miðvikudagur, september 01, 2004
Á skólabekk á ný, tralla la la laaa
Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum. Mamma er spenntari yfir þessu en ég. Á fyrsta skóladaginn minn tók hún mynd af mér áður en ég fór út um dyrnar, svona eins og maður gerir á fyrsta skóladegi barnanna sinna. Hún spurði mig líka hvort ég þyrfti ekki nýja úlpu fyrir veturinn. Þá bað ég hana nú um að slaka svolítið á og merkja vel þá staðreynd að ég væri að fara í háskóla en ekki grunnskóla.
Þetta æði hennar móður minnar gæti reyndar stafað af því að ég er flutt aftur heim í foreldahús með allt mitt hafurtask. Ég ákvað að taka Gústa ekki með mér en við erum samt ennþá saman og sátt og glöð.
Annars luma ég á litlu leyndarmáli.. en það er leyndarmál svo ég segi ekki frá því.
En munið bara að vera sátt við það litla sem þið hafið gott fólk, lífið er svo fallegt og merkilegt.
Jæja. Þá er maður byrjaður í skólanum. Mamma er spenntari yfir þessu en ég. Á fyrsta skóladaginn minn tók hún mynd af mér áður en ég fór út um dyrnar, svona eins og maður gerir á fyrsta skóladegi barnanna sinna. Hún spurði mig líka hvort ég þyrfti ekki nýja úlpu fyrir veturinn. Þá bað ég hana nú um að slaka svolítið á og merkja vel þá staðreynd að ég væri að fara í háskóla en ekki grunnskóla.
Þetta æði hennar móður minnar gæti reyndar stafað af því að ég er flutt aftur heim í foreldahús með allt mitt hafurtask. Ég ákvað að taka Gústa ekki með mér en við erum samt ennþá saman og sátt og glöð.
Annars luma ég á litlu leyndarmáli.. en það er leyndarmál svo ég segi ekki frá því.
En munið bara að vera sátt við það litla sem þið hafið gott fólk, lífið er svo fallegt og merkilegt.