sunnudagur, september 19, 2004
Bíttu laust því bollan er mjúk...
Nú get ég aldeilis sagt ykkur leyndarmálið. Það er nefninlega ekkert leyndarmál lengur. Dísa systir mín er ólétt!!! Ég tók bumbumyndir af henni í gær. Reyndar tók ég bumbumyndir af henni og mömmu í gær, mömmu bumba var töluvert stærri. Annars ætti þetta að koma fæstum á óvart þar sem næstum því allir sem lesa þetta bloggedílogg hringdu og spurðu hvort leyndarmálið væri að ÉG væri ólétt. Ég varð náttúrulega að segja þeim sannleikann til að vekja ekki frekari grunsemdir. Ég er s.s. ekki ólétt eins og svo margir vildu gjarnan halda fram. Hinsvegar hef ég ákveðnar grunsemdir um að JÓNASÍNA FANNEY sé ÓLÉTT! En ekki fara með það í hana því hún er afneitun og verður bara pirruð þegar fólk er að nefna þetta við hana.
Annars kom það mér skemmtilega á óvart núna um daginn að komast að því að ég er snillingur. Ég fékk nefninlega 9 í einkunn fyrir verkefni sem ég skilaði aaaaalein (ef við gefum okkur að aaaalein þýði "ásamt öðrum meðlimum hóps"). Ég var rosalega ánægð eins og gefur að skilja.
Í gær tók ég fullt af myndum og lódaði þeim inná tölvuna mína alveg sjálf og Gústi ætlar að kenna mér að búa til svona albúm á netinu svo þið getið fylgst með mér í hinum og þessum átökum. Ég er t.d. núna, eins og svo ótal sinnum áður, í mataræðisátaki. Þá bregst það ekki að ég treð í mig því sem hendi er næst. T.d. borðaði ég kókosbollu í dag. Þess má geta að ég borða annars aldrei kókosbollur. Af þessu getum við dregið ákveðinn lærdóm: Hvað sem er verður að óviðráðanlegri freistingu undir álagi átaksins.
Nú get ég aldeilis sagt ykkur leyndarmálið. Það er nefninlega ekkert leyndarmál lengur. Dísa systir mín er ólétt!!! Ég tók bumbumyndir af henni í gær. Reyndar tók ég bumbumyndir af henni og mömmu í gær, mömmu bumba var töluvert stærri. Annars ætti þetta að koma fæstum á óvart þar sem næstum því allir sem lesa þetta bloggedílogg hringdu og spurðu hvort leyndarmálið væri að ÉG væri ólétt. Ég varð náttúrulega að segja þeim sannleikann til að vekja ekki frekari grunsemdir. Ég er s.s. ekki ólétt eins og svo margir vildu gjarnan halda fram. Hinsvegar hef ég ákveðnar grunsemdir um að JÓNASÍNA FANNEY sé ÓLÉTT! En ekki fara með það í hana því hún er afneitun og verður bara pirruð þegar fólk er að nefna þetta við hana.
Annars kom það mér skemmtilega á óvart núna um daginn að komast að því að ég er snillingur. Ég fékk nefninlega 9 í einkunn fyrir verkefni sem ég skilaði aaaaalein (ef við gefum okkur að aaaalein þýði "ásamt öðrum meðlimum hóps"). Ég var rosalega ánægð eins og gefur að skilja.
Í gær tók ég fullt af myndum og lódaði þeim inná tölvuna mína alveg sjálf og Gústi ætlar að kenna mér að búa til svona albúm á netinu svo þið getið fylgst með mér í hinum og þessum átökum. Ég er t.d. núna, eins og svo ótal sinnum áður, í mataræðisátaki. Þá bregst það ekki að ég treð í mig því sem hendi er næst. T.d. borðaði ég kókosbollu í dag. Þess má geta að ég borða annars aldrei kókosbollur. Af þessu getum við dregið ákveðinn lærdóm: Hvað sem er verður að óviðráðanlegri freistingu undir álagi átaksins.
laugardagur, september 04, 2004
Þetta er ÓNÝTUR DAGUR!
