við skulum ekki blekkja okkur neitt. Þetta er ekki sérlega persónulegt blogg. Eitt brennur þó sérstaklega á mér þessa dagana og mig langar að segja ykkur öllum að lífið er fullt af óvæntum uppákomum. Ég veit að ég get reynt að lifa því betur og líklega á það við um okkur öll. Ég elska ykkur öll frá innstu rótum hjarta míns og ég vona að þið haldið ekki að ég sé að tala í kaldhæðni hérna því mér hefur aldrei verið meiri alvara í lífinu.
laugardagur, maí 14, 2005
Listaháskólapía
Ég komst inn í Listaháskólann!!! sjibbí. Jesús, Jesús, Jesús.
mánudagur, maí 09, 2005
Allt að verða vitlaust hérna í Reykjavíkurborg
Ég er hérna stödd á Borgarbókasafninu í Gerðubergi, gjörsamlega að pissa á mig for multiple reasons. Fyrst af öllu er ég náttúrulega að pissa á mig af spenningi yfir því að Nevolution snillingarnir séu að fara að hita upp fyrir Iron Maiden í júní. Svo er ég líka að pissa á mig af spenningi yfir því að fá niðurstöðurnar úr Listaháskólanum, en þær berast á morgunn eða hinn. Svo er ég að pissa á mig af gleði yfir því að vera að fara út að borða með Jónasínu og Kötu í kvöld í tilefni afmælisins hennar Jónasínu. Svo er ég bara að pissa á mig af því að ég gleymdi að pissa áður en ég fór út í klukkutíma göngutúr sem endaði hérna, í hellihressandirigningu.
Ég er s.s. búin í öllum prófum og inntökuprófum og er bara algjörlega í reiðuleysi hérna í Reykjavík, samt bara jákvæðu reiðuleysi. Mmmm, yndislegu frelsi hér. Ég veit ekkert hvort ég kemst inn eða ekki í Listaháskólann en ég hallast frekar að því að ég komist ekki inn. Ég held að ég fái neitunarbréf á þriðjudaginn. Bréf sem segir mér að hundskast heim til mín og helst úr landi bara. En við sjáum til..
Eiginlega finnst mér kvíðvænlegra að fá já-svar því þá þarf ég að fara að leita mér að íbúð og tekjulindum og flytja alvarlega að heiman næstu 3 árin. Ég veit ekki hvort ég meika það að vera ekki hjá elsku foreldrum mínum og Möggu, Sunnu og Reyni og Gísla, Soffíu og Andreu Rós og Gústa og Ásu og öllu þessu yndislega fólki á Akureyri. Þar er allt svo auðvelt og yndislegt. Maður bara vaknar á morgnana og það er alltaf einhver heima til að tala við. Alltaf matur í ísskápnum. Alltaf hreinn þvottur úti um allt. Alltaf yndislegt og aldrei leiðinlegt.
Hérna í Reykjavík á ég nú samt systkini sem kominn er tími til að ég rækti sambandið við. Auðvitað hef ég hér Dísu mína og Frissa, Sædísi og litla skott og Jónínu mína (með hléum þó) og það verður frábært að fá að vera heimalningur hjá þeim næstu þrjú árin. En hér er einhvernveginn erfiðara að gera allt. Lengra á milli staða, fólk að deyja í umferðinni á hverjum degi og maður bíður bara eftir því að drepast sjálfur úr stressi yfir því að komast kannski ekki á milli staða klakklaust.. ætli ég sé ekki að mikla þetta fyrir mér eins og allt þessa dagana. Ég held ég ætti bara að fara að koma mér heim í sturu, fara svo í Smáralindina með Dísu og svo út að borða með afmælisbarninu í kvöld.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ JÓNASÍNA FANNEY. Þú ert flottasta og skemmtilegasta stelpan í bænum:) Og ég er viss um að Guð gefur þér gæfu og gleði í afmælisgjöf, sem endist í a.m.k. ár! (og nei ég er ekki væmin og asnaleg, bara raunsæ og skynsöm)
Veriði blessuð og sæl.
Ég er s.s. búin í öllum prófum og inntökuprófum og er bara algjörlega í reiðuleysi hérna í Reykjavík, samt bara jákvæðu reiðuleysi. Mmmm, yndislegu frelsi hér. Ég veit ekkert hvort ég kemst inn eða ekki í Listaháskólann en ég hallast frekar að því að ég komist ekki inn. Ég held að ég fái neitunarbréf á þriðjudaginn. Bréf sem segir mér að hundskast heim til mín og helst úr landi bara. En við sjáum til..
Eiginlega finnst mér kvíðvænlegra að fá já-svar því þá þarf ég að fara að leita mér að íbúð og tekjulindum og flytja alvarlega að heiman næstu 3 árin. Ég veit ekki hvort ég meika það að vera ekki hjá elsku foreldrum mínum og Möggu, Sunnu og Reyni og Gísla, Soffíu og Andreu Rós og Gústa og Ásu og öllu þessu yndislega fólki á Akureyri. Þar er allt svo auðvelt og yndislegt. Maður bara vaknar á morgnana og það er alltaf einhver heima til að tala við. Alltaf matur í ísskápnum. Alltaf hreinn þvottur úti um allt. Alltaf yndislegt og aldrei leiðinlegt.
Hérna í Reykjavík á ég nú samt systkini sem kominn er tími til að ég rækti sambandið við. Auðvitað hef ég hér Dísu mína og Frissa, Sædísi og litla skott og Jónínu mína (með hléum þó) og það verður frábært að fá að vera heimalningur hjá þeim næstu þrjú árin. En hér er einhvernveginn erfiðara að gera allt. Lengra á milli staða, fólk að deyja í umferðinni á hverjum degi og maður bíður bara eftir því að drepast sjálfur úr stressi yfir því að komast kannski ekki á milli staða klakklaust.. ætli ég sé ekki að mikla þetta fyrir mér eins og allt þessa dagana. Ég held ég ætti bara að fara að koma mér heim í sturu, fara svo í Smáralindina með Dísu og svo út að borða með afmælisbarninu í kvöld.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ JÓNASÍNA FANNEY. Þú ert flottasta og skemmtilegasta stelpan í bænum:) Og ég er viss um að Guð gefur þér gæfu og gleði í afmælisgjöf, sem endist í a.m.k. ár! (og nei ég er ekki væmin og asnaleg, bara raunsæ og skynsöm)
Veriði blessuð og sæl.