fimmtudagur, nóvember 11, 2004
GLEÐI GLEÐI GLEÐI
Nú hef ég leiðinlegar fréttir. Ég og Gústi hættum saman síðasta föstudag. Það er búið að vera heví erfitt, en þetta verður að vera svona, allavega í bili. Ég ætla ekki að segja meira frá þessu. Enda eru þetta ekki skemmtilega fréttir.
Annars er ég bara að reyna að lifa lífinu og hafa það gott. Það gengur bara ágætlega! Reyndar gengur mér eitthvað illa að mæta í skólann þessa dagana. En það er ekkert alvarlegt.
Annars langar mig bara að segja ykkur öllum sem lesið þetta blogg að þið eruð ógeðslega sæt. Og yndisleg. Og frábær. Og að þið öll eigið allt gott skilið.
Munið að gleyma ekki að; Það koma auðvitað erfiðir tímar en það er hægt að fleyta sér í gegnum þá með því að hafa í huga að lögmál lífsins býður ekki upp á neitt annað en að gleðin komi aftur. Stanslaus gleði er ekki til. Stanslaus óhamingja er heldur ekki til. Gleðin kemur óhjákvæmilega alltaf aftur, ójá.
Gústi á afmæli í dag. Hann er 24 ára og það fer honum einstaklega vel:) Vonum að þetta ár í lífi hans verði gott. Virkilega gott og yndislegt. Jafnvel bara besta árið í lífi hans hingað til!
Nú hef ég leiðinlegar fréttir. Ég og Gústi hættum saman síðasta föstudag. Það er búið að vera heví erfitt, en þetta verður að vera svona, allavega í bili. Ég ætla ekki að segja meira frá þessu. Enda eru þetta ekki skemmtilega fréttir.
Annars er ég bara að reyna að lifa lífinu og hafa það gott. Það gengur bara ágætlega! Reyndar gengur mér eitthvað illa að mæta í skólann þessa dagana. En það er ekkert alvarlegt.
Annars langar mig bara að segja ykkur öllum sem lesið þetta blogg að þið eruð ógeðslega sæt. Og yndisleg. Og frábær. Og að þið öll eigið allt gott skilið.
Munið að gleyma ekki að; Það koma auðvitað erfiðir tímar en það er hægt að fleyta sér í gegnum þá með því að hafa í huga að lögmál lífsins býður ekki upp á neitt annað en að gleðin komi aftur. Stanslaus gleði er ekki til. Stanslaus óhamingja er heldur ekki til. Gleðin kemur óhjákvæmilega alltaf aftur, ójá.
Gústi á afmæli í dag. Hann er 24 ára og það fer honum einstaklega vel:) Vonum að þetta ár í lífi hans verði gott. Virkilega gott og yndislegt. Jafnvel bara besta árið í lífi hans hingað til!