Ég reif uppáhalds brjóstahaldarann minn (sem mamma vill reyndar kalla "nærhald" því henni finnst hann vera svo þunnur e-ð). Ég er afar döpur yfir þessu því svona nærhöld eru ekki á hverju strái. Þetta var alveg sérstakt nærhald. Sérstaklega fallegt. Svo á ég nærbuxur í stíl (en Gústi kallar nærbuxur alltaf "naríur" sem er svolítið exótískt og spennandi þegar maður skrifar það, en bara hallærislegt þegar maður segir það). Ég verð eiginlega að plasta þær eða eitthvað svo þær rifni ekki líka.
Annars er þessi dagur ónýtur aðallega útaf því að ég er ekki búin að gera rassgat af viti. Ég ætlaði kannski að læra, kannski að þvo þvott, kannski að hafa svona snyrti/fegurðardag með brúnkuklútum og tilheyrandi en svo gerði ég ekkert af þessu. Það er greinilega bara rugl að ætla "kannski" að gera eitthvað því þá gerir maður það pottþétt ekki.
Annars er Jónína systir í heimsókn og ég er að hugsa um að fara og skeyta skapi mínu á henni. Kannski get ég platað hana til að koma með góða hugmynd sem gæti reddað deginum fyrir mér. Kannski...
Ég reif uppáhalds brjóstahaldarann minn (sem mamma vill reyndar kalla "nærhald" því henni finnst hann vera svo þunnur e-ð). Ég er afar döpur yfir þessu því svona nærhöld eru ekki á hverju strái. Þetta var alveg sérstakt nærhald. Sérstaklega fallegt. Svo á ég nærbuxur í stíl (en Gústi kallar nærbuxur alltaf "naríur" sem er svolítið exótískt og spennandi þegar maður skrifar það, en bara hallærislegt þegar maður segir það). Ég verð eiginlega að plasta þær eða eitthvað svo þær rifni ekki líka.
Annars er þessi dagur ónýtur aðallega útaf því að ég er ekki búin að gera rassgat af viti. Ég ætlaði kannski að læra, kannski að þvo þvott, kannski að hafa svona snyrti/fegurðardag með brúnkuklútum og tilheyrandi en svo gerði ég ekkert af þessu. Það er greinilega bara rugl að ætla "kannski" að gera eitthvað því þá gerir maður það pottþétt ekki.
Annars er Jónína systir í heimsókn og ég er að hugsa um að fara og skeyta skapi mínu á henni. Kannski get ég platað hana til að koma með góða hugmynd sem gæti reddað deginum fyrir mér. Kannski...
miðvikudagur, september 01, 2004
Á skólabekk á ný, tralla la la laaa
Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum. Mamma er spenntari yfir þessu en ég. Á fyrsta skóladaginn minn tók hún mynd af mér áður en ég fór út um dyrnar, svona eins og maður gerir á fyrsta skóladegi barnanna sinna. Hún spurði mig líka hvort ég þyrfti ekki nýja úlpu fyrir veturinn. Þá bað ég hana nú um að slaka svolítið á og merkja vel þá staðreynd að ég væri að fara í háskóla en ekki grunnskóla.
Þetta æði hennar móður minnar gæti reyndar stafað af því að ég er flutt aftur heim í foreldahús með allt mitt hafurtask. Ég ákvað að taka Gústa ekki með mér en við erum samt ennþá saman og sátt og glöð.
Annars luma ég á litlu leyndarmáli.. en það er leyndarmál svo ég segi ekki frá því.
En munið bara að vera sátt við það litla sem þið hafið gott fólk, lífið er svo fallegt og merkilegt.
Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum. Mamma er spenntari yfir þessu en ég. Á fyrsta skóladaginn minn tók hún mynd af mér áður en ég fór út um dyrnar, svona eins og maður gerir á fyrsta skóladegi barnanna sinna. Hún spurði mig líka hvort ég þyrfti ekki nýja úlpu fyrir veturinn. Þá bað ég hana nú um að slaka svolítið á og merkja vel þá staðreynd að ég væri að fara í háskóla en ekki grunnskóla.
Þetta æði hennar móður minnar gæti reyndar stafað af því að ég er flutt aftur heim í foreldahús með allt mitt hafurtask. Ég ákvað að taka Gústa ekki með mér en við erum samt ennþá saman og sátt og glöð.
Annars luma ég á litlu leyndarmáli.. en það er leyndarmál svo ég segi ekki frá því.
En munið bara að vera sátt við það litla sem þið hafið gott fólk, lífið er svo fallegt og merkilegt.