föstudagur, nóvember 12, 2004
Sweetness
Skrýtið. Meðan ég var í vinnu dauðans, allan síðasta vetur (sem var samt ekkert vinna dauðans heldur fínasta vinna, mér finnst bara svo leiðinlegt að þurfa að vinna fyrir mér) þá hafði ég oft eitthvað að segja á þessu bloggi. En núna eftir að ég byrjaði í Háskólanum, einmitt þegar maður myndi halda að dagarnir í lífi mínu væru æsilegir, fjölbreyttir og spennandi, þá hef ég ekkert að segja. Skrýtið. Á þessu skal verða breyting. Ég get náttúrulega blaðrað um allt og ekki neitt eins og ég hef reyndar alltaf gert...
Ég og Magga fórum á bæjarmálafund í kvöld. Litli pólitíkusarvesalingurinn ég hélt að þetta væru svona fundir eins og eru alltaf af og til í Springfield í Simpson, svona þar sem allir mæta og tala um það sem er að gerast í bænum. Þetta var sem sagt eitthvað öðruvísi. Fámennt en góðmennt, fræðandi og skemmtilegt. Ég er alltaf að komast betur og betur að því hvað mamma hennar Möggu er mikill snillingur. Það er gaman.
Eftir fundinn fórum við Magga á Karólínu og hittum þar Sunnu gömlu. Við ræddum um sjálfstæði og sambandsslit og einhverra hluta vegna vaknaði upp gömul umræða sem ég hélt að ég væri laus við í eitt skipti fyrir öll; umræðan um mögulega sigra mína í heimi samkynhneigðra.. ég veit ekki..
Ég sofnaði í dag. Svaf frá eitt til hálffjögur. Það er syndsamlega gott að sofa á daginn í skammdeginu. Ég elska að vera ekki skyldug til að mæta einhversstaðar á einhverjum ákveðnum tíma. Það þýðir að ég er ekki að klúðra lífi mínu þótt ég sofi í tvo klukkutíma yfir daginn og vaki frameftir á nóttunni. Elskaða, elskaða, elskaða!
Jæja, nú hætti ég þessu samhengislausa blaðri og fer í rúmið.
Skrýtið. Meðan ég var í vinnu dauðans, allan síðasta vetur (sem var samt ekkert vinna dauðans heldur fínasta vinna, mér finnst bara svo leiðinlegt að þurfa að vinna fyrir mér) þá hafði ég oft eitthvað að segja á þessu bloggi. En núna eftir að ég byrjaði í Háskólanum, einmitt þegar maður myndi halda að dagarnir í lífi mínu væru æsilegir, fjölbreyttir og spennandi, þá hef ég ekkert að segja. Skrýtið. Á þessu skal verða breyting. Ég get náttúrulega blaðrað um allt og ekki neitt eins og ég hef reyndar alltaf gert...
Ég og Magga fórum á bæjarmálafund í kvöld. Litli pólitíkusarvesalingurinn ég hélt að þetta væru svona fundir eins og eru alltaf af og til í Springfield í Simpson, svona þar sem allir mæta og tala um það sem er að gerast í bænum. Þetta var sem sagt eitthvað öðruvísi. Fámennt en góðmennt, fræðandi og skemmtilegt. Ég er alltaf að komast betur og betur að því hvað mamma hennar Möggu er mikill snillingur. Það er gaman.
Eftir fundinn fórum við Magga á Karólínu og hittum þar Sunnu gömlu. Við ræddum um sjálfstæði og sambandsslit og einhverra hluta vegna vaknaði upp gömul umræða sem ég hélt að ég væri laus við í eitt skipti fyrir öll; umræðan um mögulega sigra mína í heimi samkynhneigðra.. ég veit ekki..
Ég sofnaði í dag. Svaf frá eitt til hálffjögur. Það er syndsamlega gott að sofa á daginn í skammdeginu. Ég elska að vera ekki skyldug til að mæta einhversstaðar á einhverjum ákveðnum tíma. Það þýðir að ég er ekki að klúðra lífi mínu þótt ég sofi í tvo klukkutíma yfir daginn og vaki frameftir á nóttunni. Elskaða, elskaða, elskaða!
Jæja, nú hætti ég þessu samhengislausa blaðri og fer í rúmið.
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
GLEÐI GLEÐI GLEÐI
Nú hef ég leiðinlegar fréttir. Ég og Gústi hættum saman síðasta föstudag. Það er búið að vera heví erfitt, en þetta verður að vera svona, allavega í bili. Ég ætla ekki að segja meira frá þessu. Enda eru þetta ekki skemmtilega fréttir.
Annars er ég bara að reyna að lifa lífinu og hafa það gott. Það gengur bara ágætlega! Reyndar gengur mér eitthvað illa að mæta í skólann þessa dagana. En það er ekkert alvarlegt.
Annars langar mig bara að segja ykkur öllum sem lesið þetta blogg að þið eruð ógeðslega sæt. Og yndisleg. Og frábær. Og að þið öll eigið allt gott skilið.
Munið að gleyma ekki að; Það koma auðvitað erfiðir tímar en það er hægt að fleyta sér í gegnum þá með því að hafa í huga að lögmál lífsins býður ekki upp á neitt annað en að gleðin komi aftur. Stanslaus gleði er ekki til. Stanslaus óhamingja er heldur ekki til. Gleðin kemur óhjákvæmilega alltaf aftur, ójá.
Gústi á afmæli í dag. Hann er 24 ára og það fer honum einstaklega vel:) Vonum að þetta ár í lífi hans verði gott. Virkilega gott og yndislegt. Jafnvel bara besta árið í lífi hans hingað til!
Nú hef ég leiðinlegar fréttir. Ég og Gústi hættum saman síðasta föstudag. Það er búið að vera heví erfitt, en þetta verður að vera svona, allavega í bili. Ég ætla ekki að segja meira frá þessu. Enda eru þetta ekki skemmtilega fréttir.
Annars er ég bara að reyna að lifa lífinu og hafa það gott. Það gengur bara ágætlega! Reyndar gengur mér eitthvað illa að mæta í skólann þessa dagana. En það er ekkert alvarlegt.
Annars langar mig bara að segja ykkur öllum sem lesið þetta blogg að þið eruð ógeðslega sæt. Og yndisleg. Og frábær. Og að þið öll eigið allt gott skilið.
Munið að gleyma ekki að; Það koma auðvitað erfiðir tímar en það er hægt að fleyta sér í gegnum þá með því að hafa í huga að lögmál lífsins býður ekki upp á neitt annað en að gleðin komi aftur. Stanslaus gleði er ekki til. Stanslaus óhamingja er heldur ekki til. Gleðin kemur óhjákvæmilega alltaf aftur, ójá.
Gústi á afmæli í dag. Hann er 24 ára og það fer honum einstaklega vel:) Vonum að þetta ár í lífi hans verði gott. Virkilega gott og yndislegt. Jafnvel bara besta árið í lífi hans hingað til!