miðvikudagur, desember 22, 2004
Ekkert helvítis bull, jólin eru komin!
Þá er maður kominn heim eftir fjóra daga í Reykjavík. Þetta var ágætis ferðalag. Ég hitti vinkonur mínar og hafði það gott. Keypti engar jólagjafir en fullt af drasli handa sjálfri mér. Jájá, þetta var ágætt. Fyrir utan djammið á laugardagskvöldinu. Það vildu allir fara heim klukkan fjögur, þessi grey í Reykjavík, þau eru svo gömul og heilsulaus. Annars var þetta ljómandi gaman. Ég þreifaði á tveimur óléttubumbum í gríð og erg. Kata vinkona á að eiga sitt barn 5. janúar og Dísa systir á að eiga sitt í mars. Ég er alltaf jafn hissa á því að svona börn geti bara vaxið inní einhverri manneskju. Eins og lítil blóm. Mjög skrýtið allt saman.
Við komum heim um þrjú leytið síðustu nótt og mamma brást okkur ekki. Hún var bara vakandi, búin að laga allt til og gera jólalegt og hita kakó og elda handa okkur dýrindis mat. Hún er ekki bara sæt hún mamma, heldur snillingur líka.
Önnur manneskja sem er ekki bara sæt er hún Jónasína vinkona mín. Hún er búin að næla sér í svona líka roosalegan fola. Hann heitir Halli og er só hot right now! Þau eru æðislegt par, jafnvel heitasta parið á landinu!
Í morgun vaknaði ég í góðu skapi, eða meira svona; í hádeginu vaknaði ég í glimrandi góðu skapi. Um fjögur leytið var ég komin á ról, búin að fara í sturtu og tilbúin í smá jólarokk á Glerártorgi með Hrönn og Möggu og Sunnu litlu. Við fórum niðureftir og ég stakk uppá að við myndum byrja á að fá okkur að borða, það var enginn svangur svo að ég fékk mér bara crépes og þær horfðu á. Eftir matinn var ég orðin svolítið þreytt svo við fórum bara í tvær búðir og svo heim. Þær eru náttúrulega löngu búnar að kaupa allar jólagjafir og allt svo þessi ferð var bara farin fyrir mig. En ég er greinilega ekki sköpuð til að versla jólagjafir.
Ég horfði á L Word áðan og þetta var bara æðislegur þáttur. Hann kveikti bara allar tilfinningar sem ég hef haft um ævina. Ég grét og hló, bölvaði og varð ástfangin og allt þar á milli. Ó mæ god, þetta var rússíbanareið ársins.
En þið kæru netverjar, verið sæl um jólin. Sumir verða alltaf svolítið leiðir um jólin en við skulum ekki láta depurðina buga okkur. Alkóhól er ekki lausnin, en það getur verið heellvíti skemmtilegt! ..ok, þið sem eigið við áfengisvandamál að stríða, þið auðvitað takið ekki mark á þessu. Alkóhól er böl, en samt heeellvíti skemmtilegt! Neee, sko bara ef það er ekki vandamál í lífi manns. Gleymum þessu. Verum bara kát!
GLEÐILEG JÓL! :D
Þá er maður kominn heim eftir fjóra daga í Reykjavík. Þetta var ágætis ferðalag. Ég hitti vinkonur mínar og hafði það gott. Keypti engar jólagjafir en fullt af drasli handa sjálfri mér. Jájá, þetta var ágætt. Fyrir utan djammið á laugardagskvöldinu. Það vildu allir fara heim klukkan fjögur, þessi grey í Reykjavík, þau eru svo gömul og heilsulaus. Annars var þetta ljómandi gaman. Ég þreifaði á tveimur óléttubumbum í gríð og erg. Kata vinkona á að eiga sitt barn 5. janúar og Dísa systir á að eiga sitt í mars. Ég er alltaf jafn hissa á því að svona börn geti bara vaxið inní einhverri manneskju. Eins og lítil blóm. Mjög skrýtið allt saman.
Við komum heim um þrjú leytið síðustu nótt og mamma brást okkur ekki. Hún var bara vakandi, búin að laga allt til og gera jólalegt og hita kakó og elda handa okkur dýrindis mat. Hún er ekki bara sæt hún mamma, heldur snillingur líka.
Önnur manneskja sem er ekki bara sæt er hún Jónasína vinkona mín. Hún er búin að næla sér í svona líka roosalegan fola. Hann heitir Halli og er só hot right now! Þau eru æðislegt par, jafnvel heitasta parið á landinu!
