sunnudagur, desember 12, 2004

Hvadda suða mamma mín?
Jæja. Nú er það svart. Mamma er búin að ákveða að í dag skuli ég hengja upp seríur í herberginu mínu. Ég verð náttúrulega að lúta hennar reglum, en ég get ómögulega fengið mig til þess að byrja á þessu. Seríur eru frábært jólaskraut, en ég veit fátt ömurlegra en að hengja þær upp.
Ég er nú þegar búin að gera fullt af (ó)nauðsynlegum hlutum til að fresta hinu óumflýjanlega. Til dæmis fara í gegnum allan ´92 árganginn af Handarbeide blöðunum hennar mömmu til að reyna að finna jólagjafahugmyndir. Ég vaknaði í morgun með háleitar hugmyndir um föndurhæfileika mína. Ég held að sú geðveiki hafi bara komið í staðinn fyrir timburmenn, en mér var sama. Ég vil frekar halda að ég geti föndrað en æla og vera með hausverk. Enítæm!
Eftir að hafa skimmað í gegnum Handarbeide rann af mér mesta fönduræðið, enda var þar ekkert að finna nema bútasaums-snjógalla fyrir pör sem vilja vera í stíl. Mikið fashion disaster í gangi þar.
Svo fór ég í langt heitt bað.
Eftir baðið klæddi ég mig í hrein og ilmandi föt og nýtt pils sem mamma var að sauma á mig. Svo fékk ég mér pínu að borða og svo fannst mér ég hafa vanrækt internetið í dag svo ég ákvað að sinna því svolítið áður en ég tækist á við verkefnið. Og hér er ég enn! Og þarna liggur blessuð serían. Mér sýnist hún vera hissa, enda örugglega ekki vön því að fólk vilji ekkert með hana hafa. Ég vil samt alveg hafa hana sko, ég bara geeeet ekki hengt hana upp. Ég spring úr pirringi eftir fimm mínútur við það að reyna að hafa jafnt bil á milli peranna. Ég verð alltaf eldrauð í framan og bölva og bölva þangað til ég hendi draslinu frá mér og hleyp grenjandi inn á bað. Þetta gerist alltaf þegar ég þarf að gera eitthvað sem ég er ekki góð í. Enda lendir allt svona á endanum á mömmu greyinu, og hún virðist vera búin að fá nóg.
Er ekki einhver góðhjartaður þarna úti sem er til í að gera þetta fyrir mig. Ég skal bíða með þetta uppá von og óvon til miðnættis, ef enginn verður búinn að redda þessu þá, ætli ég verði þá ekki bara að..... suða í mömmu;)

Öfugmæli...
Heiiiiiiiiii!!!
Er ég fyrsti og eini kommentarinn á þessu bloggi eða? Áttu kannski enga vini, Vilborg?? Hehehe (hmmm)
Jájá.. svo þú segir það... (hmmm)
Jæja, þetta var gaman! Þurfum að gera þetta aftur við tækifæri:) (hmmm)
Magga (a.k.a Dúbbi Dúfa)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?