laugardagur, september 04, 2004
Þetta er ÓNÝTUR DAGUR!
Ég reif uppáhalds brjóstahaldarann minn (sem mamma vill reyndar kalla "nærhald" því henni finnst hann vera svo þunnur e-ð). Ég er afar döpur yfir þessu því svona nærhöld eru ekki á hverju strái. Þetta var alveg sérstakt nærhald. Sérstaklega fallegt. Svo á ég nærbuxur í stíl (en Gústi kallar nærbuxur alltaf "naríur" sem er svolítið exótískt og spennandi þegar maður skrifar það, en bara hallærislegt þegar maður segir það). Ég verð eiginlega að plasta þær eða eitthvað svo þær rifni ekki líka.
Annars er þessi dagur ónýtur aðallega útaf því að ég er ekki búin að gera rassgat af viti. Ég ætlaði kannski að læra, kannski að þvo þvott, kannski að hafa svona snyrti/fegurðardag með brúnkuklútum og tilheyrandi en svo gerði ég ekkert af þessu. Það er greinilega bara rugl að ætla "kannski" að gera eitthvað því þá gerir maður það pottþétt ekki.
Annars er Jónína systir í heimsókn og ég er að hugsa um að fara og skeyta skapi mínu á henni. Kannski get ég platað hana til að koma með góða hugmynd sem gæti reddað deginum fyrir mér. Kannski...
Ég reif uppáhalds brjóstahaldarann minn (sem mamma vill reyndar kalla "nærhald" því henni finnst hann vera svo þunnur e-ð). Ég er afar döpur yfir þessu því svona nærhöld eru ekki á hverju strái. Þetta var alveg sérstakt nærhald. Sérstaklega fallegt. Svo á ég nærbuxur í stíl (en Gústi kallar nærbuxur alltaf "naríur" sem er svolítið exótískt og spennandi þegar maður skrifar það, en bara hallærislegt þegar maður segir það). Ég verð eiginlega að plasta þær eða eitthvað svo þær rifni ekki líka.
Annars er þessi dagur ónýtur aðallega útaf því að ég er ekki búin að gera rassgat af viti. Ég ætlaði kannski að læra, kannski að þvo þvott, kannski að hafa svona snyrti/fegurðardag með brúnkuklútum og tilheyrandi en svo gerði ég ekkert af þessu. Það er greinilega bara rugl að ætla "kannski" að gera eitthvað því þá gerir maður það pottþétt ekki.
Annars er Jónína systir í heimsókn og ég er að hugsa um að fara og skeyta skapi mínu á henni. Kannski get ég platað hana til að koma með góða hugmynd sem gæti reddað deginum fyrir mér. Kannski...