Í morgun vaknaði ég í góðu skapi, eða meira svona; í hádeginu vaknaði ég í glimrandi góðu skapi. Um fjögur leytið var ég komin á ról, búin að fara í sturtu og tilbúin í smá jólarokk á Glerártorgi með Hrönn og Möggu og Sunnu litlu. Við fórum niðureftir og ég stakk uppá að við myndum byrja á að fá okkur að borða, það var enginn svangur svo að ég fékk mér bara crépes og þær horfðu á. Eftir matinn var ég orðin svolítið þreytt svo við fórum bara í tvær búðir og svo heim. Þær eru náttúrulega löngu búnar að kaupa allar jólagjafir og allt svo þessi ferð var bara farin fyrir mig. En ég er greinilega ekki sköpuð til að versla jólagjafir.
Ég horfði á L Word áðan og þetta var bara æðislegur þáttur. Hann kveikti bara allar tilfinningar sem ég hef haft um ævina. Ég grét og hló, bölvaði og varð ástfangin og allt þar á milli. Ó mæ god, þetta var rússíbanareið ársins.
En þið kæru netverjar, verið sæl um jólin. Sumir verða alltaf svolítið leiðir um jólin en við skulum ekki láta depurðina buga okkur. Alkóhól er ekki lausnin, en það getur verið heellvíti skemmtilegt! ..ok, þið sem eigið við áfengisvandamál að stríða, þið auðvitað takið ekki mark á þessu. Alkóhól er böl, en samt heeellvíti skemmtilegt! Neee, sko bara ef það er ekki vandamál í lífi manns. Gleymum þessu. Verum bara kát!
GLEÐILEG JÓL! :D
fimmtudagur, desember 16, 2004
Það er VÍST HÆGT!!!
Kommentið börnin mín! Kommentið eins og þið lifandi getið!!
Kommentið börnin mín! Kommentið eins og þið lifandi getið!!
sunnudagur, desember 12, 2004
Hvadda suða mamma mín?
Jæja. Nú er það svart. Mamma er búin að ákveða að í dag skuli ég hengja upp seríur í herberginu mínu. Ég verð náttúrulega að lúta hennar reglum, en ég get ómögulega fengið mig til þess að byrja á þessu. Seríur eru frábært jólaskraut, en ég veit fátt ömurlegra en að hengja þær upp.
Ég er nú þegar búin að gera fullt af (ó)nauðsynlegum hlutum til að fresta hinu óumflýjanlega. Til dæmis fara í gegnum allan ´92 árganginn af Handarbeide blöðunum hennar mömmu til að reyna að finna jólagjafahugmyndir. Ég vaknaði í morgun með háleitar hugmyndir um föndurhæfileika mína. Ég held að sú geðveiki hafi bara komið í staðinn fyrir timburmenn, en mér var sama. Ég vil frekar halda að ég geti föndrað en æla og vera með hausverk. Enítæm!
Eftir að hafa skimmað í gegnum Handarbeide rann af mér mesta fönduræðið, enda var þar ekkert að finna nema bútasaums-snjógalla fyrir pör sem vilja vera í stíl. Mikið fashion disaster í gangi þar.
Svo fór ég í langt heitt bað.
Eftir baðið klæddi ég mig í hrein og ilmandi föt og nýtt pils sem mamma var að sauma á mig. Svo fékk ég mér pínu að borða og svo fannst mér ég hafa vanrækt internetið í dag svo ég ákvað að sinna því svolítið áður en ég tækist á við verkefnið. Og hér er ég enn! Og þarna liggur blessuð serían. Mér sýnist hún vera hissa, enda örugglega ekki vön því að fólk vilji ekkert með hana hafa. Ég vil samt alveg hafa hana sko, ég bara geeeet ekki hengt hana upp. Ég spring úr pirringi eftir fimm mínútur við það að reyna að hafa jafnt bil á milli peranna. Ég verð alltaf eldrauð í framan og bölva og bölva þangað til ég hendi draslinu frá mér og hleyp grenjandi inn á bað. Þetta gerist alltaf þegar ég þarf að gera eitthvað sem ég er ekki góð í. Enda lendir allt svona á endanum á mömmu greyinu, og hún virðist vera búin að fá nóg.
Er ekki einhver góðhjartaður þarna úti sem er til í að gera þetta fyrir mig. Ég skal bíða með þetta uppá von og óvon til miðnættis, ef enginn verður búinn að redda þessu þá, ætli ég verði þá ekki bara að..... suða í mömmu;)
Jæja. Nú er það svart. Mamma er búin að ákveða að í dag skuli ég hengja upp seríur í herberginu mínu. Ég verð náttúrulega að lúta hennar reglum, en ég get ómögulega fengið mig til þess að byrja á þessu. Seríur eru frábært jólaskraut, en ég veit fátt ömurlegra en að hengja þær upp.
Ég er nú þegar búin að gera fullt af (ó)nauðsynlegum hlutum til að fresta hinu óumflýjanlega. Til dæmis fara í gegnum allan ´92 árganginn af Handarbeide blöðunum hennar mömmu til að reyna að finna jólagjafahugmyndir. Ég vaknaði í morgun með háleitar hugmyndir um föndurhæfileika mína. Ég held að sú geðveiki hafi bara komið í staðinn fyrir timburmenn, en mér var sama. Ég vil frekar halda að ég geti föndrað en æla og vera með hausverk. Enítæm!
Eftir að hafa skimmað í gegnum Handarbeide rann af mér mesta fönduræðið, enda var þar ekkert að finna nema bútasaums-snjógalla fyrir pör sem vilja vera í stíl. Mikið fashion disaster í gangi þar.
Svo fór ég í langt heitt bað.
Eftir baðið klæddi ég mig í hrein og ilmandi föt og nýtt pils sem mamma var að sauma á mig. Svo fékk ég mér pínu að borða og svo fannst mér ég hafa vanrækt internetið í dag svo ég ákvað að sinna því svolítið áður en ég tækist á við verkefnið. Og hér er ég enn! Og þarna liggur blessuð serían. Mér sýnist hún vera hissa, enda örugglega ekki vön því að fólk vilji ekkert með hana hafa. Ég vil samt alveg hafa hana sko, ég bara geeeet ekki hengt hana upp. Ég spring úr pirringi eftir fimm mínútur við það að reyna að hafa jafnt bil á milli peranna. Ég verð alltaf eldrauð í framan og bölva og bölva þangað til ég hendi draslinu frá mér og hleyp grenjandi inn á bað. Þetta gerist alltaf þegar ég þarf að gera eitthvað sem ég er ekki góð í. Enda lendir allt svona á endanum á mömmu greyinu, og hún virðist vera búin að fá nóg.
Er ekki einhver góðhjartaður þarna úti sem er til í að gera þetta fyrir mig. Ég skal bíða með þetta uppá von og óvon til miðnættis, ef enginn verður búinn að redda þessu þá, ætli ég verði þá ekki bara að..... suða í mömmu;)
fimmtudagur, desember 09, 2004
Ó Guð ó Geuð!
Það er hægt að kommenta á nýja bloggið!! Ég veit ekki hvað þetta password kjaftæði á að þýða en ef fólk vill vera svo vænt að prófa þarna "post anonimous" þá kannski gerast hlutirnir..
Annars er ég bara á fullu í prófum. Einbeitingin er ekki alveg eins og hún á að vera þessa dagana. Ég er til að mynda ekkert búin að læra fyrir prófið sem ég er að fara í á morgun.. En það reddast. Og ef það reddast ekki, þá er alltaf hægt að hætta í skólanum!
Fólk virðist halda að mín skærasta ósk þessa dagana sé að eignast kærasta. Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað að gera með lagið hennar Birgittu eða hvort það eru sambandsslitin. Held að það sé svona eitthvað kombó. Mamma og pabbi hafa mestar áhyggjur af kynlífsleysi mínu. Ég hef mestar áhyggjur af því að ég sé að verða Elling okkar Íslendinga. Bý heima hjá foreldrum mínum fram á gamalsaldur og einangra mig frá umheiminum. Ef ég væri kall og ef pabbi væri ekki í spilinu, þá væri ég Elling. It's a scary thought.
Þetta er samt allt sem ég hef þörf fyrir að deila með heiminum akkúrat núna. Ég veit alveg að það er eitthvað pervertískt að tala um sinn einkahag á internetinu þar sem allir geta lesið það. Við erum öll pervertar gott fólk.
Það er hægt að kommenta á nýja bloggið!! Ég veit ekki hvað þetta password kjaftæði á að þýða en ef fólk vill vera svo vænt að prófa þarna "post anonimous" þá kannski gerast hlutirnir..
Annars er ég bara á fullu í prófum. Einbeitingin er ekki alveg eins og hún á að vera þessa dagana. Ég er til að mynda ekkert búin að læra fyrir prófið sem ég er að fara í á morgun.. En það reddast. Og ef það reddast ekki, þá er alltaf hægt að hætta í skólanum!
Fólk virðist halda að mín skærasta ósk þessa dagana sé að eignast kærasta. Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað að gera með lagið hennar Birgittu eða hvort það eru sambandsslitin. Held að það sé svona eitthvað kombó. Mamma og pabbi hafa mestar áhyggjur af kynlífsleysi mínu. Ég hef mestar áhyggjur af því að ég sé að verða Elling okkar Íslendinga. Bý heima hjá foreldrum mínum fram á gamalsaldur og einangra mig frá umheiminum. Ef ég væri kall og ef pabbi væri ekki í spilinu, þá væri ég Elling. It's a scary thought.
Þetta er samt allt sem ég hef þörf fyrir að deila með heiminum akkúrat núna. Ég veit alveg að það er eitthvað pervertískt að tala um sinn einkahag á internetinu þar sem allir geta lesið það. Við erum öll pervertar gott fólk.